Skagafjörður

Klakkur vekur mikla athygli í gömlu heimahöfninni

Töluverð umferð hefur verið við Sauðárkrókshöfn að undanförnu og segir á heimasíðu Skagafjarðarhafna að auk skipa Fisk Seafood hafi Klakkur ÍS-903 lagt að bryggju á Króknum en hann veiðir nú rækju fyrir Dögun. Hjá smábátunum hefur verið mokveiði af grásleppu þar sem af er vertíðinni. Um miðjan mánuðinn kom svo hvert gámaskipið eftir annað með ýmsan varning svo lá við umferðaröngþveiti við hafnarkjaftinn.
Meira

Bókin Stóraborg eftir Þórð Tómasson komin út

Stóraborg, staður mannlífs og menningar kom í verslanir í gær sem er jafnframt afmælisdagur höfundar en hann varð þá hundrað. Fyrir hálfri öld tók brim að brjóta niður hinn forna bæjarhól Stóruborgar undir Eyjafjöllum og afhjúpaði um leið minjar um aldalanga búsetu.
Meira

Fækkun veiðidaga á grásleppunni

Nú eru þrjár vikur síðan fyrsti báturinn skráði sig inn á grásleppuveiðarnar hér á Norðurlandi vestra og eins og áður hefur komið fram er mjög góð veiði en verðið ekki til að hrópa húrra fyrir en þrátt fyrir það eru nú átján bátar á veiðum.
Meira

Stórfurðuleg Sæluvika - Leiðari Feykis

Hvort sem þú trúir því eða ekki þá er Sæluvika. Hvað getur maður annað sagt en helvítis kóvid. Vegna þess er vikan vængstýfð á báðum og stélið rytjulegt svo engu flugi er náð, því miður. En í stað þess að snúa kvikindið úr hálsliðnum er reynt að halda smá lífsmarki með sjúklingnum með von um bata að ári. Það er virðingavert. Finna má nokkrar uppákomur á Króknum í tilefni menningarvikunnar en flest atriði eru rafræn í ár og ná vonandi að létta fólki lundina og brjóta upp hversdaginn. Hvet ég alla til að kynna sér hvað í boði er.
Meira

Atli Jónasson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Tindastóls

Atli Jónasson hefur verið ráðinn til starfa hjá Knattspyrnudeild Tindastóls en hann kemur til félagsins frá Stjörnunni. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Atli muni verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla auk þess að gegna hlutverki yfirþjálfara yngra flokka félagsins og þjálfa 3. og 4. flokk karla.
Meira

Handverkshátíð með óhefðbundnu sniði og í samstarfi við Matarstíg Helga magra

Stjórn og aðstandendur Handverkshátíðar, sem fram fer á Hrafnagili i Eyjafjarðarsveit, hefur tekið ákvörðun um að hátíðin muni fara fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna óvissu um áhrif heimsfaraldurs. Handverkshátíð og Matarstígur Helga magra hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit.
Meira

Engar sóttvarnatakmarkanir í lok júní

Heilbrigðisráðuneytið kynnti í gær áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt.
Meira

Markaðsstofa Norðurlands semur við SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu

Í dag var undirritaður samningur Markaðsstofu Norðurlands og landshlutasamtakanna SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu. Þar með lýkur ferli sem hefur staðið yfir formlega allt frá árinu 2017 þegar hafinn var undirbúningur að gerð fyrstu áfangastaðaáætlana svæðanna. Þó má segja að ferli hafi í raun hafist árið 2015 þegar Markaðsstofur landshlutanna settu fram stefnu um að fá skýrari tengingu við stjórnvöld ferðamála, skilgreind hlutverk og öfluga fjármögnun til lengri tíma.
Meira

Höldum áfram að fara varlega

Covid-19 hefur enn klærnar í samfélaginu þó vel gangi að bólusetja landsmenn. Nokkur hópsmit hafa að undanförnu verið mikið í fréttum og nú síðast hefur athyglin beinst að Þorlákshöfn. Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu sl. sunnudag og eflaust hafa einhverjir í ljósi síðustu frétta velt fyrir sér hvort smit hafi mögulega borist norður yfir heiðar. Stefán Vagn Stefánsson, formaður Almannavarnateymis Norðurlands vestra, segir ekki vitað um neina tengingu á milli hópsmitsins og leikmannahóps Þórs og því ekki ástæða til ótta. „Hinsvegar er alltaf möguleiki á smiti burtséð frá þessu og því mikilvægt að fara varlega og fylgja fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki.
Meira

Íbishóll lið kvöldsins í slaktaumatölti

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum þann 21. apríl sl. Guðmar Freyr Magnússon og Glymjandi frá Íbishóli sigruðu með einkunnina 7.71 og fleiri fjaðrir fóru í hatta Íbishólsliðsins sem sigraði liðakeppnina eftir keppni kvöldsins.
Meira