Skagafjörður

Equinics er fjórða liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Enn magnast spennan fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum 2021 en fjórða liðið sem kynnt er til leiks er lið Equinics. Liðstjóri þess er hin kynngimagnaða keppniskona Artemisia Bertus á Nautabúi í Hjaltadal. Hún hefur náð góðum árangri á keppnisvellinum í gegnum tíðina, er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og stundar tamningar og þjálfun á búi sínu.
Meira

Ísak Óli varð Íslandsmeistari í sjöþraut í dag

Á síðu Frjálsíþróttasambands Íslands segir frá því að Ísak Óli Traustason, UMSS, hafi sigrað í sjöþrautarkeppninni á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem lauk í Laugardalshölinni í dag. Ísak Óli, sem kjörinn var Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn nú um áramótin, átti frábæra þraut og hlaut 5355 stig sem færði honum gullið en var einnig persónuleg bæting.
Meira

Úr fortíðinni :: Hrakfarir séra Friðriks Friðrikssonar og annarra skólapilta að norðan - Hrepptu hið versta ferðaveður

Í bók séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsfrömuðar og stofnanda KFUM, Undirbúningsárin sem kom út árið 1928, er ítarleg ferðasaga Friðriks úr Skagafirði, þar sem hann bjó og starfaði á sumrum, og til Reykjavíkur þar sem hann stundaði nám. Kom hann við hjá vinafólki á Kornsá í Austur-Húnavatnssýslu en þeir Björn og Ágúst bróðir hans, Lárussynir Blöndal, voru miklir mátar og urðu þeim samferða ásamt öðrum. Hrepptu þeir veður vond og var ferðin söguleg sökum hrakfara og vosbúðar. Við grípum niður á bls. 54 þar sem Friðrik er mættur á sýslumannssetrið á tilsettum tíma, stuttu fyrir aldamótin 1900. Millifyrirsagnir eru Feykis.
Meira

Legsteinn Sigurðanna tveggja - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Ýmsir sérkennilegir og sérstakir gripir hafa rekið á fjörur Byggðasafnsins í gegnum tíðina. Á dögunum fengum við í hendurnar fulltrúa hluta sem eru heldur fátíðir á söfnum landsins, en gripurinn sem um ræðir er legsteinn. Þegar hlutir eru gefnir til safnsins þarf að meta virði þeirra í sögulegum eða fagurfræðilegum skilningi og ákveða svo hvort og hvernig skuli varðveita þá. Þá þarf oft að leggjast í nokkra rannsóknarvinnu til að kynnast sögu þeirra og eigendum og legsteinninn var þar engin undantekning.
Meira

Tap Stólastúlkna gegn liði Ármanns

Leikið var í 1. deild kvenna í körfubolta í gær og fór lið Tindastóls í Kennaraháskólann þar sem þær mættu liði Ármanns. Heimastúlkur náðu yfirhöndinni snemma í leiknum og unnu öruggan sigur þrátt fyrir ágætan endasprett Stólastúlkna. Lokatölur voru 59-52.
Meira

Grenvíkingar höfðu betur á Króknum

Það var leikinn fótbolti á Sauðárkróksvelli í gær, 20. febrúar, þegar karlalið Tindastóls og Magna frá Grenivík mættust í þriðja riðli B-deildar Lengjubikarsins. Leikið var í ágætu veðri en vindurinn lét lítið fara fyrir sér, eitthvað dropaði en gervigrasið var fagurgrænt. Það voru þó gestirnir sem höfðu betur þegar upp var staðið, skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Meira

Lífið í Danmörku snýst um að njóta

Linda Þórdís B. Róbertsdóttir segir að þessu sinni frá degi í lífi brottflutts en hún stundar nú nám í arkitektúr við Arkitektaskólann í Árhúsum í Danmörku. Hún er Króksari, dóttir Róberts Óttarssonar, bakarameistara, og Selmu Barðdal Reynisdóttur, fræðslustjóra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Lindu er margt til lista lagt en hún varð til að mynda snemma efnileg í körfunni og var valin í U15-U20 landslið Íslands og svo var hún líka flink á kontrabassann.
Meira

Humar, grillaður lax og panna cotta

Matgæðingar vikunnar í 48. og síðasta tölublaði ársins 2018 voru þau Gestur Sigurjónsson og Erna Nielsen á Sauðárkróki. „Á okkar heimili er oftast eldað hratt í miklum látum og hversdagsmatur er iðulega á matseðlinum. Okkur finnst báðum skemmtilegt að elda og þegar tækifæri gefst þá finnst okkur afar skemmtilegt að gera tilraunir í eldhúsinu.“
Meira

Takkaskórnir of gamlir og rykugir fyrir Pepsi Max - Liðið mitt Hrafnhildur Guðnadóttir

Hrafnhildur Guðnadóttir, eða Rabbý eins og hún er ævinlega kölluð, hefur reynt ýmislegt á knattspyrnuvellinum. Barnsskónum sleit hún á Siglufirði og sparkaði fótbolta í gríð og erg fyrir KS í yngri flokkum en aðeins 16 ára gömul var hún farin að leika í efstu deild með sameiginlegu liði Þórs Ak., KA og KS áður en hún kom á Krókinn og lék með Stólum nokkur tímabil þar til hún munstraði sig árið 2009 í Pepsi-deildarlið KR. Þar lék hún sjö leiki og skoraði eitt mark. Ferilinn endaði hún svo í liði Tindastóls árið 2011, þá búinn að leika 96 leiki með þessum þremur liðum. Það er því ekkert undarlegt að hún hafi fengið spurningu í síðasta þætti hvort hún ætli að taka þátt í Pepsi Max ævintýri Tindastóls þetta tímabilið. Rabbý býr á Sauðárkróki og starfar sem hársnyrtir.
Meira

Fórnarlömb eigin velgengni – Leiðari Feykis

Ekkert varð af bólusetningarannsókn Pfizer sem margir Íslendingar vonuðust eftir, og jafnvel margir svo vissir að væri á leiðinni, að hlutabréf í Icelandair hækkuðu í verði allt fram á þá stund er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Íslendinga fórnarlömb eigin velgengni. Og líklega rataðist honum rétt orð í munn því ekki var hægt að réttlæta bólusetningu heillar þjóðar í rannsóknarskini sem ekki væri útsmituð.
Meira