Lögregla og Skagfirðingasveit á rúntinn í tilefni 112 dagsins
feykir.is
Skagafjörður
11.02.2021
kl. 10.06
Ellefti febrúar hefur gjarnan verið notaður til að beina athyglinni að neyðarþjónustu og almannavarna bæði hér á landi og víðar í Evrópu og nefndur Einn, einn, tveir dagurinn. Oft hefur dagurinn verið meira áberandi en í dag sem hlýtur að vera vegna Covit-áhrifa og sóttvarnareglna. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og Lögreglan á Sauðárkróki ætla í tilefni dagsins að taka rúnt um bæinn í dag.
Meira
