Klikkaður lokafjórðungur færði Stólunum sigur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.03.2020
kl. 10.51
Lið Tindastóls heimsótti Þorlákshöfn í gær en þar mættu strákarnir okkar liði Þórs í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Þórsarar hafa oft reynst okkur erfiðir og ekki ósennilegt að sumir stuðningsmenn upplifi enn martraðir frá því í úrslitakeppninni síðasta vor – jafnvel bæði í vöku og draumi. Leikurinn í gær var ekki sérstakur framan af en fjórði leikhlutinn var stórfurðulegur en skilaði engu síður tveimur vel þegnum stigum norður í Skagafjörð. Lokatölur leiksins voru 82-88 fyrir Tindastól.
Meira
