Innlit hjá Karólínu í Hvammshlíð á N4
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
01.01.2021
kl. 09.52
Karólína Elísabetardóttir sem jafnan er kennd við Hvammshlíð býr á mörkum tveggja sýslna á þeim slóðum sem vegurinn yfir Þverárfjall liggur hæst. Karólína er þýsk að uppruna en settist að á Íslandi fyrir margt löngu og unir hag sínum vel. Karólína keypti jörðina Hvammshlíð sem hafði þá verið í eyði síðan 1888 en víðernin heilluðu hana og þar nýtur hún frelsisins.
Meira
