Hvalur í ósi Héraðsvatna
feykir.is
Skagafjörður
09.07.2020
kl. 11.22
Svo virtist sem hvalur hefði strandað í gær í ósi Héraðsvatna að vestan. Sást til hvalsins þar sem hann sperrti sporðinn í loft upp og barðist um í sjónum. Var hvalurinn þar dágóða stund en hvarf svo á braut. Hvort hann hafi verið fastur eða bara svona glaður yfir að komast í góða fiskitorfu skal ósagt látið.
Meira
