Hjólreiðafólk stígur fáka sína í Skagafirði á laugardaginn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.07.2020
kl. 13.17
Það verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hjólreiðafélagsins Drangeyjar í Skagafirði en nk. laugardag, 4. júlí, mun félagið standa fyrir Drangeyjarmótinu sem er hluti af bikarmótinu í hjólreiðum. Þegar eru um 60 skráningar komnar í Drangeyjarmótið en gera má ráð fyrir því að þeim eigi eftir að fjölga. Keppt er í nokkrum styrkleikaflokkum karla og kvenna og auk þess er sérstakt almenningsmót sem er öllum opið.
Meira
