Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
30.06.2021
kl. 09.02
Í gærkvöldi sló rafmagnið út á Skagalínu og Reykjaströnd. Brynjar Þór Gunnarsson, starfsmaður RARIK, kom fyrstur á staðinn og sagði í samtali við Feyki að Þegar starfsmenn RARIK leituðu að rót vandans kom í ljós að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðinu í Tindastól og ábyggilega eyðilagt háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu. Í spennistöðinni sem liggur upp á Einhyrning er sendir Mílu og neyðarlínunnar, og verður hann keyrður á varafli þangað til jörðin þornar og eitthvað verður gert.
Meira
