Strandvegi lokað vegna sjógangs
feykir.is
Skagafjörður
10.02.2020
kl. 11.07
Búið er að loka Strandveginum á Sauðárkróki þar sem mikill sjór gengur yfir veginn. Á Facebook-síðu Svf. Skagafjarðar er vídeó sem staðfestir sjóganginn og eru vegfarendur því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni (hjá Kjötafurðastöð KS) þar til aðstæður breytast.
Meira
