Skagafjörður

Þegar Gilsbakka-Jón fór í Krókinn

Í Skagfirðingabók má finna frásagnir af skemmtilegu fólki. Í Skagfirðingabókinni sem gefin var út árið 1967 er hægt að finna þátt um merkilegan mann og skondin sem áreiðanlega hefur gefið þjóðlífinu á sínum tíma skemmtilegan blæ. Sá maður var kallaður Gilsbakka-Jón.
Meira

Rúnar Már rúmenskur meistari

Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson varð á dögunum rúmenskur meistari með liði sínu CFR Cluj.
Meira

Hörður Axel skaut Stólana niður í villta norðwestrinu

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í Síkinu í gær í öðrum leik liðanna í átta liðum úrslitum Dominos-deildarinnar. Suðurnesjapiltarnir unnu fyrsta leikinn með átta stiga mun. Líkt og þá sýndu Tindastólsmenn seiglu í gærkvöldi, komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og það var allt jafnt þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þá reyndust gæði gestanna Stólunum ofviða og sérstaklega gekk illa að hemja Hörð Axel að þessu sinni. Lokatölur 74-86 og Keflvíkingar komnir með Stólana í skrúfstykki.
Meira

Ísak Óli hlýtur styrk úr afrekssjóði FRÍ

Þann 17. Maí úthlutaði Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) styrkjum úr afrekssjóði FRÍ. Tilgangur afrekssjóðs FRÍ er að styrkja það frjálsíþróttafólk sem hefur náð góðum árangri í sínum greinum, fyrir komandi keppnistímabil.
Meira

Á frívaktinni af stað á ný - "Mæli ég eindregið með því að fjölmenna á þessa skemmtilegu sýningu"

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni fara af stað á ný eftir tveggja vikna hlé vegna Covid aðgerða í kjölfar hópsmits sem kom upp á Sauðárkróki. Leikfélagið náði að frumsýna verkið föstudagskvöldið 7. maí en daginn eftir var allt komið í lás. Næsta sýning á morgun fimmtudag. Alls er gert ráð fyrir níu sýningum þetta leikár og samkvæmt sýningarplani verður lokasýning þriðjudaginn 1. júní. Soffía Helga Valsdóttir kíkti í leikhús og ritaði umsögn um upplifun sína á frumsýningu LS, sem birtist í 19. tbl. Feykis.
Meira

Maria Gaskell nýr skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Maria Gaskell hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla en auglýst var eftir einstakling í það starf þann tólfta febrúar síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Sveitarfélagsins Húnaþings Vestra.
Meira

Ný störf hjá Golfklúbbi Skagafjarðar

Nú er Golfsumarið að fara af stað og er Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) í óða önn að undirbúa sumarið uppi á Hlíðarendavelli. Ný störf hafa verið sköpuð og hefur Atli Freyr Rafnsson verið ráðinn íþróttastjóri og Karen Owolabi verslunar- og þjónustustjóri.
Meira

Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villtra fugla

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.
Meira

Sæþór Már ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar

Sæþór Már Hinriksson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumarafleysingar og hóf störf í gær. Sæþór segist alltaf hafa verið opinn fyrir því að prófa nýja hluti en hann hafði aldrei prófað að vera blaðamaður og fannst því vera kominn tími á það. „Ég hef líka alltaf haft gaman af því að tala við fólk, eða að minnsta kosti gasa um ýmsa hluti og ekki skemmir fyrir að ég hef líka mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Ég hef mikinn áhuga á okkar nærsamfélagi og reyni að setja mig inn í helstu hluti og málefni sem snerta það, og hef því að taka þátt í því með Feyki að vera spegill á samfélagið,“ segir hann.
Meira

Lið Varmahlíðarskóla í úrslit Skólahreysti

Lið Varmahlíðarskóla er komið áfram í úrslitakeppni Skólahreysti 2021 sem fer fram þann 29. maí næstkomandi.
Meira