Skagafjörður

Tilfinningin er alveg hreint mögnuð!

Feykir náði í skottið á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttir frá Brautarholti, eftir sigurinn á Eyjastúlkum í dag. Bryndís átti frábæran leik í vörn Tindastóls, stjórnaði vörninni eins og herforingi og steig vart feilspor frekar en fyrri daginn. Bryndís var spurð hvort það væri gaman að vinna leik í Pepsi Max deildinni.
Meira

Fyrsti sigur Stólastúlkna í Pepsi Max og hann var sanngjarn

Hversu gaman ætli það sé að vinna leik í Pepsi Max deildinni? Það er örugglega eitthvað sem Stólastúlkur hafa verið búnar að láta sig dreyma um lengi og í dag – í öðrum leik Tindastóls í Pepsi Max – rættist draumurinn. Það voru Blikabanarnir í liði ÍBV sem mættu á Krókinn og efalaust voru Eyjastúlkur fullar af sjálfstrausti eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Breiðabliks í síðustu umferð. En þær komust lítt áleiðis í dag gegn heilsteyptu og einbeittu Tindastólsliði sem ætlaði sér stigin þrjú frá fyrstu mínútu. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól og sigurinn var sanngjarn.
Meira

„Lífið hér er afskaplega ljúft og þægilegt,“ segir Teitur Björn Einarsson

Það var kunngjört sl. mánudag hverjir sæktust eftir kjöri á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og kom þá í ljós að tveir þeirra níu sem það gerðu búa á Norðurlandi vestra. Annar þeirra er sr. Magnús Magnússon á Hvammstanga en hinn Teitur Björn Einarsson. Feykir hafði spurnir af því að Teitur og hans kona, Margrét Gísladóttir, frá Glaumbæ, væru búin að vera búsett í Skagafirði í um ár og bæði komu með störfin með sér úr höfuðborginni. Margrét sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda en Teitur er lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þau búa í Geldingaholti 3 á Langholti ásamt drengjunum sínum tveimur, Gísla Torfa 4 ára og Einari Garðari 2 ára. Feykir sendi Teiti nokkrar spurningar sem hann snaraði sér í að svara.
Meira

Mark í uppbótartíma - Leiðari Feykis

Þar kom að því að við Króksarar fengum bévítans veiruna í bæinn. „Eins og Skrattinn úr Sauðánni,“ eins og kallinn sagði í denn. Mér fannst það snjöll samlíking þegar haft var eftir einum sem sat í sóttkví að þetta var eins og að fá á okkur mark í uppbótartíma. Það gerist ekki meira svekkjandi.
Meira

Lemon færði heilsugæsluliðum veislubakka

Heilbrigðisstarfsfólk á HSN á Sauðárkróki hafa haft í aðeins fleiri horn að líta síðustu daga en gengur og gerist út af Covid-smitum og skimunum og hafa staðið vaktina af hörku. Lemon á Sauðárkróki fannst tilvalið að senda þeim sólskin í glasi og sælkerasamlokur sem þakklætisvott fyrir framlag þeirra.
Meira

Eitt smit frá í gær en fækkar ört í sóttkví

Einn greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gær á Sauðárkóki og eru því 14 manns komnir í einangrun, eftir því sem fram kemur í tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en viðkomandi einstaklingur var í sóttkví. Hins vegar, segir í tilkynningunni, fækkar fólki jafnt og þétt í sóttkví, sem er jákvætt.
Meira

Steikt svínasíða og öskudagsbollur

Það eru þau Frímann Viktor Sigurðsson og Ditte Clausen í Varmahlíð sem sáu um matarþáttinn í tbl 6 á þessu ári en það var hann Gunnar Bragi sem skoraði á þau að bjóða upp á eitthvað danskt því Ditte er frá Suður Jótlandi en hefur búið hér síðustu tíu árin.
Meira

Badmintonkrakkar Tindastóls kræktu í marga sigra um síðustu helgi

Um síðustu helgi tóku fjórir keppendur badmintondeildar Tindastóls þátt í mótum á vegum Badmintonfélags Hafnafjarðar. Í færslu Freyju Rutar Emilsdóttur á Facebooks-síðu deildarinnar segir að á laugardeginum hafi Emma Katrín tekið þátt í Bikarmótinu en þau Ingi Þór, Sigmar Þorri og Júlía Marín í Snillingamótinu daginn eftir.
Meira

Gamli bærinn á Króknum öðlast nýtt líf

Mikið er nú framkvæmt á Sauðárkróki en Feykir fór á stúfana og myndaði þær framkvæmdir sem eru í gangi í gamla bænum á Króknum. Þar má telja til að KS stendur að stækkun og allsherjar breytingum á gamla pakkhúsinu sem síðast hýsti Minjahúsið, barnaskólinn við Freyjugötu er að taka á sig nýja mynd og á verkstæðisreitnum við Freyjugötu er að spretta upp smáblokk.
Meira

Leggur til að þriðjungur einstaklinga í nefndum og ráðum ríkisins verði búsettur á landsbyggðinni

Stjórn SSNV fundaði þann 4. maí sl. og þar var tekið undir bókun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Noðurlandi eystra (SSNE) um mikilvægi þess að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins hafi aðkomu að stjórnum, ráðum og nefndum hins opinbera.
Meira