Aukin þjónusta við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.08.2020
kl. 11.55
Síðastliðinn föstudag 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni með undirritun samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreinda. Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og sakir standa nær eingöngu aðgengileg í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi í Reykjavík.
Meira
