25,4 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.03.2021
kl. 14.43
Húsafriðunarsjóður opinberaði fyrir helgi styrkveitingar sínar fyrir árið 2021 en fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei verið fleiri. Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að að veittir hafi verið alls 240 styrkir, samtals 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Alls fengu 20 verkefni á Norðurlands vestra 25,4 milljónir króna.
Meira
