Skagafjörður

Aðalfundur UMFT verður rafrænn

Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, sem vera átti í Húsi frítímans miðvikudaginn 31. mars, verður haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20. Hlekkur inn á fundinn verður auglýstur síðar.
Meira

Rausnarlegir Lionsmenn á Króknum

Gjafmildin var allsráðandi hjá félögum í Lionsklúbbi Sauðárkróks á fundi þeirra í gærkvöldi þegar afhentir voru þrír rausnarlegir styrkir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, björgunarsveitanna í Skagafirði og Sóknarnefndar Sauðárkróks sem reyndist vera lokahnykkurinn í fjármögnun líkbíls fyrir kirkjusóknir héraðsins.
Meira

Nýsköpunardagur 5. bekkjar í Skagafirði

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar grunnskólanna í Skagafirði fór fram í byrjun mars og nú í vikunni voru veitt verðlaun í sjö flokkum til framúrskarandi hugmynda. Nýsköpunardagur 5. bekkjar er liður í því að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun í skólastarfinu m.a. í tengslum við nýja Menntastefnu Skagafjarðar.
Meira

Er þetta eftirrétturinn um páskana?

Páskaegg er eitthvað sem ekkert heimili getur verið án á sjálfum páskunum og oft á tíðum eru til nokkur stykki á hverju heimili. Hvernig væri að prufa að gera þennan eftirrétt um páskana, svona til að gera páskana í ár ennþá gleðilegri, páskaegg fyllt með ís, sósa og skraut. Tekur sirka 5 mínútur að útbúa. Gerist ekki girnilegra, slurp.
Meira

Aðalfundi KS frestað

Aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga er halda átti laugardaginn 27. mars nk. er frestað um óákveðinn tíma, vegna gildandi sóttvarnarreglna.
Meira

Bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar endurvakin

Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi verður endurvakin en þegar hefur verið óskað liðsinnis heilbrigðisstarfsfólks sem reiðubúið er að starfa tímabundið með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins eru þeir sem voru skráðir í bakvarðasveitina áður, og sjá sér enn fært að veita liðsinni, beðnir um að skrá sig þar á ný.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko vöffluþurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef vöfflujárnin eru farin að gefa sig þá er 20% afsláttur af öllum vöfflujárnum í Skagfirðingabúð dagana 25.-27. mars.
Meira

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti

Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu fyrr í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Kyntar voru breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita. Hertar aðgerðir munu taka gildi á miðnætti og um allt land, sambærilegar og settar voru þann 30. október sl. Það var þungt hljóð í forystusveit ríkisstjórnarinnar á fundinum vegna þeirra tíðinda sem flutt voru en þar var þó þær jákvæðu fréttir færðar að bóluefni Astra Zeneca yrði notað á ný.
Meira

Gunnar Rúnar Kristjánsson gefur kost á sér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ágætu félagar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi. Nafn mitt er Gunnar Rúnar og ég gef kost á mér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er fæddur og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugarnesinu en lengst af búið utan höfuðborgarsvæðisins m.a. í Danmörku, Hvanneyri og Selfossi. Frá 1997 hef ég búið á Akri í Húnavatnshreppi. Ég er giftur Jóhönnu Erlu Pálmadóttur og eigum við tvö uppkomin börn. Ég er menntaður í búvísindum frá landbúnaðarháskólanum í Danmörku. Auk þess hef ég verið í mastersnámi í opinberri stjórnsýslu í HÍ og á ritgerðina eftir. Við höfum rekið lítið sauðfjárbú á Akri en auk þess starfa ég hjá Rarik á Blönduósi.
Meira

Dom bætist í hóp Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Dominique Bond-Flasza, jamaíska landsliðskonu, um að spila með kvennaliði Tindastóls í Pepsi Max-deildinni í sumar. Dom hefur spilað 17 landsleiki fyrir Jamaíka (Jamaica Reggea Girlz) og þá hefur hún spilað í efstu deild í bæði Hollandi og Póllandi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, segir miklar vonir bundnar við Dom. „Hún fékk góð meðmæli fyrrum þjálfara ásamt því að hafa spilað á ferlinum með tveimurlandsliðskonum Íslands sem gáfu henni góð orð,“ tjáði Óskar Smári Feyki nú í hádeginu.
Meira