SSNV leitar að fyrirtækjum til þátttöku í stafrænni vegferð - Digi2Market
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.01.2020
kl. 13.36
SSNV leitar að tíu fyrirtækjum til að taka þátt í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market. Er verkefninu ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Leitað er að fyrirtækjum sem vinna með markaðssetningu, samskipti og nýja tækni og eru áræðin og framsækin og hafa vilja og getu til að þróa núverandi rekstur og markaðssetningu með því að nýta nýja stafræna tækni og hafa sjálfbærni að leiðarljósi.
Meira
