Skagafjörður

Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði

Í starfi mínu í bæjarstjórn Vesturbyggðar er mér tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra. Hvers vegna? Segja má að umræða um mál tengd innviðum sé algeng í mínu nærumhverfi þar sem hnignun hafði verið viðvarandi um nokkurt skeið í sveitarfélaginu. Það sem gerist við slíkar aðstæður er að innviðir fúna.
Meira

Æfingar hafnar að nýju hjá Skákfélagi Sauðárkróks

Síðastliðið miðvikudagskvöld hófust skákæfingar að nýju hjá Skákfélagi Sauðárkróks eftir nærri árshlé. Á heimasíðu félagsins kemur fram að reynt hafi verið að byrja sl. haust þegar Covid-reglurnar voru mildastar en aðeins náðist að halda úti tvær æfingar sem fleiri en einn þátttakandi mætti á.
Meira

MS gert að greiða 480 milljónir í ríkissjóð

Í gær kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Mjólkursamsölunnar ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu þar sem deilt var um hvort MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja hrámjólk til vinnslu mjólkurafurða á hærra verði til keppinauta en til eigin framleiðsludeildar og tengdra aðila. Á heimasíðu réttarins segir að í dómnum hafi verið talið að MS hefði verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði og var Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Mjólkursamsölunnar ehf.
Meira

Öllum boðið í súpu á Mælifelli

Á morgun 5. mars milli klukkan 12 og 15 er öllum, sem tök hafa á, boðið að koma á veitingastaðinn Mælifell við Aðalgötu 7 á Sauðárkróki og þiggja íslenska kjötsúpu eða íslenska fiskisúpu á meðan birgðir endast. Gestum er jafnframt boðið að skoða nýja veislusalinn og framreiðslueldhúsið en gæta þarf þess að virða fjarlægðarmörk, grímuskyldu og sóttvarnarskilyrði.
Meira

Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn

Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.
Meira

Tvö í Skagafirði fengu verðlaun úr eldvarnaátaki

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land í lok nóvember ár hvert en þá heimsækja slökkviliðsmenn börn í 3. bekk grunnskóla landsins og fræða þau um eldvarnir. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í eldvarnagetraun og nú á dögunum fengu tvö börn í Skagafirði viðurkenningar vegna átaksins.
Meira

Forræðishyggja fortíðarinnar – Leiðari Feykis

Eftir marga magra Covid-mánuði í leikhúsum á Norðurlandi vestra setti Nemendafélag Fjölbrautaskólans loks upp sýningu í Bifröst, sem tókst í alla staði vel. Sagan er nokkuð klisjukennd en varð fræg í bíómynd frá árinu 1984 og kallast Footloose upp á enskuna. Ég veit svosem ekki hvort eða hvernig myndin hefur verið þýdd á okkar ásthýra mál en mér dettur í hug Fótafimi eða Lappalausung eða kannski bara í anda þess tíma Dansandi grallaraspóar.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks af stað með frumsamið leikrit

Nú blæs Leikfélag Sauðárkróks í herlúðra og kallar til fyrsta fundar í kvöld vegna Sæluvikuleikrits þetta árið og boðar alla áhugasama að mæta. Vegna Covid varð LS að fresta uppsetningu fyrir ári en nú á að reyna á ný að heimsfrumsýna leikritið Á frívaktinni eftir Pétur Guðjónsson sem jafnframt leikstýrir. Í leikritinu eru þekkt sjómannalög og segir á skemmtilegan hátt frá lífinu í litlu sjávarplássi úti á landi.
Meira

Öflug samvinna um farsæld barna

Þessa dagana er til umfjöllunar í velferðarnefnd frumvarp frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með fylgir frumvarp um stofnun Barna- og fjölskyldustofu og frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Meira

Rektorinn kvartaði undan hávaða og graðhestamúsík / PÉTUR INGI

Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari með meiru, er árgangur 1970 og hefur gaman að tónlist. „Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Björns Sverrissonar og Helgu Sigurbjörnsdóttur. Bjó lengst af á Skagfirðringabraut 39 og var þeirra gæfu aðnjótandi að fá reglulega spólumix frá félaga Óla Arnari,“ segir Pétur.
Meira