Skagafjörður

MUSHROOM er málið hjá Sveppa - Ungur athafnamaður hannar og framleiðir fatalínu

MUSHROOM er fatamerki sem hannað er af Sverri Má Helgasyni 15 ára nemanda við Norðlingaskóla. Sverrir Már er kallaður Sveppi og nafnið á fatamerkinu MUSHROOM er komið til vegna gælunafns hans. Það sem gerir þetta verkefni áhugavert fyrir Feyki er að Sverrir á ættir sínar að rekja norður yfir heiðar en móðir hans, Valgerður Karlotta Sverrisdóttir, er brottfluttur Króksari dóttir Sverris Valla og Lottu, Karlottu Sigurðardóttur sem uppruna sinn rekur á Blönduós. Feykir forvitnaðist örlítið um Sverri og fatalínuna sem vakið hefur töluverða athygli.
Meira

Markasúpa og bikarinn á loft

Það var fjör á KS-vellinum á Króknum í gær þegar kvennalið Tindastóls tók á móti liði FH í Lengjubikarnum. Leikurinn minnti svolítið á sumarið 2019 hjá Stólastúlkum, þær skoruðu helling af mörkum og fengu helling á sig en lokatölur, eftir mikla dramatík á lokamínútunum þar sem víti fór í súginn, voru 4-5 fyrir gestina. Að leik loknum fór síðan fram verðlaunaafhending vegna sigurs Tindastóls í Lengjudeildinni í fyrra.
Meira

Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.
Meira

Sannkölluð sigurstemning þegar bikarinn í Lengjubikarnum var afhentur í dag

Það var sannarlega stemning eftir annars grátlegt tap Stólastúlkna gegn FH á KS vellinum í Lengjubikarkeppninni í dag. Sannkallaður markaleikur sem endaði 4-5 fyrir gestina. En gremjan yfir því svekkelsi var fljót að hverfa þar sem bikarinn fyrir sigur í Lengjudeild síðasta árs var afhentur sigurvegurunum af Króknum í skemmtilegri athöfn stuttu eftir leik.
Meira

Mataruppskriftir sem gera gott laugardagskvöld enn betra!

Matgæðingar í tbl 38 2020 eru þau Viktor Guðmundsson og Ragna Fanney Gunnarsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Viktor er matreiðslumaður á Málmey Sk 1 og sér einnig um eldamennskuna þegar hann er í landi. Ragna er leik- og grunnskólakennari og vinnur í Árskóla. Hún hefur meira gaman af því að gera eftirréttina og sósurnar og reynir að komast af með sem minnsta eldamennsku þegar Viktor er á sjónum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Seyla á Langholti

Þetta bæjarnafn kemur mjög víða fyrir í fornum skjölum og brjefum, og er ritað með y (ekki i. Sjá Dipl. Ísl. VIII. b., bls. 231 og víðar. Dipl. Ísl. VII. b., bls. 773 og víðar). Sem bæjarheiti kemur það aðeins fyrir í Skagafjarðarsýslu, og má telja það merkilegt mjög.
Meira

Bikar Stólastúlkna loks á loft á morgun

Það verða spilaðir tveir fótboltaleikir á gervigrasinu á Króknum nú um helgina. Það verður grannaslagur á sunnudaginn þegar strákarnir taka á móti liði KF úr Fjallabyggð en á morgun, laugardaginn 6. janúar, spila Stólastúlkur við lið FH í Lengjubikarnum og að leik loknum mun liðið loks hefja á loft bikarinn fyrir sigur í Lengjudeildinni síðarliðið sumar.
Meira

188 áhorfendur mega mæta í Síkið á sunndaginn

KR-ingar mæta í Síkið á sunnudag þar sem hungraðir og stigaþyrstir heimamenn bíða eftir þeim. Þetta verður fyrsti leikurinn síðan í haust þar sem áhorfendur mega mæta á pallana en að sjálfsögðu gilda strangar reglur um sóttvarnir og panta þarf sæti í Síkinu með fyrirvara. Aðeins 188 áhorfendur mega mæta til leiks þar sem gæta þarf að tveggja metra reglunni sígildu en pallarnir í Síkinu er 376 fermetrar.
Meira

Ert þú með nikkelóþol?

Ef þú færð húðertingu undan skartgripum sem eru óekta þá eru ágætar líkur á því að þú sért einnig með óþol fyrir nikkelríkri fæðu. Já þú last rétt... það leynist nikkel í mörgum fæðutegundum sem við neytum á hverjum degi og fyrir þann sem er að taka til í mataræðinu sínu með að borða hollari fæðutegundir getur þetta óþol ruglað marga í rýminu því það leynist nikkel í mörgu sem er hollt.
Meira

Er ekki eitthvað skárra í sjónvarpinu?

Það er ekki mikil gleðin sem stuðningsmenn Tindastóls í karlakörfunni fá út úr því að horfa á liðið sitt þessa dagana. Það virðist vera djúpt á leikgleðinni og leikur liðsins er ekki beinlínis til að hrópa húrra yfir. Í gær spiluðu strákarnir gegn liði ÍR í Breiðholtinu, mikilvægur leikur og í raun ekkert annað en sigur á dagskránni. En það er því miður varla hægt að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks og heimamenn unnu þægilegan 22 stiga sigur sem var aldrei í hættu. Lokatölur voru 91-69.
Meira