feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.06.2020
kl. 17.13
Í dag klukkan 15:05 varð skjálfti af stærðinni 5.6 um 20 km NA af Siglufirði. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti var 4,1 og reið hann yfir um klukkan 16:40. Skjálftinn fannst víða um Norðurland, meðal annars á Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Dalvík og Húsavík að því er segir í frétt á mbl.is. Þá er Feyki kunnugt um að skjálftinn fannst víða í Skagafirði og allt vestur á Strandir.
Meira