Skagafjörður

Svipmyndir frá öskudagsheimsóknum

Öskudagurinn ágæti var í gær og því alls kyns lið sem sjá mátti bruna yfir hálkubletti í misskrautlegum búningum með poka í hönd eða á baki. Starfsmenn Nýprents og Feykis fóru ekki varhluta af þessum söngelsku skattheimtumönnum sem frískuðu flestir upp á daginn. Það er þó nokkuð ljóst eftir heimsóknir gærdagsins að lífið hjá Gamla Nóa verður ekki mikið léttara með árunum – hann er enn í tómu basli.
Meira

Vernd og varðveisla skipa

Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til.
Meira

Skjaldborg er handhafi Eyrarrósarinnar 2020

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var veitt í sextánda sinn í dag, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin og var það Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Kakalaskáli í Skagafirði komst einnig í lokatilnefninguna ásamt Menningarstarfi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en hvort verkefnið um sig fær í sinn hlut verðlaunafé að upphæð 500.000 kr.
Meira

Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Á morgun fimmtudaginn 27. febrúar verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og Þuríður í Glaumbæ verður með sögustund í baðstofunni.
Meira

Jafntefli hjá Stólunum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum

Tindastólsmenn, sem munu leika í 3. deildinni í sumar, hafa loks náð að safna í lið og eru komnir á ferðina í Lengjubikarnum. Þar mættu strákarnir liði Sindra frá Höfn í Hornafirði og var spilað í Skessunni í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 2-2 eftir að Hornfirðingar jöfnuðu undir lok venjulegs leiktíma.
Meira

Gæti orðið bið eftir Sjónhorni og Feyki

Vegna bilunar í heftimaskínu í röðunarvél á Nýprenti má reikna með að dreifing á Sjónhorni og Feyki tefjist eitthvað og er beðist velvirðingar á því. Starfsfólk hefur af þessu tilefni þurft að dusta rykið af gömlu góðu verkfærunum og er blöðum dagsins handraðað.
Meira

Einar Ísfjörð á úrtaksæfingar U15 karla

Einar Ísfjörð Sigurpálsson á Sauðárkróki hefur verið valinn í hóp fyrir úrtaksæfingar U15 landsliðs karla í knattspyrnu sem fram fara í Skessunni, Kaplakrika dagana 4.-6. mars.
Meira

Ísak Óli með fern verðlaun á MÍ í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem keppt var í tólf einstaklingsgreinum og boðhlaupi, bæði í kvenna- og karlaflokkum. Ísak Óli Traustason var öflugur og sté fjórum sinnum á verðlaunapall.
Meira

Tvö verndarsvæði í byggð í Skagafirði

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur að fimm nýjum verndarsvæðum í byggð en tilgangur slíkra svæða er að stuðla að verndun byggðar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis þeirra, eins og fram kemur á vef menntamálaráðuneytisins. Tillögur um verndarsvæði koma frá viðkomandi sveitarfélagi en Minjastofnun Íslands veitir sveitarfélögum ráðgjöf við undirbúning tillagna og skilar einnig umsögn sinni til ráðherra.
Meira

Riðuveiki staðfest á Grófargili

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Grófargili í Skagafirði, það fyrsta á landinu þetta árið, en á bænum er nú um 100 fjár. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2019 á bænum Álftagerði. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar á bæ er nú unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira