Skagafjörður

Sauðárkróksrallý um helgina

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram í Skagafirði um næstu helgi eða laugardaginn 25. júlí. Keppendur verða ræstir frá Skagfirðingabúð á Sauðárkróki kl. 8 og munu koma í endamark um kl. 16:45 við stjórnstöð keppninnar sem verður við N1 á Sauðákróki. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal og verða því vegir lokaðir fyrir almennri umferð þennan dag svo sem hér segir:
Meira

Þrenna frá Luke Rae tryggði þrjú stig

Karlalið Tindastóls mætti Elliða á Króknum í kvöld en þeir eru nokkurs konar b-lið Fylkis. Stólarnir fengur fljúgandi start en Luke Rae skilaði þrennu í hús á fyrsta hálftímanum. Leikurinn var þó jafn og spennandi en 3-1 sigur var þó sanngjarn þegar upp var staðið en lið Tindastóls fékk fín færi til að gulltryggja sigurinn í síðari hálfleik.
Meira

Blíðviðri á degi Marks Watson

Síðastliðinn sunnudag, 19. júlí, var hátíðlegt um að litast í Glaumbæ er Mark Watson dagurinn var haldinn hátíðlegur. Var verið að minnast þessa merka Íslandsvinar sem var hugfanginn mjög af landi og þjóð, þó sérstaklega Glaumbæ. Vanalega er dagurinn haldinn hátíðlegur á afmælisdegi hans, 18. júlí, en í ár færðist dagskráin til vegna lélegs veðurútlits.
Meira

Murielle og María Dögg með þrennur

Tindastólsstúlkur tóku á móti liði Fjölnis úr Grafarvogi á KS-teppinu á Króknum í gærkvöldi. Yfirburðir heimastúlknanna voru miklir í leiknum, þær fengu mýgrút af færum og nýttu sjö þeirra en Murielle Tiernan og María Dögg Jóhannesdóttir gerðu báðar hat-trick. Með sigrinum fóru Stólastúlkur á topp Lengjudeildarinnar, eru með 16 stig eftir sex leiki en lið Keflavíkur á leik inni.
Meira

Smökkuðu Bláan Opal í beinni

Blár Opal er eflaust það sælgæti sem Íslendingar sakna hvað mest miðað við orðið á götunni. Viðmælendur Feykis í tbl. 28 í spurningu vikunnar voru allavega sammála um að allir vildu fá Bláan Opal er þeir voru spurðir hvaða vöru þeir vildu fá aftur sem væri hætt í framleiðslu. Þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100 duttu heldur betur í lukkupottinn í vikunni er þeim áskotnaðist heill pakki af sælgætinu goðsagnakennda og jöppluðu á því í beinni.
Meira

Þingmaður Pírata gefur út partýspil

Þingspilið - með þingmenn í vasanum - er komið í sölu á íslensku hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Spilið fer í prentun ef 800 þúsund krónur safnast og verður sent heim að dyrum fyrir næstu jól. Það er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem er höfundur spilsins.
Meira

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.
Meira

Aurskriður féllu á Reykjastrandarveg

Eftir mikla úrhellis rigningu sem gekk yfir landið um helgina féllu aurskriður á veginn utan Ingveldarstaða á Reykjaströnd í Skagafirði. Vegfarendur eru beðnir um að láta ekki freistast að skoða ummerki þar sem miklar aurbleytur eru á veginum og hafa bílar setið fastir í forinni.
Meira

Nýir rekstraraðilar á Sólgörðum

Síðastliðinn föstudag opnaði sundlaugin á Sólgörðum hjá nýjum rekstraraðilum en á miðvikudeginum voru undirritaðir samningar við fyrirtækið Sótahnjúk sem mun annast alla umsjón og bera ábyrgð á starfssemi laugarinnar næstu þrjú árin.
Meira

Aðalfundur júdódeildar Tindastóls

Júdódeild Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:00 í matsal FNV. Allir velkomnir.
Meira