Snjóflóðahætta á Hofsósi liðin hjá
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
28.01.2021
kl. 11.02
Ekki er lengur hætta á snjóflóði við Vesturfarasetrið á Hofsósi eftir að snjóhengjunni ofan við setrið var mokað í burtu með stórvirkum vinnuvélum. Í norðanhvassviðrinu sem geysaði í síðustu viku safnaðist mikill snjór í brekkuna ofan við Vesturfarasetrið. Lokað var fyrir umferð um svæðið eftir að stór sprunga, um 50 metra löng og fimm til sex metra djúp, kom í ljós sl. þriðjudagskvöld. Óttast var að ef hengjan færi af stað fylgdi snjórinn aftan við sprunguna á eftir og hefði þá valdið miklu tjóni.
Meira
