Tvö stig til Stólanna í sveifluleik á Egilsstöðum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.01.2021
kl. 21.51
Tindastólsmenn ráku af sér sliðruorðið í kvöld þegar þeir mættu liði Hattar á Egilsstöðum. Leikurinn var ansi kaflaskiptur og Stólarnir spiluðu síðasta stundarfjórðunginn án Shawn Glover sem fékk þá sína aðra tæknivillu. Án hans gerðu strákarnir okkar vel, juku muninn jafnt og þétt á lokakaflanum eftir áhlaup heimamanna og lönduðu mikilvægum sigri. Lokatölur voru 86-103.
Meira
