Skagafjörður

Hélt upp á Heiðubækurnar sem barn

Elsa Stefánsdóttir var gestur Bók-haldsins í 21. tölublaði síðasta árs. Þær eru ófáar bækurnar sem um hendur hennar fara en hún starfar sem bókavörður í skólabókasafninu á Hofsósi og við Hofsóssdeild Héraðsbókasafnsins. Elsa les einnig mikið og segir hún að skáldsögur verði oftast fyrir valinu þó ein og ein ævisaga slæðist með.
Meira

Tartalettur, kjúklingur í sweet chili rjómasósu og geggjaður eftirréttur

Matgæðingar í 41. tölublaði ársins 2018 voru þau Steinunn Valdís Jónsdóttir og Sigurður Ingi Ragnarsson, búsett á Sauðárkróki.  Steinunn og Sigurður eiga fjögur börn sem voru þegar þátturinn var gefinn út á aldrinum 13 - 23 ára. Þau gáfu þau okkur uppskriftir að þremur réttum sem þau sögðu fljótlegar og vinsælar hjá fjölskyldumeðlimum.
Meira

Eðalfæri í Tindastólnum

Skíðaáhugamenn gætu gert margt vitlausara en að finna fjalirnar sínar og bruna upp á skíðasvæðið í Tindastólnum en þar er nú klassa skíðafæri og opið til níu í kvöld í blússandi fínu veðri – muna samt að klæða sig vel og ekki gleyma grímunum og passa upp á sóttvarnirnar!
Meira

Startkaplar óskast á stuðlausa Stóla!

Ágætur sigur gegn Hetti sl. mánudag reyndist gefa falska von um að Stólarnir væru búnir að hysja upp um sig eftir dapurt gengi í fyrstu umferðum Dominos-deildarinnar. Í gær fóru strákarnir okkar norður á Akureyri og því miður voru það heimamenn sem voru baráttuglaðari, betri og meiri töffarar. Eftir ágætan fyrri hálfleik fengu Stólarnir 36 stig á sig í þriðja leikhluta og varnarleikur liðsins efni í sorgarsöngva – eða gamanmál. Leikurinn var engu að síður spennandi allt til loka en niðurstaðan var 103-95 tap gegn Þór Akureyri.
Meira

Kormákur/Hvöt leitar þjálfara

Knattspyrnusumarið 2021 er handan við hornið og nú býðst metnaðarfullum þjálfara tækifæri til að setja mark sitt á það. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar horfir spenntur til sumarsins, þar sem stefnt er að því að gera enn betur en síðustu leiktíðir.
Meira

Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna framlengdur til 15. febrúar 2021

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna en markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsókna- og þróunarverkefni. Styrkir verða veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.
Meira

Keppt verður um VÍS BIKARINN í körfunni

Í dag var Tryggingafélagið VÍS kynnt til sögunnar sem nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og því ljóst að framundan verður barist um VÍS BIKARINN í bikarkeppni KKÍ. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. „KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í dag.
Meira

Eigendur hrossa minntir á að sjá þeim fyrir aðgangi að vatni

Matvælastofnun vekur athygli á því að vegna viðvarandi frostatíðar eru hrossahólf nú víða orðin vatnslaus og er breytinga ekki að vænta á næstu dögum. Því minnir stofnunin á skyldur eigenda og umráðamanna til að sjá hrossum á útigangi fyrir aðgangi að vatni eða snjó til að tryggja heilsu þeirra og velferð.
Meira

Hofstorfan nældi sér í sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka fyrir Meistaradeild KS fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gær. Þrjú lið kepptust um að komast í deildina í ár en einungis eitt sæti var laust. Það var Hofstorfan sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og mun því taka þátt í deildinni sem hefst 3. mars nk.
Meira

Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Framtíðarsýnin þarf að vera skýr: Sjálfbær nýting auðlinda, þar sem hugað er að góðri nýtingu hráefna og löngum endingartíma vöru strax við hönnun og framleiðslu. Ný úrgangsstefna innleiðir kerfi sem ýtir undir deilihagkerfið, viðgerðir, endurnotkun og endurvinnslu. Hún ýtir undir að við umgöngumst úrgang sem verðmæti sem hægt er að búa til eitthvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrásarhagkerfi, þar sem hráefnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hagkerfi þarf að koma á í stað línulegs framleiðsluferlis, þar sem vörur eru notaðar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan einfaldlega hent. Hættum slíkri sóun.
Meira