Haukur tekur við meistarflokki karla hjá Tindastóli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.03.2021
kl. 13.36
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Hauk Skúlason sem aðalþjálfara meistaraflokks karla en frá þessu er greint á heimasíðu Umf. Tindastóls. Hauki til aðstoðar verður Konráð Sigurðsson, fyrirliði mf. karla, sem mun vera spilandi aðstoðarþjálfari. Þeir Haukur og Konráð hafa stýrt æfingum liðsins það sem af er undirbúningstímabilinu og munu leiða liðið í baráttunni í 3.deildinni í sumar.
Meira
