Skagafjörður

Gillon með nýtt lag

Út er komið lagið Má ekki elska þig. Lagið er þriðja kynningarlag plötunnar „Bláturnablús“, en sú plata er í vinnslu og væntanleg síðar á árinu. Tekið er upp í Stúdíó Benmen og er upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Flytjandi:Gillon.
Meira

Átta sóttu um lögreglustjóraembættið á Norðurlandi vestra

Átta umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar 27. mars síðastliðinn. Gunnar Örn Jónsson, fráfarandi lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, flutti sig um set og var skipaður í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl. Sigurður Hólmar Kristjánsson, einn umsækjanda gegnir nú stöðunni sem settur lögreglustjóri.
Meira

Gleðilegt sumar

Að fornu voru aðeins tvær árstíðir – sumar og vetur sem skiptu árinu á milli sín. Og já - nú er komið að þeim helmingi sem sumar þekur. Í dag er sumardagurinn fyrsti. Þá var einnig forn siður að skiptast á gjöfum. Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið helsti hátíðisdagurinn minn. Og já – sama hvernig viðrar. Fyrir mér er sumarið komið – tími vonar og nýs upphafs.
Meira

Allir verða boðaðir í bólusetningu

Eftir bólusetningu á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í síðustu viku hafa hátt í þúsund manns verið bólusett með fyrri sprautu og vel á fjórða hundrað fullbólusett. Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki, segir bólusetningu ganga vel. Margir hafa samband til að forvitnast um sína stöðu en Kristrún vill benda fólki á að haft verði samband við alla þegar röðin komi að þeim.
Meira

Gleðilegt sumar

Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur. Hann er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Á WikiPedia segir að sumardaginn fyrsta beri alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.
Meira

Væri til í prívat stofutónleika á herragarði í Englandi / GÍSLI MAGNA

Að þessu sinni fékk Feykir eðalbarkann Gísla Magna (1971) til að svara Tón-lystinni. Hann býr í Reykjavík en ólst upp á Patreksfirði til fimm ára aldurs, skellti sér þá í Breiðholtið í Reykjavík. Gísli bjó svo á Króknum í rúm tvö ár upp úr 1990. „Stjúpi minn heitinn, Jóhann Svavarsson, var rafveitustjóri,“ segir Gísli.
Meira

Aðgangskort að sorphirðustöðvum?

Inga Katrín D. Magnúsdóttir, varamaður V lista í Sveitarfélaginu Skagafirði, lagði fram athyglisverða tillögu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær um aðgengi íbúa að sorphirðustöðvum í héraðinu. Sér hún fyrir sér að íbúar sem þess óska fái aðgangskort sem veiti þeim aðgengi að helstu gámum sorphirðustöðvanna, utan auglýstra opnunartíma.
Meira

Mikið um rafræna viðburði í óhefðbundinni Sæluviku

Nú er ljóst að Sæluvika Skagfirðinga verður haldin í ár en með mikið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Hefst hún næsta sunnudag 25. apríl og stendur til 1. maí. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða þá eins og gildandi samkomutakmarkanir leyfa.
Meira

Mokveiði á grásleppunni

Fyrstu vikuna voru aðeins átta bátar á Norðurlandi vestra á grásleppuveiðum en í þessari viku bættust nokkrir bátar við og eru nú alls sextán bátar á veiðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sóttvarnahlið á heiðum - Leiðari

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kóvidið hefur heldur betur haft áhrif á líf okkar undanfarin misseri, mismikið þó. Fólk hefur smitast og orðið mis alvarlega veikt, og því miður einhverjir dáið. Flestir hafa haldið sóttvarnareglur að mestu en varla alveg 100%. Það virðist samt halda ágætlega þó nú hafi blossað upp smit í borginni.
Meira