Gagnrýna Umhverfisstofnun fyrir seinagang í bensínmengunarmálinu
feykir.is
Skagafjörður
17.04.2021
kl. 22.27
RÚV segir frá því að byggðarráð Skagafjarðar gagnrýni Umhverfisstofnun harðlega fyrir seinagang við rannsókn á bensínmengun á Hofósi. Þó brátt séu liðin tvö ár frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki N1 á Hofsósi, með þeim afleiðingum að fjölskylda handan götunnar varð að flytja úr húsi sínu og veitingastað við hliðina var lokað, er rannsókn enn ekki lokið. „Og ég útiloka ekki að það séu fleiri fasteignir sem hafa lent þarna undir. Og svo við, sveitarfélagið sem eigandi lóða og gatna á svæðinu, við þurfum náttúrulega að gæta okkar hagsmuna einnig,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði.
Meira
