Skagafjörður

25,4 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður opinberaði fyrir helgi styrkveitingar sínar fyrir árið 2021 en fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei verið fleiri. Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að að veittir hafi verið alls 240 styrkir, samtals 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Alls fengu 20 verkefni á Norðurlands vestra 25,4 milljónir króna.
Meira

Billegur áróður þingmanns Samfylkingarinnar

Nú í aðdraganda alþingiskosninga er kunnuglegt stef farið að hljóma úr ranni vinstriflokkanna gegn íslenskum sjávarútvegi. Aðförin að greininni, og þar með lífsviðurværi mörg þúsund Íslendinga landið um kring, byggir á því að þjóðin fái ekki nægjanlega mikið í sinn hlut af arði fiskveiðiauðlindarinnar. Á þeim nótum var grein Guðjóns S Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hann birti í héraðsmiðlum Norðvesturkjördæmis í síðustu viku.
Meira

Leit Fuglaverndar að Fugli ársins 2021 er hafin!

Fuglar eru hluti af daglegu lífi fólks, flestir eiga sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verður sigurvegarinn kynntur með fjaðrafoki og látum á sumardaginn fyrsta.
Meira

Framfarir hjá Stólastúlkum en tap gegn ÍR staðreynd

Tindastóll og ÍR mættust í Síkinu í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. ÍR hafði fyrir skömmu síðan unnið Stólastúlkur með næstum því helmingsmun en nú mætti lið Tindastóls ákveðið til leiks og þrátt fyrir að í liðið vantaði bæði Marín Lind og Ingu Sólveigu þá varð leikurinn hörkuspennandi. Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá varð þriðji leikhlutinn heimastúlkum að falli að þessu sinni og ÍR fór heim með stigin tvö. Lokatölur 53-69.
Meira

Gönguhópur Blönduóss á Spákonufell

„Gönguhópur Blönduóss er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur,“ segir Róbert Daníel Jónsson, annar forsprakki hópsins. Hann segir að ekki sé boðið upp á skipulagða leiðsögn í þessum göngum, en allir hvattir til að deila fróðleik sem þeir búa yfir.
Meira

Horfðu á HM veðurtepptir í Drangey :: Liðið mitt Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson héraðsdómari á Sauðárkróki fékk áskorun frá Hrafnhildi Guðnadóttur að svara nokkrum laufléttum spurningum í þættinum Liðinu mínu hér í Feyki og tók hann því vel. Halldór hefur verið öflugur í starfsemi körfuknattleiksdeildar Tindastóls í gegnum árin en þeir sem komnir eru til vits og ára muna líka eftir honum í markmannsgalla FH og Tindastóls, fyrir, ja, nokkrum árum skulum við segja. Manchester United er í uppáhaldi hjá kappanum og er hann nokkuð sáttur við gengi liðsins í dag.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira

Tomsick tók yfir í sigurleik Tindastóls í Ljónagryfjunni

Það var enginn ballett dansaður í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld þegar Njarðvík og Tindastóll leiddu hálf lemstruð og taugastrekkt lið sín til leiks. Það var mikið undir hjá liðunum en þau hafa ekki verið að safna stigum að undanförnu og falldraugurinn farinn að anda ofan í hálsmál beggja. Leikurinn var sveiflukenndur en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem fór heim með stigin eftir trylltan og villtan dans Nicks Tomsick í fjórða leikhluta. Lokatölur 74-77.
Meira

Fljót í Skagafirði :: Áskorendapenninn Björn Z. Ásgrímsson - Fljótamaður og Siglfirðingur

Fljótin eru útvörður Skagfirska efnahagssvæðisins í austri. Fyrr á öldum og allt fram til ársins 1898 var þetta einn hreppur, ýmist nefndur Fljótahreppur eða Holtshreppur, og talinn með stærri hreppum landsins. Vesturmörkin voru við Stafá og austurmörkin við Sauðanes. Með konungstilskipun 1826 voru austurmörkin færð að Almenningsnöf í landi Hrauna. Sú landfræðilega afmörkun Fljóta til austurs og vesturs hefur haldist þannig síðan.
Meira

Enn eru samningar við bændur sem fengu riðu á bú sín í haust ófrágengnir

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi, beindi í gær spurningum til landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma Alþingis um stöðu á samningum við þá bændur í Skagafirði sem þurftu að skera niður vegna riðu sl. haust og hver staðan væri við endurskoðun reglugerðar þar að lútandi, en ráðherra boðaði endurskoðun á reglugerðinni fyrir nokkru síðan. Að sögn Kristjáns Þórs eru samningar langt komnir.
Meira