Skagafjörður

Val á framboðslista hjá Framsóknarflokki

Kjördæmasambönd Framsóknarflokks hafa ákveðið aðferð við val á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Í fjórum kjördæmum geta allir þeir sem skráðir voru í flokkinn 30 dögum fyrir valdag tekið þátt í valinu. Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verða með lokuð prófkjör en póstkosning fer fram í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Í Reykjavík verður uppstilling og framboðslistar afgreiddir á aukakjördæmaþingi. 
Meira

Bækur eins og eðalvín og sérvitringar, batna með aldrinum

Það var Fljótakonan, Arnþrúður Heimisdóttir, túristabóndi og hrossaræktandi með öllu sem því tilheyrir, sem svarðir spurningum Bók-haldsins í 18. tölublaði Feykis 2020. Hún hefur fjölbreyttan bókmenntasmekk þó sögur af mannraunum og svaðilförum heilli hana einna mest. Þar sem eldri bækur höfða mikið til Arnþrúðar kemur það sér vel að þurfa ekki að fara langt til að komast í fornbókaverslun en ein slík er einmitt rekin á næsta bæ, hjá Erni Þórarinssyni á Ökrum, og er hún að sjálfsögðu uppáhalds bókabúð Arnþrúðar.
Meira

Góðir þorskhnakkar og marengsterta

Uppskriftir 37. tölublaðs 2018 komu úr Skagafirðinum en það voru hjónin Hulda Björg Jónsdóttir og Konráð Leó Jóhannsson sem gáfu okkur þær. Þau búa á Sauðárkróki og starfa bæði hjá FISK Seafood, Konráð sem viðhaldsmaður og Hulda er starfsmanna- og gæðastjóri. Þau telja því vel við hæfi að gefa uppskrift af ljúffengum þorskhnökkum sem þau segja að vel sé hægt að nota spari líka og ekki saki að fá sér marengstertusneið í eftirrétt.
Meira

Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð heillar ekki byggðarráð Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar leggst gegn samþykkt frumvarps til laga um Hálendisþjóðgarð en tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis var tekinn fyrir á síðasta fundi ráðsins þar um en umsagnarfrestur er til 1. febrúar nk. Um afstöðu sveitarfélagsins er vísað til fyrri athugasemda sveitarfélagsins vegna málsins, síðast með sameiginlegri umsögn fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, við frumvarpsdrögin í janúar 2020.
Meira

Til veiga, til veiga vér vekjum sérhvern mann - kominn er illviðrakonungurinn þorri enn.

Í dag er bóndadagur eða fyrsti dagur þorra samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og er hann þar fjórði mánuður vetrar, næstur á eftir mörsugi. Þorri hefst ætíð á föstudegi á tímabilinu 19.-25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar en næsti mánuður, góan, heilsar á sunnudegi.
Meira

Kirkjan á Sauðárkróki lýst appelsínugul í tilefni vitundarvakningar Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hóf vitundarvakningu og fjáröflunarherferð í gær sem stendur til 4. febrúar nk. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.
Meira

Fróðleiksfundur um COVID úrræði stjórnvalda

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og KPMG bjóða til gagnvirks fræðslufundar um COVID úrræði stjórnvalda þann 29. janúar næstkomandi.
Meira

Tindastólsmenn bíða eftir nýjum degi

Þegar ekið er frá Sauðárkróki til Egilsstaða tekur ferðin, sem er 385 kílómetra löng, ríflega fjóran og hálfan tíma ef við gerum ráð fyrir að meðalhraðinn sé 84 kmh. Ef meðalhraðinn er 96 kmh, sem er nota bene ekki löglegur hraði, tekur ferðalagið fjóra tíma. Þá gerum við ráð fyrir að það sé búið að fylla rútuna af bensíni áður en lagt er af stað.
Meira

Blönduósbær með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands birti nýlega upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2020. Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga, frá rúmum 44% niður í 1% en að jafnaði er hlutfallið um 14% sé horft til allra sveitarfélaga.
Meira

Ísak Óli valinn Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn

Nú á dögunum fór fram val í íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði en um er að ræða samstarfsverkefni UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var valinn Íþróttamaður ársins, kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, gamla tvíeykið, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, voru valdir þjálfarar ársins.
Meira