Skagafjörður

Mark Watsons minnst í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson, laugardaginn 18. júlí, stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938, sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira

Rafmagnsleysi á Króknum

Rafmagn er komið á á ný á Sauðárkróki en hafði þar farið af í hluta Sauðárkróks fyrr í morgun en grafið var í streng við Sauðárkróksbraut. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK má búast við áframhaldandi rafmagnsleysi í hesthúsahverfi, hitaveitu og flugvelli á meðan gert verður við strenginn.
Meira

Aðalfundur skíðadeildar Tindastóls

Skíðadeild Tindastóls boðar til aðalfundar í kvöld kl 20:00 í Húsi frítímans. Allir velkomnir. Dagskrá: Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins Kosning stjórnar Önnur mál
Meira

RÚV og þúfnahyggjan

Í fréttum RÚV í vikunni var teiknuð upp sú mynd að flutningur opinberra starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar væri eðlileg þróun og ef að æðstu ráðamenn þjóðarinnar reyndu að andæfa gegn þessari þróun væri það kjördæmapot og spilling, helst í boði framsóknarmanna. Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.
Meira

Ísak Óli Traustason íþróttamaður Tindastóls 2019

Fyrr á árinu var íþróttamaður Tindastóls kosinn fyrir árið 2019 og að þessu sinni varð það Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, sem varð fyrir valinu. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að Ísak Óli hafi átt gott ár í frjálsum á síðasta ári og því vel að þessum titli kominn. Jafnframt hlaut Ísak Óli titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Frjálsíþróttamaður Tindastóls árið 2019. Er hann því með þrennu eftir síðasta ár.
Meira

9,5 milljónir úr Safnasjóði á Norðurland vestra

Úr aukaúthlutun sem Safnasjóður úthlutaði á dögunum fengu söfn á Norðurlandi vestra alls 9,5 milljónir króna til ýmissa verkefna. Alls var úthlutað 217.367.000 kr. úr sjóðnum: 111 styrkir úr aðalúthlutun safnasjóðs, 13 öndvegisstyrkir og 37 verkefni fengu flýtta aukaúthlutun 2020. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hlaut hæsta einstaka styrk safna á Norðurlandi vestra.
Meira

Góður sigur Stólanna í geggjuðum leik

Það var boðið upp á úrvals skemmtun og háspennuleik á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls og Sindra mættust á teppinu. Stólarnir byrjuðu leikinn vel og komust í 2-0 snemma en gestirnir minnkuðu muninn fyrir hlé. Þeir komust síðan yfir en lið Tindastóls girti sig í brók, skipti um gír og snéri leiknum sér í vil áður en yfir lauk. Niðurstaðan því mikilvægur 4-3 sigur og liðið er í þriðja sæti 3. deildar þegar fimm umferðum er lokið.
Meira

Átta sækjast eftir starfi framkvæmdastjóra eldvarnasviðs á Sauðárkróki

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsti starf framkvæmdastjóra eldvarnasviðs á Sauðarkróki snemma í júní með umsóknarfresti til 30. júní. Umsækjendur eru átta talsins.
Meira

Systkinin Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 8. - 11. júlí í góðu veðri. Þátttaka var góð og var keppt í sjö flokkum. Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir.
Meira

Lárperuforréttur, lambasteik og ömmurabarbaradesert

Matgæðingar vikunnar í 27. tölublaði Feykis árið 2018 voru þau Ásdís S. Hermannsdóttir og Árni Ragnarsson á Sauðárkróki. Ásdís er kennari á eftirlaunum og hafði þá síðustu tvö árin unnið í afleysingum við kennslu og í gamla læknaritarastarfinu sínu og sagðist alltaf mjög glöð þegar „kallið kæmi“ að hitta gamalt samstarfsfólk og rifja upp gamla takta. Annars er uppáhaldsiðjan að vera amma og njóta barnabarnanna. Árni er arkitekt og starfaði sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
Meira