Skagafjörður

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Ferðaskrifstofan stóð fyrir vikulegum flugferðum milli Rotterdam og Akureyrar sumarið 2019. Flugfélagið Transavia annaðist flugið og gekk það vel í alla staði. Í vetur voru svo átta flugferðir frá Amsterdam til Akureyrar á vegum sömu aðila, sem einnig fengu góðar viðtökur.
Meira

Jörð skelfur víða um norðanvert landið

Í dag klukkan 15:05 varð skjálfti af stærðinni 5.6 um 20 km NA af Siglufirði. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti var 4,1 og reið hann yfir um klukkan 16:40. Skjálftinn fannst víða um Norðurland, meðal annars á Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Dalvík og Húsavík að því er segir í frétt á mbl.is. Þá er Feyki kunnugt um að skjálftinn fannst víða í Skagafirði og allt vestur á Strandir.
Meira

Tilraunaverkefni um heimaslátrun undirritað

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu í gær samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun. Verkefninu er ætlað að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig er leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla, að því er segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Meira

Stólastúlkur hefja Lengjudeildarbaráttuna með sigri

Lengjudeild kvenna, sú næstefsta í Íslandsmótinu, hófst í kvöld þegar stelpurnar í Tindastól sóttu Aftureldingu heim á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ og áttu norðanstúlkur harma að hefna frá fyrra ári. Fór svo að fullkomin hefnd náðist með tveggja marka sigri Stóla.
Meira

Skýrsla um stöðu upplýsinga- og tæknimála í grunnskólum Skagafjarðar

Stöðumat á innleiðingu spjaldtölvuverkefnis í grunnskólum Skagafjarðar er komið út. Var matið unnið af Fræðsluþjónustu Skagafjarðar í samráði við stjórnendur grunnskóla Skagafjarðar, Árskóla á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og Hólum. Einnig var unnin greining á upplýsinga- og tæknimálum í grunnskólunum á skólaárinu 2019-2020.
Meira

Kveður sunddeildina eftir 12 ára starf

„Hún er sunddeildin“ er oft sagt um Þorgerði Þórhallsdóttur, sundþjálfara og fráfarandi formann sunddeildar Tindastóls. Enda ekki skrýtið þar sem hún hefur lagt mikla vinnu í deildina og byggt hana upp síðustu ár. Þorgerður lét af störfum nýverið sem formaður deildarinnar og hefur smám saman verið að draga sig út úr sundstarfinu, enda búin að vera „kúturinn og korkurinn“ í deildinni síðustu 12 árin.
Meira

Sláttur hafinn í Skagafirði

Sláttur í Skagafirði hófst í vikunni. Er Feyki kunnugt um að fyrsti sláttur sé kominn af stað á bæjunum Hamri í Hegranesi og Gili. Segir Ómar á Gili að sláttur hefjist frekar í seinni kantinum þetta sumarið enda túnin ekki í sínu besta ásigkomulagi eftir veturinn, en það sleppi þó til. Hann fékk 9 rúllur á hektarann eftir þennan prufuslátt. Sævari á Hamri líst ekki nógu vel á ástand túnanna. Hann segir þau töluvert kalin og býst við að heyskapur verði rýr í ár. „Þar er steindautt í sárunum og mun taka einhvern tíma að ná túnunum góðum aftur“ segir Sævar.
Meira

Gönguþyrstir geta nú rölt með Ferðafélagi Skagafjarðar

Ferðafélag Skagafjarðar hefur gefið út ferðaáætlun sína fyrir sumarið. Á döfinni eru þrjár ferðir sem farnar verða á laugardögum og ýmsir áhugaverðir staðir heimsóttir, sögulega sem jarðfræðilega séð. Allir velkomnir.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk úr Ísland ljóstengt

Föstudaginn 12. júní sl. hlaut Sveitarfélagið Skagafjörður styrkúthlutun að fjárhæð 23,5 milljónum kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Kemur styrkurinn úr landsátakinu Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitti styrknum viðtöku.
Meira

Rafmagnsleysi í Skagafirði aðfaranótt föstudagsins 19. júní

Vegna vinnu í aðveitustöð Varmahlíð verða rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 19. júní. Rafmagnslaust verður í sveitum frá miðnætti til klukkan 4:00 um nóttina.
Meira