Skagafjörður

Gult ástand og ófærð víða

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og víða slæmt veður og margir lokaðir vegir um norðanvert landið. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra er norðaustan hríð, 15-23 m/s og talsverð eða mikil snjókoma og skafrenningur, einkum í Skagafirði, á Tröllaskaga og á Ströndum. Takmarkað skyggni og léleg akstursskilyrði. Lægir og styttir upp í kvöld. Austlæg átt, 5-13 á morgun og stöku él á annesjum en sjókoma sunnantil annað kvöld. Frost 0 til 6 stig en 2 til 10 stig á morgun.
Meira

Greitt fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil átt samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Síðustu tvö ár voru 760 ungfiskar merktir í alþjóðlegum makríl leiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira

Ferðalangar kreista sömu brúsana á pylsubörum vegasjoppanna

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur fengið ábendingu um að endurskoða beri það verklag sem tíðkast víða á vegasjoppum að viðskiptavinirnir sjálfir hafi hendur á sömu sósubrúsunum, á pylsustöndum.
Meira

Frumsýna Fjarskaland í dag

10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag leikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima en hætta er á að ævintýrapersónurnar hverfi ef við höldum ekki áfram að lesa ævintýrin.
Meira

Ekki lagt til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Meira

„Íslensk lopapeysa“ er verndað afurðarheiti

Matvælastofnun hefur samþykkt að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Það var Handprjónasamband Íslands sem sótti um vernd fyrir afurðarheitið og er þetta annað afurðarheitið sem hlýtur vernd hérlendis frá því að lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Áður hlaut heitið „Íslenskt lambakjöt“ skráða vernd.
Meira

Tess Williams farin frá Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Tess Williams hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfi sínu og var sú ákvörðun tekin í góðu samkomulagi og mesta bróðerni, samkvæmt tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Heimir frestar suðurför

Karlakórinn Heimir hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri suðurferð, en næstkomandi föstudag ætluðu þeir að syngja í Langholtskirkju í Reykjavík og í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Aðspurður segir Atli Gunnar Arnórsson formaður kórsins að þeir séu þó aldeilis óbugaðir og stefni suður við fyrsta hentugleika, þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.
Meira

Fjármunum úthlutað til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
Meira

Líklegast að mengun komi frá lekum eldsneytistanki N1 á Hofsósi

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands í síðustu viku voru málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi til umræðu en þar kom fram að sýnatökur, sem teknar hafa verið í íbúðarhúsinu að Suðurgötu 6 á Hofsósi, gefi skýrt til kynna að yfirgnæfandi líkur séu á að mengun frá lekum eldsneytistanki N1 handan götunnar hafi borist inn í húsið.
Meira