Skagafjörður

Öllum skylt að sótthreinsa hendur áður en matur er sóttur á hlaðborðið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og byggja í meginatriðum á tillögum sóttvarnalæknis sem fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Þá eru einnig gerðar ríkari kröfur til sóttvarnaráðstafana þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Meira

Grískur matarþáttur

Matgæðingur í tbl 44, 2020 var Rakel Sunna Pétursdóttir. Hún er ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið Þórukoti í Víðidal. Rakel Sunna býr núna í Reykjavík með kærastanum sínum og litla bróður en þar stundar hún nám við snyrtifræðibraut Fjölbrautaskóla Breiðholts.
Meira

Bar tvílembingum í miðjum vorrúningi

Í miðjum vorrúningi á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði í gær tók ein vinkonan upp á því að bera tvílembingum þrátt fyrir að ekki sé alveg komið að sauðburði enn þá. „Ekki alveg planað en náttúran finnur sinn farveg,“ sagði Hjörtur Geirmundsson um nýjustu viðbótina í fjárhópinn á búinu.
Meira

25,4 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður opinberaði fyrir helgi styrkveitingar sínar fyrir árið 2021 en fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei verið fleiri. Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að að veittir hafi verið alls 240 styrkir, samtals 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Alls fengu 20 verkefni á Norðurlands vestra 25,4 milljónir króna.
Meira

Billegur áróður þingmanns Samfylkingarinnar

Nú í aðdraganda alþingiskosninga er kunnuglegt stef farið að hljóma úr ranni vinstriflokkanna gegn íslenskum sjávarútvegi. Aðförin að greininni, og þar með lífsviðurværi mörg þúsund Íslendinga landið um kring, byggir á því að þjóðin fái ekki nægjanlega mikið í sinn hlut af arði fiskveiðiauðlindarinnar. Á þeim nótum var grein Guðjóns S Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hann birti í héraðsmiðlum Norðvesturkjördæmis í síðustu viku.
Meira

Leit Fuglaverndar að Fugli ársins 2021 er hafin!

Fuglar eru hluti af daglegu lífi fólks, flestir eiga sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verður sigurvegarinn kynntur með fjaðrafoki og látum á sumardaginn fyrsta.
Meira

Framfarir hjá Stólastúlkum en tap gegn ÍR staðreynd

Tindastóll og ÍR mættust í Síkinu í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. ÍR hafði fyrir skömmu síðan unnið Stólastúlkur með næstum því helmingsmun en nú mætti lið Tindastóls ákveðið til leiks og þrátt fyrir að í liðið vantaði bæði Marín Lind og Ingu Sólveigu þá varð leikurinn hörkuspennandi. Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá varð þriðji leikhlutinn heimastúlkum að falli að þessu sinni og ÍR fór heim með stigin tvö. Lokatölur 53-69.
Meira

Gönguhópur Blönduóss á Spákonufell

„Gönguhópur Blönduóss er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur,“ segir Róbert Daníel Jónsson, annar forsprakki hópsins. Hann segir að ekki sé boðið upp á skipulagða leiðsögn í þessum göngum, en allir hvattir til að deila fróðleik sem þeir búa yfir.
Meira

Horfðu á HM veðurtepptir í Drangey :: Liðið mitt Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson héraðsdómari á Sauðárkróki fékk áskorun frá Hrafnhildi Guðnadóttur að svara nokkrum laufléttum spurningum í þættinum Liðinu mínu hér í Feyki og tók hann því vel. Halldór hefur verið öflugur í starfsemi körfuknattleiksdeildar Tindastóls í gegnum árin en þeir sem komnir eru til vits og ára muna líka eftir honum í markmannsgalla FH og Tindastóls, fyrir, ja, nokkrum árum skulum við segja. Manchester United er í uppáhaldi hjá kappanum og er hann nokkuð sáttur við gengi liðsins í dag.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira