Fræðsludegi 2020 í Skagafirði aflýst
feykir.is
Skagafjörður
18.08.2020
kl. 11.41
Til stóð að hinn árlegi fræðsludagur skólanna í Skagafirði yrði haldinn síðastliðinn mánudag, 17. ágúst, í Miðgarði í Varmahlíð. Því miður varð að aflýsa fræðsludeginum í þetta sinn vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna Covid 19. Kom þetta fram á heimasíðu Sveitarfélags Skagafjarðar í vikunni, en von var á u.þ.b. 230 þátttakendum, starfsfólki úr leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, starfsfólki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og starfsfólki Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra.
Meira
