Skagafjörður

Frelsið og jörðin

Frelsið er grundvallarþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsi til búsetu, frelsi til mennta, frelsi til atvinnu, frelsi til viðskipta og frelsi til athafna. Innifalið í athafnafrelsinu m.t.t. hinna dreifðu byggða landsins, skyldi vera frelsi til að stunda þá búgrein sem hentar viðkomandi bújörð og þar sem viðkomandi ábúandi getur nýtt og virkjað menntun sína, reynslu og áhugasvið.
Meira

„Blaðið birtist fyrst á óvenju miklum átakatímum,“ segir Ingi Heiðmar, dyggur áskrifandi Feykis í 40 ár

Í tilefni afmælistímamóta Feykis var ákveðið að hafa upp á einum áskrifanda sem fengið hefur blaðið inn um lúguna frá upphafi og kom þá nafn Inga Heiðmars Jónssonar upp í hugann en hann getur hæglega talist fulltrúi Húnvetninga, Skagfirðinga og brottfluttra í lesendahóp blaðsins. "Ég álít að þetta blað hafi skilað íbúunum drjúgum ávinningi," segir hann.
Meira

Fékk boltann beint í höfuðið og steinlá í grasinu - Liðið mitt Helena Magnúsdóttir

Það er nú ekki ónýtt að hafa fyrrverandi meistaradeildarleikmann Breiðabliks í sjúkrateymi Tindastóls, bæði í fótbolta og körfu en Helena Magnúsdóttir eða Lena sjúkraþjálfari, hefur sinnt því hlutverki um margra ára bil. Hún starfar við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki en passar upp á leikmenn kvenna og karla þess utan með sínu árangursríka nuddi. Á heimasíðu KSÍ má finna fótboltaferil Lenu sem hófst hjá Breiðablik í 1. deild kvenna árið 1994 og þar á hún alls 32 meistaraflokksleiki fram til 1999 er deildin kallaðist Meistaradeild kvenna. Lena svarar spurningum í Liðinu mínu.
Meira

Kiwanisklúbbar norðanlands sameinast um gjöf til barnadeildar sjúkrahúss Akureyrar

Óðinssvæði Kiwanis færði fyrir helgi barnadeild sjúkrahúss Akureyrar innihitadýnu og vöggu að gjöf en gamla hitadýnan var löngu ónýt svo þetta var kærkomin gjöf. A Facebooksíðu sjúkrahússins á Akureyri kemur fram að dýnan sé notuð fyrir fyrirbura og léttbura sem þurfa aðstoð við að halda líkamshita og geti verið inni á stofu með foreldrum sínum og þurfi þá ekki að vera í hitakassa.
Meira

Gleðilega hvítasunnu

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju og markaði hátíðin upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga. Síðar varð hún að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda, segir í svari Vísindavefsins við spurningunni: Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Meira

Grátlegar lokamínútur og Stólarnir komnir í frí

Keflvíkingar sendu Tindastólsmenn í sumarfrí í dag þegar þeir unnu þriðja leikinn í einvígi liðanna og sópuðu Stólunum þar með út úr Sláturhúsinu og alla leið norður í Skagafjörð. Enn og aftur mætti segja að lið Tindastóls hafi fallið um sjálft sig; var sex stigum yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en lokasóknir liðsins voru grátlegar þar sem liðið tapaði boltanum fjórum sinnum á síðustu tveimur mínútum leiksins og missti heimamenn fram úr. Tímabilið í hnotskurn – eins og einn höfðinginn orðaði það. Lokatölur 87-83 fyrir Keflavík.
Meira

Elliði lagði Stólana

Tindastóll spilaði annan leik sinn í 3. deildinni í knattspyrnu í dag en leikið var á Würth vellinum í Árbænum . Mótherjinn var lið Elliða sem er b-lið Fylkis og það var heimamenn sem náðu að knýja fram sigur undir lokin. Lokatölur 1-0 og Stólarnir enn án stiga í Íslandsmótinu.
Meira

Úr Fjölbrautinni á Feyki - Björn Jóhann Björnsson rifjar upp blaðamannaferilinn

Í tilefni 40 ára afmælis Feykis var Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður og aðstoðarfréttastjóri á innlendri fréttadeild Morgunblaðsins, beðinn um að rifja upp sín Feykisár þar sem farsæll blaðamannaferill hans hófst til skýjanna eftir góðan undirbúning við Molduxa, skólablað Fjölbrautaskólans. Björn Jóhann brást vel við bóninni eins og hægt er að lesa hér á eftir.
Meira

Bílavesen - Áskorendapenninn Bryndís Þóra Bjarman, brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka vinkonu minni, fyrrum nágranna á Sauðárkróki og frænku, Önnu Elísabetu Sæmundsdóttur fyrir að skora á mig – eða ekki. Ég sagði óvart strax „já“ þegar hún bað mig um að taka við keflinu, enda hef ég alltaf verið svo hlýðin… og löghlýðin, sem tengist að einhverju leyti því efni sem ég skrifa um hér að neðan.
Meira

Kanna bótagrundvöll vegna bensínleka á Hofsósi

Byggðarráð hefur samþykkt að fela sveitastjóra að kanna, með aðstoð lögmanns, bótagrundvöll og móta kröfugerð gagnvart þeim sem bera ábyrgð á tjóninu.
Meira