Skagafjörður

Stólar leika gegn Breiðabliki

Stólastelpur leika nú við stöllur sínar í Breiðablik á Kópavogsvellinum í Lengjubikar kvenna 2021. Leikurinn hófst kl. 13 og þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður er staðan 2-0 fyrir heimastúlkur.
Meira

Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi

Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í Gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti í gær keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar gær annað mótið í röð.
Meira

Svínakjötspottréttur og kladdkaka með Rolokremi

Matgæðingur vikunnar í tbl 47, 2020 var Margrét Petra Ragnarsdóttir, dóttir Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur og Ragnars Péturs Péturssonar. Margrét er því Króksari í húð og hár þó hún hafi tekið nokkrar pásur frá firðinum fagra í gegnum lífsævina en í dag býr hún á Hólum í Hjaltadal ásamt Sveini Rúnari Gunnarssyni og tveimur dætrum, þeim Emmu Dallilju og Viktoríu Rún.
Meira

Þrír lykilmenn skrifa undir hjá Tindastól

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur samið við þrjá lykilmenn fyrir átökin í 3. deild Íslandsmótsins í sumar. Þetta eru þeir Konráð Freyr Sigurðsson, Fannar Örn Kolbeinsson og Sverrir Hrafn Friðriksson.
Meira

Átt þú von á barni ? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Aðgangur að heilbrigðisþjónustu

Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Meira

Rósirnar frá Starrastöðum bræða blómahjartað

Það er fátt sem hefur yljað manni eins mikið á þessum skringilegu tímum eins og rósirnar frá Starrastöðum. Þær eru hreint út sagt algjört æði og það sem toppar þetta allt saman er hversu vel þær standa eftir að maður kaupir sér einn til tvo vendi. Sú sem á heiðurinn að því að koma þessum fallegu rósum á markað er hún María Ingiríður Reykdal.
Meira

Næstu bólusetningar á Norðurlandi með Pfizer bóluefninu

Í næstu viku fær Heilbrigðisstofnun Norðurlands senda 720 skammta af Pfizer bóluefninu sen verður nýtt til að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu fyrri skammt dagana 2.-5. mars. Í þeim hópi eru m.a. þeir sem eru 80 ára og eldri. Íbúar Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu mega eiga von á sms skilaboðum eða símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.
Meira

Stólarnir lágu í valnum og nályktin eykst í botnbaráttunni

Valur og Tindastóll áttust við í Dominos deild karla í Origo-höllin á Hlíðarenda í gærkvöldi. Mikið var undir hjá báðum liðum sem sátu í 8. og 9. sæti með jafnmörg stig og ljóst að með sigri næði viðkomandi að hífa sig upp úr botnbaráttunni og vel inn í hóp þeirra átta sem fara í lokakeppni Íslandsmótsins. Svo fór að eftir spennandi lokamínútur höfðu heimamenn betur með 90 stigum gegn 79 stigum Stóla og tylltu sér fyrir vikið í 6. sætið en Stólar sitja eftir og verma það níunda með 12 stig.
Meira

Elvira Dragemark þjálfar júdó í Skagafirði

Júdódeild Tindastóls tilkynnir með ánægju að hafa fengið mjög reyndan júdóþjálfara til starfa, Elviru Dragemark frá Svíþjóð, og bætist hún við þjálfarateymið. Hún kom í byrjun janúar til landsins og verður á Sauðárkróki út maí.
Meira

Lilja Dögun Lúðvíksdóttir sigraði í upplestrarkeppninni í Skagafirði

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk í Skagafirði fór fram við hátíðlega athöfn í sal FNV í gærkvöldi en þá kepptu þrettán fulltrúar úr grunnskólunum í Skagafirði í upplestri sem áður höfðu verið valdir eftir forkeppni í skólum sínum.
Meira