MUSHROOM er málið hjá Sveppa - Ungur athafnamaður hannar og framleiðir fatalínu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
07.03.2021
kl. 12.31
MUSHROOM er fatamerki sem hannað er af Sverri Má Helgasyni 15 ára nemanda við Norðlingaskóla. Sverrir Már er kallaður Sveppi og nafnið á fatamerkinu MUSHROOM er komið til vegna gælunafns hans. Það sem gerir þetta verkefni áhugavert fyrir Feyki er að Sverrir á ættir sínar að rekja norður yfir heiðar en móðir hans, Valgerður Karlotta Sverrisdóttir, er brottfluttur Króksari dóttir Sverris Valla og Lottu, Karlottu Sigurðardóttur sem uppruna sinn rekur á Blönduós. Feykir forvitnaðist örlítið um Sverri og fatalínuna sem vakið hefur töluverða athygli.
Meira
