feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.05.2021
kl. 09.00
Það var kunngjört sl. mánudag hverjir sæktust eftir kjöri á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og kom þá í ljós að tveir þeirra níu sem það gerðu búa á Norðurlandi vestra. Annar þeirra er sr. Magnús Magnússon á Hvammstanga en hinn Teitur Björn Einarsson. Feykir hafði spurnir af því að Teitur og hans kona, Margrét Gísladóttir, frá Glaumbæ, væru búin að vera búsett í Skagafirði í um ár og bæði komu með störfin með sér úr höfuðborginni. Margrét sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda en Teitur er lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þau búa í Geldingaholti 3 á Langholti ásamt drengjunum sínum tveimur, Gísla Torfa 4 ára og Einari Garðari 2 ára. Feykir sendi Teiti nokkrar spurningar sem hann snaraði sér í að svara.
Meira