Skagafjörður

Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina 2021

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í sautjánda sinn sunnudaginn 16. maí, við hátíðlega athöfn á Patreksfirði. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin. Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut viðurkenninguna að þessu sinni og er það í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra. Greta Clough, stofnandi og listrænn stjórnandi Handbendis tók á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð kr. 2.500.000. Viðurkenningunni fylgir að auki boð um að standa á viðburði á Listahátíð 2022 og framleitt verður vandað heimildamyndband um verkefnið.
Meira

Skúnaskrall - barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Skúnaskrall – barnamenningarhátíð verður haldin í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra frá 14. til 24. október 2021. Ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir munu prýða dagskrá hátíðarinnar. Á heimasíðu Skúnaskralls segir að áhersla sé lögð á fjölbreytni í dagskrá og gott aðgengi. Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.
Meira

Lið Íbishóls sigraði í liðakeppninni

Lokamót meistaradeildar KS fór fram föstudagskvöldið 7. Maí síðastliðið í reiðhöllinni á Sauðárkróki, en keppt var að þessu sinni tölti og flugskeiði. Í töltkeppninni var það Bjarni Jónasson sem stóð uppi sem sigurvegari, en í skeiðinu fór Jóhann Magnússon hraðast allra. Mette Manseth stóð uppi sem einstaklings sigurvegari heildarkeppninnar og lið Íbishóls sigraði liðakeppnina.
Meira

Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst á Króknum

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar dagana 9.-13. ágúst 2021 á Sauðárkróki. Búðirnar eru ætlaðar stelpum og strákum sem eru fædd árin 2005 til 2009. Á næstu dögum munu þjálfaranir sem verða í búðunum verða kynntir til leiks.Stefnt var að því að halda samskonar körfuboltabúðir í fyrra og var aðsókn framar vonum ... en að sjálfsögðu þurfti að fresta búðunum vegna Covid. Nú skal reynt á ný og hlakkar körfuboltafólk á Króknum til að sjá unga og spræka iðkendur mæta til leiks í ágúst.
Meira

Tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í badminton

Íslandsmeistaramót unglinga í badminton fór fram á Akranesi um helgina þar sem 168 keppendur frá níu félögum öttu kappi í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í U11-U19. Í fyrsta sinn sendi badmintondeild Tindastóls keppendur á mótið, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri.
Meira

ÍR liðið reyndist of sterkt fyrir Stólastúlkur

Tindastóll og ÍR mættust öðru sinni í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í Síkinu í dag. Breiðhyltiingar unnu fyrsta leik liðanna í liðinni viku nokkuð örugglega þó lið Tindastóls hafi bitið frá sér. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í fjögurra liða úrslit og það gerðu ÍR-ingar í dag. Lokatölur 39-68 og Stólastúlkur því loks komnar í sumarfrí eftir strembinn kófvetur.
Meira

„Við undirstrikum líka mikilvægi allra okkar leikmanna“

„Stelpurnar voru frábærar í leiknum. Liðsheildin var gjörsamlega mögnuð, ekki bara á leikdegi heldur alla vikuna,“ sagði annar þjálfara Tindastóls, Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti, í spjalli við Feyki eftir sigurleik Stólastúlkna gegn ÍBV í gær. „Það mættu 20 leikmenn á allar æfingar, mikil samkeppni í okkar hópi að vera í liðinu og teljum við það vera mikilvægan þátt í því að ná í góð úrslit.“
Meira

Slátrun aflýst?

Tindastólsmenn hófu leik í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í gærkvöldi en þá brunuðu þeir í Sláturhúsið í Keflavík og mættu hinu ógnarsterka liði heimamanna. Eitthvað hökt var á sláturlínunni, gestaskrokkarnir gáfu sig ekki jafn auðveldlega og vanalega og slátrun dróst á langinn – meira að segja sjónvarpsútsendingin hikstaði og þá er nú fokið í flest skjól. Já, Stólarnir komu semsagt baráttuglaðir til leiks og heimamenn mörðu sigur rétt áður en vaktinni lauk. Lokatölur 79-71.
Meira

Staðarmiðlar „kanarífuglinn í kolanámunni“, segir Birgir Guðmundsson um rekstrarvanda fjölmiðla – Feykir 40 ára

Birgir Guðmundsson er dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og meðal rannsóknarefna hans hafa verið staðarmiðlar og mikilvægi þeirra í nærsamfélaginu. Birgir hefur einnig skrifað og fjallað um fjölmiðla í víðara samhengi, ekki síst fjölmiðla og stjórnmál og fjölmiðlasögu. Við hittum Birgi fyrir til að ræða stuttlega stöðu fjölmiðla og báðum hann fyrst um að segja aðeins frá sjálfum sér og hvernig hann kemur að fjölmiðlasögu landsins og um starfið hjá HA og fjölmiðlafræðinámið.
Meira

Séraðgerðir fyrir Skagafjörð vegna Covid-19 falla úr gildi á miðnætti á morgun

Á fundi aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fyrr í dag, var tekin sú ákvörðun að óska ekki eftir því við heilbrigðisráðuneytið að framlengd verði sú reglugerð sem sett var fyrir sveitafélagið Skagafjörð og Akrahrepp, vegna hópsmits sem upp kom á svæðinu um og fyrir sl. helgi. Á heimasíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að jafnframt muni aðrar sóttvarnaraðgerðir sem aðgerðastjórn greip til og gilda til og með morgundagsins, sunnudagsins 16. maí ekki verða framlengdar.
Meira