Skagafjörður

Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgefur Vinstri græn

Í yfirlýsingu sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sendi fjölmiðlum nú í dag kemur fram að hún hafi fundað með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Brottvísun stjórnvalda á egypsku barnafjölskyldunni sem verða átti af í gær, var kornið sem fyllti mælinn.
Meira

Hildur Heba meistari GSS í holukeppni

Árlega fer fram Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar í holukeppni sem byrjar um miðjan júní og stendur í rúma tvo mánuði en að þessu sinni tóku 22 keppendur þátt. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, er holukeppni skemmtilegt fyrirkomulag og öðru vísi en önnur mót en keppendur eru dregnir saman í upphafi þannig að tveir mætast í hverjum leik.
Meira

Feykir vikunnar - Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet

Í Feyki vikunnar er Mette Manseth tekin tali í tilefni af því að heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa.
Meira

Skipakomum að fjölga eftir rólegt sumar í Skagafjarðarhöfn

Skipakomur hafa verið allmargar í september, sem er kærkomið eftir frekar rólegt sumar segir á vef Skagafjarðarhafna. Þar segir að Gámaskipin Hoffell og Selfoss komi reglulega samkæmt áætlunum ásamt því að heimatogararnir Drangey og Málmey séu komnir af stað. Þá hafa Akurey og Helga María landað allnokkrum sinnum ásamt línuskipinu Fjölni.
Meira

Hera Sigrún semur við KR

Hera Sigrún Ásbjarnardóttir sem hefur spilað síðastliðin tvö ár í 1.deild kvenna með Tindastól skrifaði nýverið undir samning við KR sem leikur komandi tímabil í Dominos-deildinni.
Meira

Sewa með þrennu í stórsigri Stólanna

Lið Tindastóls og Einherja mættust á Króknum í gærkvöldi í 16. umferð 3. deildar. Leikurinn var jafn framan af en eftir að lið Tindastóls komst yfir þá var eiginlega aldrei spurning hvort liðið væri sterkara. Þrjú mörk á sjö mínútna kafla í snemma í síðari hálfleik kláuðu leikinn og Stólarnir tryggðu sér þar með þrjú stig og komu sér betur fyrir í efri hluta deildarinnar og kvöddu falldrauginn í leiðinni en enn eru sex umferðir eftir af mótinu. Lokatölur voru 5-1 í fínum leik.
Meira

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag en hann er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert, í fyrsta sinn 2011. Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru ávallt hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Meira

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra stendur fyrir námskeiðum fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu. Allt hráefni sem notað er á námskeiðunum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og unnin í samvinnu við Vörusmiðjuna á Skagaströnd.
Meira

Björn og Hlédís stýra vinnu við mótun landbúnaðarstefnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í henni sitja Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri. Með henni starfa Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.
Meira

Króksari markahæstur í Kasakstan

Króksarinn Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er nú marka­hæst­ur í úr­vals­deild­inni í Kasakst­an en hann skoraði bæði mörkin fyrir lið sitt, Ast­ana, í útisigri gegn Or­da­ba­sy, 2:1, þegar spilaðar hafa verið sjö umferðir.
Meira