Skagafjörður

Bragðmikill kjúklingaréttur og klikkuð kókosbolluterta

Þegar kólnar svona í veðri þá langar mig helst til að skríða undir teppi upp í sófa og horfa á Netflix, þegar ég kem heim úr vinnunni á virkum dögum. Þá endar kvöldmaturinn yfirleitt með því að það er eitthvert snarl í matinn, krökkunum til mikillar gleði. En um helgar er annað upp á teningnum en þá nenni ég að brasa aðeins í eldhúsinu og þá er gott að eiga nokkrar góðar uppskriftir til að matreiða.
Meira

Stormur, snjókoma og gul viðvörun

Nú er í gildi gul viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra, þar sem íbúar svæðisins mega búast við hvassviðri, stormi, snjókomu og skafrenningi. Þá er varað við versnandi akstursskilyrði en blint getur orðið einkum á fjallvegum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að á Holtavörðuheiði sé hálka og hvassviðri og vegna vinnu við Heiðarsporð er umferðarhraði lækkaður niður í 50 km/klst. og gæti komið til stuttra lokana næstu vikur.
Meira

Súrt tap suður með sjó

Stólastúlkur léku við sameinað lið Hamars/Þórs í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í gærkvöldi og þurftu sigur til að auka möguleika sína á sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Heimastúlkur þurftu sömuleiðis sigur og því útlit fyrir hörkuleik. Sú varð raunin og sérstaklega var síðari hálfleikurinn jafn og spennandi. Síðustu fjórar mínútur leiksins urðu hins vegar Stólastúlkum að falli því þá skoruðu þær ekki eitt einasta stig og lið H/Þ vann leikinn 71-60.
Meira

Verkís opnar skrifstofu á Blönduósi

Mánudaginn 1. mars síðastliðinn skrifaði Verkís verkfræðistofa undir leigusamning við Ámundakinn ehf vegna skrifstofuhúsnæðis að Húnabraut 13 á Blönduósi. Þar hefur Verkís nú þegar opnað skrifstofu og er stefnt að því að hún verði opin einu sinni í viku að jafnaði og jafnvel oftar ef þörf þykir.
Meira

Ný gata í Túnahverfi

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi 24. febrúar sl. tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja götu, Nestún, í Túnahverfinu svokallaða á Sauðárkróki. Á sama fundi var einnig samþykkt tillaga að deiluskipulagi fyrir Depla í Fljótum.
Meira

Covid-styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Skagafirði

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf. Skagafjarðar auglýsir eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er liður í viðspyrnu sveitarfélagsins vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði.
Meira

Fimmti bekkur í nýsköpun í Skagafirði

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði fór fram í síðustu viku. Allir nemendur í 5. bekk í Grunnskólanum austan Vatna, Árskóla og Varmahlíðarskóla fengu fræðslu um nýsköpun ásamt því að hanna og móta hugmyndir að nýjum uppfinningum. Nemendur hönnuðu sína hugmynd frá grunni, sumir einir og aðrir í hópum. Í framhaldi af hugmyndavinnnunni útbjuggu þeir myndband í Flipgrid sem þeir skiluðu svo inn til yfirferðar.
Meira

Keyrum þetta í gang!

Sástu leikinn í gær? Já. Hvernig var hann? Viltu góðu eða vondu fréttirnar fyrst? Góðu. Ókei, Tindastóll skoraði 99 stig. Já, flott, en vondu? Jú, KR skoraði fleiri stig og vann leikinn. Hvað er að? Það veit enginn en þetta er nú að verða orðið gott, strákarnir þurfa að fara að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara.
Meira

Mottukeppnin fær frábærar viðtökur

Nú í mars fór mottukeppnin í gang eftir fimm ára hlé og er samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu er hún í fullum gangi og fær frábærar viðtökur. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis, Skokkhóp Vals og bændurna á Gilsbúinu í Skagafirði.
Meira

Lið KF fór með sigur í fjörugum nágrannaslag

Tindastóll og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mættust í B-deild Lengjubikarsins á KS-vellinum í dag. Leikið var við skínandi fínar aðstæður en það voru gestirnir sem voru heldur sterkari aðilinn í leiknum en lið KF spilar í 2. deild en Stólarnir í þeirri þriðju. Jafnt var í hálfleik en eftir æsilegan kafla um miðjan síðari hálfleik fækkaði í liði Tindastóls og gestirnir náðu að landa sigri, 2-3.
Meira