Skagafjörður

Hestamennskan meðal íþrótta landsmanna

Fyrir áratugum síðan komst þulur á hestasýningu svo að orði, að hestamennskan væri elsta og þjóðlegasta íþróttin; ríðandi hefði Skarphéðinn komið að Markarfljóti þá er hann vann langstökksafrekið. Þetta vakti hrifningu og kátínu þeirra er á hlýddu en strax tóku stöku menn að ræða um íslenska glímu í sambandi við þjóðlegheit og aldur íþrótta. Kjarni málsins er hins vegar sá að hestamennskan sé íþrótt, það heyrðist fyrst fyrir löngu síðan en hefur stöðugt fest í sessi og er sá skilningur nú orðinn almennur.
Meira

5-0 tap gegn sterkum Völsurum

Tindastóll tók á móti vel skipuðu Valsliði í Pepsí Max deild kvenna á Sauðárkróki í gær og mættust liðin sem spáð er annars vega efsta sætinu og því neðsta samkvæmt Fótbolti.net. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið jafn þar sem Valur réði ferðinni allan tímann en heimastúlkur vörðust vel og áttu nokkrar góðar sóknir og tækifæri til að skora.
Meira

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Getulausir Stólar á Dalvík

Strákarnir í Tindastól skelltu sér yfir á Dalvík í gær þar sem heimamenn í Dalvík/Reyni tóku á móti þeim í fimmtu umferð þriðju deildarinnar. Dallasmenn skoruðu þrjú mörk í leiknum en Stólastrákar núll. Tindastóll er á botni þriðju deildarinnar með eitt stig en Dalvík í því fjórða með átta stig.
Meira

N4 sýnir Á frívaktinni á sjómannadaginn

Síðustu sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni verða nú um helgina og sú allra síðasta nk. sunnudag. Aðsókn hefur verið mjög góð og uppselt á flestar sýningar og er svo einnig á þessar síðustu. Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns LS, er alltaf slæmt að hætta fyrir fullu húsi en ekki er mögulegt að halda áfram vegna ýmissa ástæðna.
Meira

Ræktum Ísland - Hringferð um landið hefst í kvöld

Fyrsti fundur í hringferð um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, fer fram í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kl. 20 í kvöld. Á morgun fer fram fundur á Ísafirði en alls er boðað til tíu opinna funda um allt land á næstu 16 dögum. Einn fundur verður haldinn á Norðurlandi vestra og mun fara fram á Blönduósi þann 8. júní.
Meira

RML gefur út fræðsluefni fyrir holdgripabændur

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur gefið út fræðsluefnisbækling fyrir holdagripabændur, en undanfarið hafa starfsmenn RML unnið að gerð hans. Í bæklingunum er snert á flötum eins og beitarskipulagi, nautum og kvígum til ásetnings, áhrifum holdafars á frjósemi, fráfærur, uppeldi og margt fleira.
Meira

36 bátar á strandveiðum í síðustu viku á Norðurlandi vestra

Á Króknum var landað rúmum 507 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst með rúm 204 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Þá landaði einnig Silver Fjord tæpum 150 tonnum af rækju og Málmey SK 1 var með rúm 137 tonn af þorski. Tíu strandveiðibátar lönduðu á Króknum, alls 13.261 kg, og einn bátur landaði 2.981 kg af grásleppu. Á Skagaströnd voru 24 strandveiðibátar sem lönduðu tæpum 39 tonnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var eini báturinn sem var á línuveiðum, Óli á Stað GK 99, og landaði 5.099 kg. Tveir bátar lönduðu á Hofsósi og voru þeir báðir á strandveiðunum með alls 2.533 kg. Á Hvammstanga lönduðu einnig tveir bátar en annar þeirra var á grásleppuveiðum með 2.501 kg og hinn á dragnótarveiðum með alls 2.568 kg. Alls var landað 558.913 kg á Norðurlandi vestra.
Meira

Siggi Kúskur - Búið að vera rosalega þurrt vor

Nú þegar sólin hækkar og barómetið stígur upp fer jarðvinnsla í sveitum að líða undir lok. Blaðamaður Feykis forvitnaðist um það hvernig jarðvinnslan í vor hefur gengið hingað til og hafði samband við Sigurð Inga Einarsson, eða Sigga Kúsk eins og hann er jafnan kallaður.
Meira

„Sennilega mesti hlutfallslegi vöxtur golfklúbbs á Íslandi“

„Þátttaka á nýliðanámskeiði GSS í fyrra sló öll met, en metið var slegið aftur núna,“ segir Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar. Kennt er í þremur hollum á mánudögum og fimmtudögum og segir Kristján að yfir 40 nýliðar hafi bæst í hóp golfáhugamanna klúbbsins.
Meira