Skagafjörður

Landbúnaður á Íslandi eykur framleiðni og minnkar losun til muna

Umhverfisstofnun skilaði skýrslu sinni til Loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna (UNFCCC) á dögunum. Heildarlosun sem telst á beinni ábyrgð Íslands dregst saman um 2,1% ef landnotkun er skilin frá og 1% ef að landnotkun er tekin með. Losun á beinni ábyrgð Íslands er sú losun sem íslensk stjórnvöld munu þurfa að gera upp gagnvart skuldbindingatímabili Parísarsamkomulagsins.
Meira

Feykissýning í tilefni 40 ára afmælis hefur opnað í Safnahúsinu

Í apríl varð héraðsfréttablaðið Feykir 40 ára og var til dæmis haldið upp á tímamótin með útgáfu afmælisblaðs. Nú hefur verið opnuð dálítil afmælissýning í Safnahúsi Skagfirðinga og er sýnt á báðum hæðum. Um er að ræða upprifjanir á minnisstæðum fréttum nokkurra þeirra aðila sem að blaðinu hafa komið í gegnum tíðina. Sýningin er hluti af dagskrá Sæluviku Skagfirðinga sem nú stendur yfir.
Meira

Vel heppnað Snocross-mót í Tindastólnum

Snocross-mót fóru fram á skíðasvæðinu í Tindastóli nú um helgina og var keppt bæði laugardag og sunnudag. Mótshald tókst vel en aðstæður voru fínar á laugardag en þoka setti strik í reikninginn á sunnudegi. Það var Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar sem hélt mótið með góðri aðstoð frá sleðaköppum frá Akureyri.
Meira

Aukatónleikar á Skagfirska tóna

Nú er nánast uppselt á tónleikana Skagfirskir tónar sem Hulda Jónasdóttir stendur fyrir næsta laugardagskvöld á Gránu Bistro á Sauðárkróki en þar verða flutt lög eftir skagfirskar tónlistarkonur. Því hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika sama dag kl 17. Hulda segir fólk hafa tekið vel í smá upplyftingu í lok Sæluviku og aðeins séu örfáir miðar eftir. Segir hún að félagar í Félagi eldri borgara í Skagafirði fái 50 % afslátt af miðaverðinu á þá tónleika svo það er um að gera að bregðast skjótt við og tryggja sér miða.
Meira

Stál í stál í Síkinu en sigurinn var Stólanna

Eitt af toppliðum Dominos-deildarinnar í körfubolta, Þór Þorlákshöfn, mætti í Síkið í gærkvöldi og spilaði við lið Tindastóls sem hefur verið að rétta úr kútnum eftir strembinn vetur. Vanalega eru viðureignir þessara liða fyrir spennufíkla og það varð engin breytinig á því í gær því úrslitin réðust þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá tók Flenard Whitfield einu vítaskot sín í leiknum og tryggði Tindastólsmönnum sigurinn eins og að drekka vatn. Lokatölur 92-91.
Meira

Vatnslaust í hluta útbæjar Sauðárkróks

Í dag verður unnið við heimtaugar á Suðurgötu, Hliðarstíg, Skógargötu og Kambastíg og mun það hafa í för með sér að lokað verður fyrir rennsli á heitu og köldu vatni um tíma. Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að reiknað sé með að byrja um kl. 10 en ekki er vitað hvað verkið tekur langan tíma
Meira

Stríðinn klaufabárður

Það er eitthvað svo krúttlegt við að fylgjast með Dachshundi trítla með eiganda sínum í göngutúr um götur bæjarins að mann langar ekkert annað en að heilsa upp á þennan fallega hund sem elskar að fá athyggli og klapp. Dachshund eða langhundur eins og hann er kallaður á Íslandi var fyrst ræktaður til veiða á kanínum en varð svo vinsælt gæludýr meðal kóngafólks. Í dag er þessi tengud á meðal tíu vinsælustu hundategunda í heiminum. Þeir eru þekktir fyrir stuttar lappir og langan búk sem sumum þykir minna helst á pylsu en þrátt fyrir að vera smágerðir eru þeir mjög kraftalega vaxnir.
Meira

Bjarni Jónsson sigraði í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Um helgina fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, fékk flest atkvæði í fyrsta sæti en Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi oddviti listans í kjördæminu endaði í öðru sæti. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að valið hafi verið í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Meira

Allir með sitt hlutverk í framleiðslunni

Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson búa á bænum Birkihlíð í Skagafirði. Þar reka þau Birkihlíð kjötvinnslu – Brjáluðu gimbrina, í gamla fjósinu sínu, og var það nafn til sem skírskotun til ástandsins í sauðfjárræktinni. Þar eru þau búin að koma sér upp fullbúinni kjötvinnslu og eru að vinna í því að klára aðstöðu þar við hliðina þar sem verður löggilt eldhús. Einnig eru þau að vinna í því að koma sér upp lítilli búð fyrir framan kjötvinnsluna því fólk sækir mjög í að heimsækja þau til að kaupa sér kjöt í matinn.
Meira

„Tilfinning að frumsýna leikrit er alltaf mögnuð,“ segir Sigurlaug Dóra, formaður LS

Það þykir tíðindum sæta að Leikfélag Sauðárkróks skuli ekki frumsýna Sæluvikustykkið í upphafi menningarvikunnar eins og hefð er fyrir hvað þá að engin sýning verði í vikunni. Það á sér þó sínar skýringar sem kenna má sóttvarnareglum og Covid-ástandi í vetur. Feykir lagði spurningar fyrir formanninn og byrjaði á að forvitnast um ástæður þess að frumsýnt sé eftir hina eiginlegu Sæluviku.
Meira