Skagafjörður

Rekstrarleyfi fiskeldis endurnýjuð til tveggja aðila í Hjaltadal

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi til tveggja aðila vegna fiskeldis í Hjaltadal í Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Háskólann á Hólum og hins vegar Öggur á Kjarvalsstöðum sem er skammt utan Hólastaðar. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 2. nóvember 2020 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. nóvember 2020.
Meira

Fjögur efnileg valin til þátttöku í úrtaksæfingum hjá KSÍ

Síðastliðinn laugardag fóru fram úrtaksæfingar Knattspyrnusambands Íslands hjá leikmönnum liða af Norðurlandi. Það voru leikmenn fæddir árið 2005 sem komu til greina og voru fjórir ungir og efnilegir leikmenn frá Tindastóli valdir til æfiinga, þrjár stúlkur og einn piltur.
Meira

Háspennulína slitnaði og lá yfir Hringveg 1 í Vestur Húnavatnssýslu

Búið er að opna Hringveg (1) á ný milli Miðfjarðar og Víðidals en honum var lokað um tíma í morgun þar sem háspennulína hafði slitnað og lá yfir veginn. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að veginum verður lokað á ný í stutta stund þegar líða tekur á morguninn meðan rafmagnslínan sem nú er ótengd verður tengd á ný.
Meira

Erfitt gegn Þór/KA í fyrsta leik Lengjubikarsins

Tindastóll heimsótti lið Þórs/KA í Bogann á Akureyri í gær en um var að ræða innbyrðisviðureign Norðurlands- liðanna sem þátt taka í Lengjubikarnum. Því miður gáfu stelpurnar Akureyringum væna forystu í byrjun leiks og lentu því í því að elta leikinn nánast frá blábyrjun. Stelpurnar lögðu þó ekki árar í bát og náðu að skora tvö mörk í leiknum en lokatölur voru 5-2.
Meira

Fjármagna kaup á leiðsöguhundi með sölu á dagatali - Stuðningur til sjálfstæðis!

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson vekur athygli á Facebooksíðu sinni hve erfitt það er fyrir blinda að eignast leiðsöguhunda en þeir geta verið besta hjálpin hjá þeim sem þurfa. Fyrir rúmu ári sótti hann um hund en Blindrafélagið hefur einungis fjármagn til að kaupa tvo hunda á ári og 18 eru á biðlista. Hann segir að þegar hann var sex ára hafi hann fengið að kynnast hvíta stafnum og notkun hans en að nota þannig prik sé ekki bara að ganga um og „dingla honum hingað og þangað“, eins og hann segir sjálfur heldur krefst notkun hans mikillar færni í daglegu umferli blinds einstaklings. Í gegnum stafinn skynjar hann t.d. kanta, tröppur, staura, alls konar undirlag og ekki síst gangandi fólk.
Meira

ÍR liðið áfram taplaust eftir öruggan sigur á Stólastúlkum

ÍR átti ekki í vandræðum með Stólastúlkur þegar liðin mættust í Seljaskóla í gær. Fyrir leikinn var lið Breiðhyltinga taplaust í efsta sæti 1. deildarinnar og þær bættu sjöunda sigrinum við en úrslitin réðust í öðrum leikhluta þegar þær mokuðu yfir gestina og unnu leikhlutann 21-2. Lokatölur leiksins voru hins vegar 66-38.
Meira

Opið hús hjá Verðanda endurnýtingarmiðstöð

Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi hafði nýverið opið hús þar sem áhugasamir gestir gátu litið við og séð hvernig þær Verðandakonur, Solveig Pétursdóttir og Þuríður Helga Jónasdóttir, hafa komið sér fyrir í litla húsinu Þangstöðum sem þær fengu afhent fyrir rétt rúmu ári síðan. Þar hafa þær útbúið aðstöðu til að taka á móti og endurbæta eða endurvinna hvers kyns hluti sem þjónað hafa hlutverki sínu hjá fyrri eigendum en gætu gengið í endurnýjun lífdaga í þeirra höndum. Einnig bjóða þær upp á aðstöðu og tæki fyrir þá sem vilja koma og dytta að gömlum munum eða skapa eitthvað nýtt. Verkfærasafn þeirra er smám saman að stækka en þær segjast taka með ánægju á móti smíða- og saumaáhöldum ef fólk þarf að rýma til í geymslunni.
Meira

Mottumars: Einn fyrir alla allir fyrir einn

Nú styttist í Mottumars, árlega vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Í ár endurvekjum við Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.
Meira

Partýréttir sem aldrei klikka

Það voru þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd sem sáu um matarþátt Feykis í 47. tbl. Feykis í desember árið 2018. Þau gáfu lesendum uppskriftir að nokkrum partýréttum sem klikka aldrei. „Fyrsti rétturinn er frá Maju vinkonu,“ sagði Hrefna Dögg, „ég smakkaði hann fyrst þegar ég var hjá henni á áramótunum og tengi ég hann því alltaf við áramótin. Þetta er fljótlegt og ofureinfalt og er gert við hvert tækifæri hjá okkur.“
Meira

„Þeir hafa alltaf náð að vinna vel saman“

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með meiru, hefur haft í nógu að snúast síðasta árið. Hann er Króksari í húð og hár, fæddur 1972, yngstur þriggja systkina og alinn upp í Suðurgötunni, sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, eða bara Lillu Stebba og Stebba Dýllu eins og þau voru kölluð á Króknum. Knattspyrnuáhuginn var fyrirferðarmikill frá fyrstu tíð og Stefán Vagn fór vanalega um bæinn á sínum yngri árum með markmannshanskana á lofti – í Tindastólsgallanum að sjálfsögðu – og endaði sem aðalmarkvörður hjá Tindastóli.
Meira