Skagafjörður

SSNV leitar að fyrirtækjum til þátttöku í stafrænni vegferð - Digi2Market

SSNV leitar að tíu fyrirtækjum til að taka þátt í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market. Er verkefninu ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Leitað er að fyrirtækjum sem vinna með markaðssetningu, samskipti og nýja tækni og eru áræðin og framsækin og hafa vilja og getu til að þróa núverandi rekstur og markaðssetningu með því að nýta nýja stafræna tækni og hafa sjálfbærni að leiðarljósi.
Meira

Bikarleiknum frestað um sólarhring sökum ófærðar

Til stóð að lið Tindastóls og Þórs Akureyri leiddu saman hesta sína í Síkinu í kvöld í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins. Nú er hins vegar ljóst að ákveðið hefur verið að fresta leiknum um sólarhring sökum ófærðar en Öxnadalsheiðin er lokuð og ekki útlit fyrir að veður skáni í dag.
Meira

Hey Iceland á Vísindi og graut

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Hey Iceland, verður með fyrirlestur í Vísindi og graut í Háskólanum á Hólum 29. janúar milli klukkan 13: 00-14: 00. Lella Erludóttir er markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnað af íslenskum bændum árið 1980 en ferðaskrifstofan er enn í meirihlutaeigu bænda. Lella segir forsögu fyrirtækisins ná allt aftur til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi.
Meira

Enn verður þriðji leikhlutinn Stólastúlkum að falli

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu á laugardag í mikilvægum leik í 1. deild kvenna í körfubolta. Nú er baráttan um sæti í úrslitakeppni 1. deildar í algleymingi og Tindastólsstúlkur mega ekki misstíga sig mikið ef þær ætla að eiga séns á einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. Það var því skellur að tapa gegn Njarðvíkurstúlkum í leik sem var jafn og spennandi – nema í þriðja leikhluta þar sem gestirnir kaffærðu heimastúlkur og gerðu út um leikinn. Lokatölur 70-86.
Meira

Heitavatnsleysi í Blönduhlíð í dag

Í dag frá klukkan tíu má búast við heitavatnsleysi og truflunum á rennsli í Blönduhlíð í Skagafirði vegna viðgerða í Dælustöð við Syðstu-Grund. Samkvæmt tilkynnigu frá Skagafjarðarveitum er um að ræða afleiðingar óveðursins í desember. Búist er við að viðgerðin muni standa fram eftir degi og beðist er velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.
Meira

Hálendisþjóðgarður – af hverju og hvernig?

Miðhálendi Íslands hefur að geyma ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu og magnaða náttúru sem fáa lætur ósnortna. Með þjóðgarði gefst einstakt tækifæri til að vernda þessi verðmæti, tryggja aðgengi útivistarfólks og standa vörð um hefðbundna sjálfbæra nýtingu, auk þess sem aðdráttarafl þjóðgarðs myndi skapa byggðunum tækifæri til atvinnuuppbyggingar og fjölga opinberum störfum í heimabyggð.
Meira

Appelsínugult enn og aftur

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun eina ferðina enn. Að þessu sinni er viðvörunin appelsínugul fyrir svæðið frá Snæfellsnesi austur að Langanesi, að miðhálendinu meðtöldu, en gul fyrir aðra landshluta.
Meira

Stjarnan sterkari í hörkuleik

Varnarleikur var í hávegum hafður í Garðabænum í gærkvöldi þar sem topplið Stjörnunnar tók á móti Tindastólsmönnum. Stjörnumenn náðu yfirhöndinni strax í byrjun og slæmur kafli Tindastóls undir lok fyrri hálfleiks var dýrkeyptur þrátt fyrir ágæt áhlaup strákanna í síðari hálfleik. Þeir náðu að hleypa spennu í leikinn undir lokin en gamall Stóll, Urald King, var Garðbæingum dýrmætur síðustu mínútur leiksins og innsiglaði sigur heimamanna með tveimur kunnuglegum hraðaupphlaupstroðslum. Lokatölur voru 73-66.
Meira

Á sinni fyrstu landsliðsæfingu - Íþróttagarpurinn Margrét Rún Stefánsdóttir

Margrét Rún Stefánsdóttir á Sauðárkróki er mikið markmannsefni en nýlega var hún kölluð í æfingahóp U15 landsliðsins og er væntanlega að sprikla þar þegar þetta blað kemur út. Hún er af árgangi 2005 og því aðeins 14 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur var Margréti treyst fyrir því að vera varamarkmaður hjá kvennaliði Tindastóls í Inkassó deildinni, seinni parts sumars, og fékk að spila nokkrar mínútur í leik gegn ÍR undir lok tímabils. Margrét Rún er dóttir Einarínu Einarsdóttur og Stefáns Öxndal Reynissonar og er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Slappaðu af í Miðgarði

Unglingarnir í 7.-10. bekk Varmahlíðarskóla frumsýna söngleikinn Slappaðu af! eftir Felix Bergsson í dag kl. 19 en seinni sýningin verður á morgun laugardag kl. 15:00 en þá verður veislukaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni sýningu. Sú sýning kemur í stað áður fyrirhugaðrar fimmtudagssýningar. Leikstjórar eru þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Trostan Agnarsson.
Meira