Skagafjörður

Sigur í Þorlákshöfn eftir framlengingu

Það má kannski segja að Tindastólsmenn hafi verið komnir með bakið upp að vegg þegar þeir héldu í Þorlákshöfn í gær til að etja kappi við spútniklið Þórsara. Heimamenn voru á hörkusiglingu og höfðu gjörsigrað bæði lið ÍR og KR í leikjunum á undan á meðan Stólarnir hafa hafa verið hálf taktlausir. Það var því heldur betur ljúft að sjá strákana ná sigri eftir framlengdan háspennuleik en lokatölur voru 103-104.
Meira

Páll Ragnarsson látinn

Páll Ragn­ars­son, tann­lækn­ir á Sauðár­króki og formaður Ung­menna­fé­lags­ins Tinda­stóls til fjölda ára, lést á Land­spít­al­an­um 29. janú­ar sl. eft­ir skamm­vinn veik­indi, 74 ára að aldri.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag en þeir verða haldnir í öllum háskólum landsins fram til 5. febrúar. Reynsla nemenda með innflytjendabakgrunn af háskólanámi, reynslusögur af rasisma, karlar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, áhrif COVID-19 á háskólanám, algild hönnun og heimildarmynd um intersex fólk er meðal þess sem í boði verður.
Meira

Látum hendur standa fram úr ermum

Við gerð fjárlaga fyrir árið 2020 var vitað að við værum að ganga inn í kólnandi hagkerfi eftir uppsveiflu undanfarinna ára. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs og gjaldeyrissjóðs sterk og á þeim grunni gátu stjórnvöld byggt þegar Covid-19 skall á með öllum sínum óvæntu vandamálum. Það má ekki gleyma að vegna þessarar góðu stöðu var hægt að bregðast við þessari óvæntu krísu með öflugum hætti.
Meira

Bindin fram í febrúar

Í dag 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í níunda sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði hversdagslega og við hátíðleg tækifæri óháð kyni, aldri og starfi.
Meira

Ánægðust með upphlutinn á yngstu dótturina

Solveig Pétursdóttir á Hofsósi tók áskorun frá Kristínu S. Einarsdóttur í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? og sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinunm í 47. tbl. ársins 2018. Áhugi Solveigar á handavinnu kviknaði snemma og hefur hún unnið að mörgum tegundum handverks í gegnum tíðina. Solveig segir að sér þyki gott að vera með nokkur verkefni í vinnslu sem hægt er að grípa í eftir því hvað hentar hverju sinni og þegar hún svaraði spurningum þáttarins var hún með tvær peysur á prjónunum, aðra símunstraða í fjórum litum sem hún sagði þurfa alla hennar athygli og hina einfalda úr mohair, þægilega til að grípa í við sjónvarpið. Þar til viðbótar voru eitt og annað hliðarverkefni í takinu svo sem heklaðar tuskur og fleira.
Meira

Sveinbjörn Óli tók þátt í innanfélagsmóti ÍR - Bætti sig í 60m hlaupi og sigraði

Á dögunum var lítið innanfélagsmót haldið fyrir iðkendur ÍR og var það kærkomið á tímum Covid-19. Skagfirðingurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson fékk þátttökurétt þar sem hann æfir með því félagi á meðan hann dvelur fyrir sunnan. Segist hann hafa fengið að fljóta með og keppa og þakkaði pent fyrir sig með því að sigra í 60 metra hlaupi og bætti hann auk þess sinn persónulega árangur.
Meira

Þrír fljótlegir og spennandi kjúklingaréttir

Það er Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga gaf lesendum sýnishorn af því sem henni þykir skemmtilegt að elda í matarþætti Feykis í 42 tbl. 2018. Hrefna, sem er þriggja stráka móðir, segir að sér finnist gaman að elda alls konar öðruvísi rétti og sækir sér gjarna uppskriftir á netið en þaðan eru þessir réttir einmitt fengnir. Við látum slóðirnar fylgja með.
Meira

Íþróttakeppnir sagan rakin áfram ásamt nokkrum orðum um mótsbrag fyrri tíðar og merkan brautryðjanda - Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur ég óska ykkur öllum góðs og gæfuríks árs, árið 2020 er nú horfið veg allrar veraldar og þótt alls ekki sé hægt að segja að allt sem því tengist þurfi endilega að hafa verið slæmt er heildarorðspor þess með eindæmum. Horfum þó vonglöð fram um veg á nýbyrjuðu ári og verður nú samantekt um sögu hestaíþrótta á Íslandi hér framhaldið en fyrst skal vikið ögn að mótsbrag fyrri ára.
Meira

Annað erfitt tap Tindastólsstúlkna

Tindastólsstúlkur sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn í dag í 1. deild kvenna í körfubolta. Heimastúlkur náðu snemma yfirhöndinni og stungu raunar gestina af strax í fyrsta leikhluta. Vonandi tekst að styrkja lið Tindastóls von bráðar því það er erfitt að fá ítrekað skelli. Lokatölur voru 90-48.
Meira