Skagafjörður

Skráning í prófkjör Pírata hefst í dag - Jón Þór Ólafsson gefur ekki kost á sér

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, tilkynnti í morgun að hann muni ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum en opnað verður fyrir skráningar í prófkjör Pírata í dag vegna alþingiskosninga seinna á árinu.
Meira

Takmarkanir á samkomum rýmkaðar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi til tillögur sóttvarnalæknis, breytingar á reglum um samkomutakmarkanir sem taka munu gildi þann 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Fjöldatakmörk verða 20 manns og heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum. Sama gildir um síðasvæðin. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.
Meira

Hlutverki Kára lokið

Nú um áramótin lét Kári Gunnarsson frá Flatatungu af störfum hjá Byggðasögu Skagafjarðar eftir gríðarmikið framlag til þessa mikla ritverks.
Meira

Sagað, heflað og skrúfað við undirbúning sveinsprófs

Það var sannarlega mikið um að vera þegar blaðamaður leit við í verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í morgun en þar kepptist hópur nemenda við að æfa sig fyrir sveinspróf í húsasmíði sem fer fram í skólanum næstu daga.
Meira

Króksblóti 2021 aflýst

Í ljósi aðstæðna í heiminum, hefur Króksblótsnefnd ákveðið að þorrablót Króksara, Króksblót 2021, sem átti að vera núna í febrúar næstkomandi, verði frestað fram til ársins 2022.
Meira

Fíll og köttur Gillons

Út er komin 2. smáskífa Gillons af væntanlegri plötu. Lagið nefnist Fíll og köttur og var það upprunalega samið fyrir 16 árum er höfundur dvaldi syðra við nám. Upptökustjórn er sem fyrr í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla úr Contalgen Funeral og er tekið upp í Stúdíó Benmen. Þar vinna þeir Fúsi og Gísli í 5. sólóplötu þess síðarnefnda og mun hún bera heitið Bláturnablús. Útgáfa er áætluð seinna á þessu ári.
Meira

Ingvi Hrannar ráðinn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi við Árskóla á Sauðárkróki, hefur verið ráðinn til starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en hann er einn fjögurra sem ráðnir hafa verið á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála. Tvö starfanna eru störf án staðsetningar í nýju skólaþróunarteymi ráðuneytisins og hafa þau Ingvi Hrannar og Donata H. Bukowska verið ráðin í þau.
Meira

Þrjú stór mál sem þarf að ræða

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, segir í viðtali á N4 mikilvægt að samgöngumál, umhverfismál og atvinnumál með áherslu á nýsköpun verði áberandi í umræðunni í aðdraganda væntanlegra alþingiskosninga í haust. Unnur segir að þörf sé á stórauknum stuðningi af hálfu ríkisvaldsins til að styrkja átak sveitarfélaganna á starfssvæði samtakanna, svo sem á formi uppbyggingar innviða og ívilnana. 
Meira

Nýr snjótroðari afhentur formlega

Skíðasvæðinu í Tindastóli barst öflugur liðsauki síðastliðinn mánudag þegar nýr snjótroðari var afhentur formlega. Það var Viggó Jónsson frá fyrirtækinu Rafstillingu ehf. sem afhenti sveitarstjórn nýja troðarann og var það Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem tók við lyklunum.
Meira

Vilko og Náttúrusmiðjan kaupa Prótís af Kaupfélagi Skagfirðinga

Vilko ehf. á Blönduósi og Náttúrusmiðjan ehf. hafa keypt allt hlutafé í íslenska líftæknifyrirtækinu Prótis sem hefur verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá upphafi. Í tengslum við viðskiptin verður Kaupfélag Skagfirðinga fimmtungshluthafi í Vilko ehf. Eitt af markmiðum þessara viðskipta er að auka samstarf milli aðila.
Meira