Skagafjörður

Laufey Harpa valin í æfingahóp landsliðsins

Nýr landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Þorsteinn H. Halldórsson, hefur valið 26 leikmenn til að taka þátt í æfingum í næstu viku en allar stúlkurnar í hópnum leika á Íslandi. Einn leikmaður úr liði Tindastóls er í hópnum, Laufey Harpa Halldórsdóttir, en að öllum líkindum er hún fyrsti meistaraflokksleikmaðurinn sem er valinn í æfingahóp landsliðsins sem leikmaður Tindastóls.
Meira

Menntun og almúginn

Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði?
Meira

Feykir kominn í rafrænt form

Rafrænn Feykir er nú fáanlegur í áskrift á netinu og hægt að velja um þrjár áskriftir. Í fyrsta lagi áskrift að prentútgáfunni, sem einnig gefur aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is, í öðru lagi aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is og loks rafrænn aðgangur að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inni á Feyki.is.
Meira

Lögregla og Skagfirðingasveit á rúntinn í tilefni 112 dagsins

Ellefti febrúar hefur gjarnan verið notaður til að beina athyglinni að neyðarþjónustu og almannavarna bæði hér á landi og víðar í Evrópu og nefndur Einn, einn, tveir dagurinn. Oft hefur dagurinn verið meira áberandi en í dag sem hlýtur að vera vegna Covit-áhrifa og sóttvarnareglna. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og Lögreglan á Sauðárkróki ætla í tilefni dagsins að taka rúnt um bæinn í dag.
Meira

Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Meira

Fyrsta húsið rís á Freyjugötureit

Hafin er vinna við uppbyggingu fjölbýlishúss við Freyjugötu á Sauðárkróki, hið fyrsta af mörgum ef fram fer sem horfir með uppbyggingu verktakafyrirtækisins Hrafnshóls á svokölluðum Freyjugötureit. Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um og fékk á síðasta ári úthlutað stofnframlagi f.h. húsnæðissjálfseignarstofnunar sem komið hefur verið á laggirnar, Bæjartún hses, vegna átta íbúða við Freyjugötu á Sauðárkróki en um er að ræða íbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Nýjatún ehf., sem er í eigu Hrafnshóls, er stofnandi Bæjartúns og tekur yfir öll réttindi og skyldur sveitarfélagsins gagnvart Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira

Skagafjörður í 4. sæti hamingjulistans yfir búsetuskilyrði - Ný könnun landshlutasamtaka

Sagt var frá því hér á Feyki.is í gær að Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður væru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Vífill Karlsson, annar skýrsluhöfunda, hefur tekið saman helstu niðurstöður fyrir Norðurland vestra.
Meira

VALDÍS með enn eina rós í hnappagatið

Eftir eina viku er öskudagur og þá er líklegt að Gamli Nói muni meðal annars poppa popp. Það gerir líka skagfirska söngdívan VALDÍS en hún gaf á dögunum út sitt fimmta lag, sérdeilis áheyrilegt eitís-skotið dansvænt nútímapopp, sem kallast Piece Of You.
Meira

Öðruvísi öskudagur

Nú fer að líða að skemmtilegustu dögum ársins, bollu-, sprengi- og öskudegi en samkvæmt almanakinu verða þeir í næstu viku. Eins og svo oft áður setur kórónuveirufaraldurinn strik í reikninginn og hafa Almannavarnir af þeim sökum gefið út hugmyndir að öðruvísi öskudegi. Mælt er með að haldið verði upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.
Meira

Vestmannaeyingar, Akureyringar og Eyfirðingar ánægðastir í nýrri könnun landshlutasamtaka

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum.
Meira