Skagafjörður

Slæmur skellur gegn sprækum Njarðvíkurstúlkum

Lið Njarðvíkur er að spila hvað best liðanna í 1. deild kvenna og þær reyndust allt of sterkar fyrir lið Tindastóls sem heimsætti gossvæðið suður með sjó í gær. Stólastúlkur sáu ekki til sólar í fyrri hálleik en í hálfleik var dagskráin búin, staðan 47-16. Heldur náðu gestirnir að stíga betur á móti í síðari hálfleik en það dugði skammt að þessu sinni. Lokatölur 94-42.
Meira

Tap gegn Íslandsmeisturum Blika

Kvennalið Tindastóls í fótboltanum mætti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í hádeginu í gær en spilað var í Kópavogi. Það kom svo sem ekki á óvart að meistaraliðið var töluvert sterkara liðið í leiknum en eftir erfiða byrjun í leiknum náðu Stólastúlkur áttum og vörðust ágætlega í síðari hálfleik. Lokatölur voru 4-1 fyrir Breiðablik.
Meira

Stefán Vagn Stefánsson efstur Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi

Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmivestra lauk í gærkvöldi en tíu aðilar gáfu kost á sér í póstkosningunni. Kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögreglumaður á Sauðárkróki, hlaut flest atkvæði.
Meira

Magnús Davíð Norðdahl efstur í prófkjöri Pírata Norðvesturkjördæmis

Prófkjöri Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmum lauk klukkan 16 í dag. Kosningin var rafræn og greiddu rúmlega 280 manns atkvæði í því fyrrnefnda, þar sem sjö voru í framboði, og 400 í Norðvesturkjördæmi þar sem sex frambjóðendur sóttust eftir efstu sætunum. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður í Reykjavík, leiðir lista Norðvestur.
Meira

Stólar leika gegn Breiðabliki

Stólastelpur leika nú við stöllur sínar í Breiðablik á Kópavogsvellinum í Lengjubikar kvenna 2021. Leikurinn hófst kl. 13 og þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður er staðan 2-0 fyrir heimastúlkur.
Meira

Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi

Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í Gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti í gær keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar gær annað mótið í röð.
Meira

Svínakjötspottréttur og kladdkaka með Rolokremi

Matgæðingur vikunnar í tbl 47, 2020 var Margrét Petra Ragnarsdóttir, dóttir Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur og Ragnars Péturs Péturssonar. Margrét er því Króksari í húð og hár þó hún hafi tekið nokkrar pásur frá firðinum fagra í gegnum lífsævina en í dag býr hún á Hólum í Hjaltadal ásamt Sveini Rúnari Gunnarssyni og tveimur dætrum, þeim Emmu Dallilju og Viktoríu Rún.
Meira

Þrír lykilmenn skrifa undir hjá Tindastól

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur samið við þrjá lykilmenn fyrir átökin í 3. deild Íslandsmótsins í sumar. Þetta eru þeir Konráð Freyr Sigurðsson, Fannar Örn Kolbeinsson og Sverrir Hrafn Friðriksson.
Meira

Átt þú von á barni ? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Aðgangur að heilbrigðisþjónustu

Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Meira

Rósirnar frá Starrastöðum bræða blómahjartað

Það er fátt sem hefur yljað manni eins mikið á þessum skringilegu tímum eins og rósirnar frá Starrastöðum. Þær eru hreint út sagt algjört æði og það sem toppar þetta allt saman er hversu vel þær standa eftir að maður kaupir sér einn til tvo vendi. Sú sem á heiðurinn að því að koma þessum fallegu rósum á markað er hún María Ingiríður Reykdal.
Meira