Hvalir með vetrarsýningu við Sauðárkrók - Myndskeið
feykir.is
Skagafjörður
14.01.2021
kl. 10.36
Enn á ný halda nokkrir hvalir sýningu fyrir Skagfirðinga og aðra sem um Strandgötuna fara með miklum blæstri og sporðaköstum. Hafa þeir löngum haldið sig við höfnina og meðfram strandlengjunni við botn fjarðarins og greinilegt að nóg er ætið. Skammt er að minnast þess er þeir léku listir sýnar á sömu slóðum síðasta sumar.
Meira
