Sigurleikur í Kjarnafæðismótinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.04.2021
kl. 23.11
Leikið var í Kjarnafæðismótinu í dag, eftir næstum tveggja mánaða pásu, en þá héldu Stólastúlkur norður á Akureyri þar sem leikið var við sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis – eða semsagt Austfirðinga. Lið Tindastóls var 4-0 yfir í hálfleik en úrslitin þegar upp var staðið öruggur 6-1 sigur og ágætis veganesti í leikinn gegn Þór/KA sem fram fer í næstu viku en það er (kannski) síðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu.
Meira
