Skagafjörður

Hvalur í ósi Héraðsvatna

Svo virtist sem hvalur hefði strandað í gær í ósi Héraðsvatna að vestan. Sást til hvalsins þar sem hann sperrti sporðinn í loft upp og barðist um í sjónum. Var hvalurinn þar dágóða stund en hvarf svo á braut. Hvort hann hafi verið fastur eða bara svona glaður yfir að komast í góða fiskitorfu skal ósagt látið.
Meira

Góður árangur á Meistaramóti

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um síðustu helgi. Um 230 krakkar voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðsvegar um landið. Þar af voru 22 ungmenni frá ungmennasamböndunum á Norðvesturlandi.
Meira

Unnið að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum með auknu varaafli

Eftir óveðrið í vetur varð ljóst að bæta þyrfti rekstraröryggi fjarskiptastöðva og tryggja að almenningur geti kallað eftir aðstoð í neyðarnúmerið 112 í vá eins og þá skapaðist. Neyðarlínan fór því að vinna að úrbótum á 64 fjarskiptastöðvum víða um land með auknu varaafli og að fjölga færanlegum vararafstöðvum. Þar af eru 36 fastar vararafstöðvar og verða fimm þeirra í Skagafirði og sex í Húnavatnssýslum en annars staðar eru rafgeymar eða tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar. Tilgangurinn er að tryggja rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í vetur.
Meira

Meira en hundrað gönguleiðir komnar á blað

Hnitsetning gönguleiða var meðal átaksverkefna Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, vegna áhrifa Covid-19. Ráðnir voru tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn við SSNV.
Meira

Hugrún afgreiddi Augnablik

Tindastóll og Augnablik úr Kópavogi mættust á Króknum í kvöld í Lengjudeild kvenna. Stólastúlkur hafa farið vel af stað í deildinni og deildu toppsætinu með liði Keflavíkur fyrir leikinn og gera enn að leik loknum því Tindastóll sigraði 1-0 með marki sem Hugrún Páls gerði um miðjan fyrri hálfleik. Lið heimastúlkna skapaði sér fleiri góð færi í leiknum en andstæðingarnir og verðskulduðu því sigurinn.
Meira

Vatnspóstur vígður á Hofsósi

Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi síðastliðinn föstudag. Vatnspósturinn er reistur til minningar um Friðbjörn Þórhallsson frá Hofsósi og er gefinn af ekkju hans, Svanhildi Guðjónsdóttur og fjölskyldu.
Meira

13 hagkvæmar leiguíbúðir í Skagafirði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur úthlutað ríflega 3,6 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, svokallaðra almennra íbúða. Leiguíbúðirnar verða í 15 sveitarfélögum en þar af verða 13 á Norðurlandi vestra. Fjármunirnir eru hugsaðir til að styðja við framboð ódýrra leiguíbúða fyrir almenning og verða nýttir til byggingar á 438 íbúðum og kaupa á 162 íbúðum. 
Meira

Kvennamót GSS 2020

Kvennamót GSS fór fram í sólinni á Hlíðarendavelli laugardaginn 4. júlí, sautjánda árið í röð. Kylfingar glímdu við vind úr ýmsum áttum en skarðagolan var þó áberandi. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. Um 50 konur, víðs vegar að, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagbjört Rós Hermundóttir GSS.
Meira

Garðbæingar unnu sanngjarnan sigur

Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi. Reiknað var með hörkuleik en þegar til kom þá voru gestirnir einfaldlega sterkari og lið Tindastóls náði í raun aldrei neinum takti í leik sinn. Stólarnir voru þó yfir í hálfleik, 1-0, en Garðbæingar gerðu þrjú mörk með góðum varnarafslætti áður en yfir lauk og héldu því suður með stigin þrjú. Lokatölur 1-3.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands hefur sent frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra frá 1. desember 2019 til 1. júlí 2020 eða um 1,3% en það er fjölgun um 98 íbúa. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,8 % eða um 1.926 íbúa. Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, á Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,5% en á Norðurlandi eystra um 0,1%.
Meira