Skagafjörður

NFNV býður í bílabíó

Nemendafélag FNV býður almenningi í bílabíó í kvöld, fimmtudaginn 18. mars, kl. 23:00 en sýnd verður uppsetning nemendafélagsins á leikritinu Footloose sem sett var á svið fyrir skömmu í Bifröst. Sýningin verður á suðurvegg Fisk Seafood á Sauðárkróki og er aðgangur ókeypis.
Meira

Viltu njóta fræðslu í öflugu félagi?

U3A eða háskóli þriðja æviskeiðsins eru alþjóðleg samtök fólks sem komið er yfir miðjan aldur eða 50+. Samtökin eru aðili að alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er til í 30-40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima. Áhersla er á virkni og fræðslu til að viðhalda og efla andlega og líkamlega heilsu. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku og engin próf eru tekin.
Meira

Svartþrestir bárust til Norðurlands með óveðri síðustu viku

Svo virðist vera sem lægðin, er skall á landið fyrir helgi, hafi gripið með sér fjölda farfugla sem væntanlega hafa verið á leið yfir Norðursjó milli Bretlandseyja, Danmerkur og Noregs, og beint þeim til landsins. Sagt er á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra að sennilegast hafi fuglarnir í fyrstu borist langt í norður og svo smám saman rangsælis um lægðarmiðjuna frá norðri til vesturs og svo aftur til suðurs upp að norðurströnd Íslands. Margir þeirra enduðu á Norðurlandi vestra.
Meira

Guðjón S. Brjánsson gefur ekki kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef setið á Alþingi Íslendinga frá alþingiskosningunum 2016 fyrir Samfylkinguna – Jafnaðarmannaflokk Íslands í Norðvesturkjördæmi. Á þeim tíma hef setið sem 1. varaforseti Alþingis og unnið í allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd ásamt því að hafa verið formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
Meira

Erfitt að sækja sjóinn í síðustu viku

Það var rólegt á miðunum í síðustu viku enda sóttu fáir sjóinn. Það héldu margir að vorið væri komið en þó það styttist óðfluga í það þá minnti vetur konungur allhressilega á sig seinni part vikunnar og var því aðeins hægt að sækja sjóinn í byrjun síðustu viku.
Meira

Rakel og Harri Karlson – Leiðari Feykis

Mörg ævintýrin hafa skemmt fólki um allan heim í gegnum aldirnar og ekki síst um hinar ýmsu almúgastúlkur sem á endanum giftust konungsonum eftir ýmis misalvarleg atvik. Nærtækt dæmi er ævintýrið um Öskubusku sem átti fremur leiðigjarna ættingja er lögðu hana í grimmt einelti. En eins og í góðu ævintýri höguðu örlögin því þannig að hún kynntist prinsinum fagra að endingu og þau lifðu hamingjusöm upp frá því.
Meira

Söguleg endurkoma Jóhanns Björns á hlaupabrautina

„Geggjað að mæta aftur á brautina, upp upp og áfram!“ skrifar Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttakappi, á Facebooksíðu sína eftir frægðarför í Laugardalshöll um síðustu helgi. Þar fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum og allt fremsta keppnisfólk landsins meðal þátttakenda.
Meira

Öllum skylt að sótthreinsa hendur áður en matur er sóttur á hlaðborðið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og byggja í meginatriðum á tillögum sóttvarnalæknis sem fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Þá eru einnig gerðar ríkari kröfur til sóttvarnaráðstafana þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Meira

Grískur matarþáttur

Matgæðingur í tbl 44, 2020 var Rakel Sunna Pétursdóttir. Hún er ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið Þórukoti í Víðidal. Rakel Sunna býr núna í Reykjavík með kærastanum sínum og litla bróður en þar stundar hún nám við snyrtifræðibraut Fjölbrautaskóla Breiðholts.
Meira

Bar tvílembingum í miðjum vorrúningi

Í miðjum vorrúningi á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði í gær tók ein vinkonan upp á því að bera tvílembingum þrátt fyrir að ekki sé alveg komið að sauðburði enn þá. „Ekki alveg planað en náttúran finnur sinn farveg,“ sagði Hjörtur Geirmundsson um nýjustu viðbótina í fjárhópinn á búinu.
Meira