Sibbi mættur með Mini-inn á götuna
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
26.04.2020
kl. 13.30
Verkefnið hefur tekið dágóðan tíma en í síðustu viku skellti Sibbi sér loks á rúntinn á uppgerðum og glæsilegum 40 ára gæðingi, fagurrauðum Austin Mini, eftir að hafa dundað og dúllað við að gera þann litla upp síðan vorið 2005 þegar hann eignaðist bílinn. Fyrst fór hann smá rúnt með dætur sínar, Helgu og Önnu Jónu heitna, frá verkstæðinu sínu á Sæmundargötunni, út að Rafsjá og til baka. Síðan hófst hann handa við að rífa bílinn til grunna. „Helga sá um að rífa innan úr hurðunum og það stóð til að bíllinn yrði tilbúinn þegar hún fengi bílpróf 2009 – það klikkaði aðeins,“ segir Sibbi kíminn.
Meira
