Skagafjörður

Aukin þjónusta við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni

Síðastliðinn föstudag 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni með undirritun samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreinda. Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og sakir standa nær eingöngu aðgengileg í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi í Reykjavík.
Meira

Sérhæfð naglasnyrtistofa opnar á Sauðárkróki - Game of Nails

Í byrjun ágúst opnaði naglasnyrtistofan Game of Nails á Kaupvangstorgi 1 á Sauðárkróki. Samkvæmt heimildum Feykis mun þetta vera fyrsta snyrtistofan sem sérhæfir sig eingöngu í ásetningu á gervinöglum hér á Króknum. Hrafnhildur Viðarsdóttir, eigandi stofunnar og jafnframt eini starfsmaðurinn, segir að með því hafi langþráður draumur orðið að veruleika.
Meira

Allir eiga að bera ábyrgð á sjálfum sér - Dagmál Sverris Magnússonar

Út er komið ljóðakverið Dagmál sem inniheldur vísur og kvæði Sverris Magnússonar, fv. bónda í Efri-Ási í Hjaltadal í Skagafirði. „Tilfinning hans fyrir umhverfinu og náttúrunni má finna nær áþreifanlega í vísum hans og kvæðum,“ segir á bókarkápu, „Hann er heitur hugsjónamaður, yrkir jörðina og lofar hana í senn.“
Meira

Stólastúlkur styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Víkings Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld en þetta var lokaleikurinn í 10. umferð. Eins og oft áður í sumar þá reyndust Stólastúlkur of sterkar fyrir andstæðinga sína og ekki var það til að auðvelda gestunum lífið að Murielle Tiernan er í stuði í framlínu Tindastóls þessa dagana. Lokatölur í kvöld voru 3-0 og stelpurnar okkar með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.
Meira

Stólastúlkur geta styrkt sig á toppi Lengjudeildar í kvöld

Kvennalið Tindastóls getur komið sér vel fyrir á toppi Lengjudeildarinnar í kvöld er stelpurnar mæta liði Víkings úr Reykjavík á KS vellinum á Sauðárkróki kl. 19:15. Tveimur aðalkeppinautum Stólanna, Keflavík og Gróttu, mistókst að krækja sér í fullt hús í leikjum þeirra í gær. Leikurinn verður sýndur á Tindastóll TV.
Meira

Félagsmiðstöð á flakki í Skagafirði

Félagsmiðstöð á flakki er liður í átaksverkefni í tengslum við Covid-19 með það markmið að ná til allra eldri borgara í Skagafirði, bæði í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Tilgangurinn er að bjóða kynningu á félagsstarfi fullorðinna og upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Um tilraunaverkefni er að ræða sem hlaut styrk frá félagsmálaráðuneytinu.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 13. september 2020 kl. 12-16 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Sögur frá landi slá í gegn - Síðasti þáttur í kvöld

Þriðji og síðast þáttur af Sögum frá landi, sem sýndur er á RÚV, verðu á dagskrá í kvöld en þar fara þau Hlédís Sveinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson um Norðurland vestra og kynna sér sögu, menningu og matargerðarlist á svæðinu. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og koma, samkvæmt mælingum, fast á eftir fréttum, íþróttum og veðri.
Meira

Nýr leikskólastjóri í Leikskólanum Tröllaborg

Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri „út að austan“ á leikskólanum Tröllaborg frá 1. ágúst. Jóhanna tók við af Önnu Árnínu Stefánsdóttur sem gengt hefur starfi leikskólastjóra Tröllaborgar í hartnær þrjá áratugi.
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafinn, vonast til þess að ná að halda úti eðlilegu skólastarfi

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki var settur í byrjun vikunnar og er skólasókn nú svipuð og hefur verið undanfarin ár samkvæmt skólastjórnendum. Rúmlega 500 nemendur stunda nám við skólann, þar af ríflega 200 í fjarnámi. Skólahald hófst með hefðbundnum hætti og munu nemendur stunda staðnám í öllum greinum á meðan stætt verður.
Meira