Tap gegn toppliði Fjölnis
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.02.2020
kl. 14.23
Kvennalið Tindastóls hélt áfram þrautagöngu sinni á árinu 2020 þegar stelpurnar heimsóttu topplið Fjölnis í Grafarvoginum sl. laugardag. Eftir ágætan fyrsta leikhluta Tindastóls náðu heimastúlkur að búa til gott forskot fyrir hlé og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að sigla heim sigrinum. Lið Tindastóls er því enn án sigurs á árinu. Lokatölur 93-66.
Meira
