Skagafjörður

Við erum fyrst og síðast að hugsa um öryggi ferðamanna

Undanfarna daga hefur verið mikið um framkvæmdir í Drangey en eins og Feykir greindi frá í seinustu viku er verið að endurbæta flotbryggjuna þar og festingar, sem eyðilögðust í veðurofsum í fyrra. Feykir hafði samband við Viggó Jónsson, forsprakka Drangeyjarferða og spurði hann út í þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað í eyjunni.
Meira

Kaflaskil í landbúnaði – Ræktum Ísland

Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og þýðingu íslensks landbúnaðar, fyrir þeim sem á annað borð geta séð í samhengi þjóðarhag og hagsmuni þeirra sem landið byggja. Áhrif landbúnaðar eru langt umfram fjölda bænda, eða beinharðar framleiðslutölur eða hlutdeildar á markaði matvæla. Landbúnaður hefur sannarlega gengið í gegnum mikla breytingar á undanförnum áratugum. Óvíða hefur framleiðni aukist meira.
Meira

Sigurður Þorsteinsson semur við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Sigurð Þorsteinsson um að leika með liðinu næsta tímabil. Sigurð þarf vart að kynna þeim sem fylgjast með körfubolta en hann hefur mikla reynslu bæði innanlands sem erlendis. Í vetur lék Sigurður með liði Hattar á Egilsstöðum sem, eftir ágæta frammistöðu, féll um deild með 14 stig, fjórum stigum frá Tindastól sem náði inn í úrslitakeppni með 18 stig.
Meira

Uppskriftabók Öbbu - Fjóla Sigríður gefur út bók til minningar um mömmu sína

Fjóla Sigríður Stefánsdóttir er 31 árs fæddur og uppalinn Sauðkrækingur, en er í dag búsett með manninum sínum í Kópavogi. Móðir hennar hét Aðalbjörg Vagnsdóttir en var alltaf kölluð Abba. Hún lést þann 28. október síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein til margra ára. Á dánarbeðinu lofaði Fjóla móður sinni að gefa út uppskriftabók með uppskriftunum hennar en þær höfðu áður talað um að gera það en aldrei látið verða af því sökum heilsubrests hjá Öbbu. En nú er komið að því.
Meira

„Það verður alltaf þörf fyrir prentun,“ segir Guðni prentari sem rifjar upp aðkomu sína sem prentari Feykis í tilefni 40 ára afmæli blaðsins

Guðni Friðriksson hefur séð um að prenta Feyki í 34 ár og stendur enn við prentvélina. Hann segir mestu breytinguna í gegnum tíðina hafa verið í sambandi við uppsetningu, sem nú fer fram í tölvu, og svo þegar fjórlitaprentvélin kom í hús og allt blaðið litprentað. „Það er tvímælalaust mesta breytingin,“ segir hann en Feyki langaði að rifja upp með Guðna þátt prentsins í útgáfusögu blaðsins.
Meira

Stigaskipti og strigakjaftur á Sauðárkróksvelli

Lið Tindastóls og Augnablika mættust í hörkuleik í dag í 3. deildinni en leikið var á Sauðárkróksvelli. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks og þrátt fyrir mikil átök tókst hvorugu liðinu að gera sigurmarkið og skildu því jöfn. Lokatölur 1-1.
Meira

Samhent handavinnuhjón

Hjónin María Hjaltadóttir og Reynir Davíðsson eru handverksfólk vikunnar. Um áratuga skeið voru þau kúabændur á Neðri-Harrastöðum í Skagabyggð og með búskapnum voru þau landpóstar. María og Reynir eru flutt til Skaga-strandar og hafa komið sér þar vel fyrir, þar hafa þau komið sér uppi góðri aðstöðu fyrir áhugamálin, en Reynir útbjó sér smíðaskemmu í kjallaranum þar sem hann er með rennibekk og alls kyns verkfæri. Þau segja að þegar þau hættu búskapnum hafi þau loks haft tíma fyrir áhugamál.
Meira

Hefur verið starfrækt óslitið síðan 1947

Einn af þeim framleiðendum sem hafa verið að bjóða upp á vörur sínar í bíl smáframleiðenda er Garðyrkjustöðin Laugarmýri og kannast eflaust margir við fallegu blómin þeirra sem prýða marga garðana á sumrin. En Laugarmýri er ekki bara þekkt fyrir blómin þau rækta margt fleira og má þar t.d. nefna góðu og safaríku gúrkurnar sem eru ómótstæðilegar í salatið eða bara sem snakk.
Meira

2700 skammtar af bóluefni á Norðurland í næstu viku

Þann 1. júní munu 2700 skammtar af bóluefni berast HSN en af þeim eru 1400 skammtar af Pfizer bóluefninu, sem verða m.a. nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 11.-14. maí og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum og eiga að fá Pfizer í seinni bólusetningu.
Meira

100 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 42. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag. Enn litar Covid-faraldurinn líf okkar en vegna sóttvarnareglna voru einungis nemendur og nokkrir starfsmenn skólans viðstaddir en athöfninni var streymt á netinu. Alls brautskráðust 100 nemendur frá skólanum.
Meira