Skagafjörður

Styttist í að framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá fari í útboð

Eins og sjálfsagt flestir íbúar á Norðurlandi vestra vita þá stendur til að hefja framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá á næstunni en heildarlengd nýrra vega- og brúar verða um 11,8 km. Nú styttist í að verkið verði boðið út en fjárveitingar til verksins eru á samgönguáætlun fyrir árin 2022 til 2024 eða samtals um tveir milljarðar króna og verður stærsta verkefni Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra næstu misserin.
Meira

Nýtti frítíma í Covid-pásu karlakórsins og gerði upp fornbíl - Stefán R. Gíslason í Feykisviðtali

Þann 1. maí sl. voru Stefáni R. Gíslasyni, tónlistarkennara og kórstjóra í Varmahlíð veitt samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar en hann hefur verið leiðandi í tónlistarlífi Skagfirðinga um áratuga skeið og gildir þar einu hvort um er að ræða kennslu, kórstjórn eða menningarviðburði þar sem tónlistin hefur verið aðalatriðið, eins og fram kom í máli Ingibjargar Huldar Þórðardóttur, varaformanns atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, við afhendinguna. Feykir ræddi við Stefán og fékk að vita sitthvað um ferilinn og áhugamálið utan tónlistarinnar, sem vegna Covid, fékk allan frítímann í vetur.
Meira

Garðlönd fyrir íbúa í Varmahlíð

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hug á að koma upp garðlöndum í Varmahlíð fyrir íbúa þar og óskar eftir umsóknum frá þeim sem hafa áhuga á að fá reit til afnota undir hverskyns matjurtarækt.
Meira

Bryggjugerð í Drangey

Síðustu daga hefur verið unnið við að endurgera steypta bryggju við Drangey en í dag var varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, mætt til að aðstoða, enda veður hið hagstæðasta á Skagafirði og sumarið líklega loksins komið. Í vetur fengu Drangeyjarferðir, sem sigla einmitt með ferðalanga út í Drangey, 20 milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að koma upp bryggju á ný í eynni en sú gamla eyðilagðist í veðurofsum veturinn 2019-2020.
Meira

Kynbótasýningar á Hólum í beinni

Mánudaginn 31. maí nk. hefst fyrri kynbótasýning á Hólum í Hjaltadal og lýkur föstudaginn fjórða júní. Streymt verður beint frá kynbótasýningunni á Alendis TV en stefnt er að því að Alendis TV sýni beint frá öllum kynbótasýningum á landinu í sumar.
Meira

Gefum börnunum hljóðfæri í sumargjöf

Nú er Eurovision að baki og allri umræðu sem því fylgir að mestu lokið. Fólk hefur fundið ýmsar hliðar á keppninni til að gasa um; Framlag Íslands, forgang Eurovision-fara í bólusetningu, hvort Gísli Marteinn geti ekki bara verið heima hjá sér, eða hvort skattpeningar sínir séu að fara í þetta? En hvað sem því líður, þá held að það skipti ekki máli hvort umræðan sé neikvæð eða jákvæð fyrir Eurovision, því ég held því fram eins og margir aðrir að öll umfjöllun sé góð umfjöllun.
Meira

Eliza hittnari með haglabyssuna - Forsetahjónin í menningarreisu í Skagafjörð

Forsetahjónin, Eliza Jean Reid og Guðni Th. Jóhannesson, vörðu hvítasunnuhelginni í Skagafirði þar sem þau voru í óopinberri heimsókn með börnum sínum. Gistu þau á Syðra-Skörðugili, þar sem sauðburður stendur sem hæst, og nutu afþreyingar, menningar og matar í héraðinu.
Meira

Bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra í sumar

Nú er sumarið að ganga í garð og allt sem því fylgir og þar á meðal bæjarhátíðir. Í sumar er fyrirhugað að halda þrjár bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra, Eldur í Húnaþingi í Húnaþingi vestra, Húnavaka á Blönduósi og Hofsós Heim á Hofsósi. Feykir hafði samband við skipuleggjendur hátíðanna og kynnti sér þær nánar.
Meira

Styrktarmót GSS til styrktar kvennaliði Tindastóls í knattspyrnu

Á föstudaginn næsta, 28. maí mun GSS standa fyrir skemmtimóti í golfi til styrktar og stuðnings meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sem nú spilar í fyrsta sinn í sögu Tindastóls í efstu deild.
Meira

Útskrift fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmanna þeirra

Nú á dögunum fór fram útskrift fíkniefnaleitarhunda og þjálfara í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal þar sem útskrifuð voru fjögur ný teymi hunda og þjálfara ásamt því að fimm önnur teymi luku endurmati.
Meira