Skagafjörður

Gróska í starfsemi Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf. Félagar í GSS eru um 200 talsins. Afmælisrit kemur út í vikunni með fjölbreyttu efni. Meðal annars er ágrip af sögu klúbbsins, viðtöl við félagsmenn, greinar o.fl.
Meira

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Styrkir til æskulýðsstarfs vegna COVID-19

Félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta nú sótt um styrki til átaksverkefna í æskulýðsstarfi eða vegna tekjutaps félaga vegna COVID-19. Umsóknafrestur vegna þessa er til og með 24. júní nk. Heildarframlag til þessa verkefnis nemur alls 50 milljónum kr. og er það liður í tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.
Meira

Úrslit í samkeppni um listskreytingu í hús Byggðastofnunar

Nýverið var tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Samkeppnin, sem var framkvæmdasamkeppni, var haldin í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna. Umsjón með samkeppninni fyrir hönd Byggðastofnunar hafði Framkvæmdasýsla ríkisins. Var þremur myndlistarmönnum boðin þátttaka og skiluðu allir inn tillögu.
Meira

Guðlaugur Skúlason nýr formaður aðalstjórnar Tindastóls

Þann 11. júní síðastliðinn var haldinn framhaldsaðalfundur aðalstjórnar Tindastóls þar sem eina málið á dagskrá var kosning nýrrar stjórnar. Kosið var um formann og gjaldkera.
Meira

Sólstöðumót GSS

Sólstöðumót GSS fór fram laugardagskvöldið 20. júní í fínu veðri. Mótið hófst kl 21 og spilaðar voru níu holur. Veður var gott og skorið sömuleiðis. Þátttaka var frábær, 30 manns. Margrét Helga Hallsdóttir fór með sigur af hólmi og fékk sérsniðinn bikar.
Meira

Skellur í Eyjum og Stólarnir mjólkurlausir út árið

Þriðja umferðin í Mjólkurbikar karla hófst í kvöld með leik ÍBV og Tindastóls í Eyjum. Eylingar voru talsvert sterkari í leiknum, enda eitt besta lið Lengjudeildarinnar, en það var þó sérstakega síðasti hálftími leiksins sem reyndist 3. deildar liði Stólanna erfiður og flóðgáttir opnuðust. Frammistaða gestanna var með ágætum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu þó 1-0 að honum loknum. Þeir bættu við sex mörkum í þeim síðari og lokatölur því 7-0.
Meira

Nýtt umhverfismat fyrir Blöndulínu 3

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnunar til ákvörðunar tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Blöndulínu 3, háspennulinu frá Blönduvirkjun til Akureyrar sem liggur um 5 sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyri.
Meira

Jafntefli hjá norðanliðunum um helgina

Keppni hófst í 3. og 4. deild karla í knattspyrnu nú á dögunum. Tindastólsmenn áttu heimaleik gegn Austlendingum í sameiniðu liði Hugins/Hattar en lið Kormáks/Hvatar fór eitthvað suður á undirlendið og spilaði við Knattspyrnufélag Rangæinga á SS vellinum. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjunum.
Meira

Bilic er genginn í Val

Sinisa Bilic, sem lék með liði Tindastóls síðasta vetur og var einn öflugasti leikmaður Dominos-deildarinnar, hefur skrifað undir samning við Valsmenn. Sem kunnugt er þá tók Finnur Freyr Stefánsson, sem áður þjálfaði KR og gerði að margföldum meisturum, við liði Vals í vor og er Bilic fyrsti leikmaðurinn sem hann nælir í.
Meira