Skagafjörður

REKO afhendingar á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag, þann 5. mars, verða REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðákróki. Með REKO afhendingu er átt við að neytendur geta átt milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu en hugmyndafræðin bak við REKO á rætur sínar að rekja til Finnlands og stendur skammstöfunin fyrir „vistvæna og heiðarlega viðskiptahætti“.
Meira

Landsnet boðar til aukafundar á morgun vegna Blöndulínu 3

Landsnet hélt opinn kynningar- og vinnustofufund um fyrirhugaða lagningu Blöndulínu 3 þann 13. febrúar á Sauðárkróki. Fín mæting var á fundinn samkvæmt tilkynningu frá Landsneti og góð þátttaka í vinnustofu en ábendingar hafa borist um að fólk sem hafði áhuga hafi ekki komist á fundinn vegna veðurs. Því er boðað til aukafundar á morgun 4. mars til að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt í umræðu og vinnu við valkostagreiningu vegna lagningar línunnar.
Meira

Auglýst eftir leikmönnum Tindastóls eftir vetrarfrí!

Það gerðu örugglega flestir ráð fyrir laufléttri upphitun Tindastóls fyrir þrjá strembna leiki í lokaumferðum Dominos-deildarinnar, þegar fall-lið Fjölnis mætti í Síkið í gærkvöldi. Fyrirfram unnir leikir eiga það hins vegar til að enda sem bráðsleip bananahýði og sú varð raunin í gær því Tindastólsliðið mætti til leiks með hægri hendina í fatla og hausinn öfugt skrúfaðan á. Lið gestanna var yfir lengstum í leiknum en líkt og á móti Val hér heima fyrr í vetur, þá áttum við ekkert skilið úr leiknum og eins stigs tap makleg málagjöld. Lokatölur 80-81.
Meira

Vel sóttur stofnfundur Pírata í Norðvesturkjördæmi

Stofnfundur PíNK - Pírata í Norðvesturkjördæmi var haldinn á veitingastaðnum Grand-Inn á Sauðárkróki sl. laugardag og var fundurinn vel sóttur eftir því sem kemur fram á heimasíðu Pírata. Ljóst þykir að mikill áhugi er á starfi og stefnu Pírata sem fara vaxandi í kjördæminu. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata stýrði fundi og eftir formlega stofnun var ráðist í kosningar.
Meira

Skattaskil til 10. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga vegna tekna síðasta árs á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 10. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 13. mars. Einfaldar framtalsleiðbeiningar á ensku og pólsku.
Meira

Sigrún Stella með eitt vinsælasta lag dagsins

Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella Bessason er að gera það gott með lag sitt Sideways, eitt það vinsælasta á Íslandi í dag, en það situr ofarlega á vinsældalistum bæði hjá Rás 2 og Bylgjunni. Þrátt fyrir að söngkonan hafi alist að hluta til upp á Akureyri náum við að sjálfsögðu að tengja hana vestur yfir Öxnadalsheiðina bæði í Skagafjörðinn og Austur-Húnavatnssýsluna.
Meira

Landbúnaðarstefna verður mótuð fyrir Ísland

Mótuð verður Landbúnaðarstefna fyrir Ísland um sameiginlega sýn og skýrar áherslur til framtíðar. Verkefnið verður í forgangi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og mun fyrsti þáttur verkefnisins hefjast á næstu vikum, meðal annars með opnum fundum um allt land. Þetta kom fram í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við setningu Búnaðarþings í dag.
Meira

Skellur á snjóhvítu gervigrasinu

Tindastóll og Þróttur Vogum mættust í hríðinni á laugardag og var leikið á gervigrasinu á Króknum. Tindastólsmenn voru ansi fáliðaðir og varð þjálfari liðsins, James Alexander McDonough að reima á sig takkaskóna. Það dugði þó ekki til því piltarnir úr Vogunum unnu öruggan 1-5 sigur.
Meira

B-lið Keflavíkur hafði betur gegn Stólastúlkum

Lið Tindastóls tók á móti Keflavík b í 1. deild kvenna í körfubolta nú á laugardaginn í Síkinu. Stólastúlkum hefur gengið afleitlega það sem af er ári en að þessu sinni fékk Árni Eggert meira framlag frá sínum stúlkum og það var ekki fyrr langt var liðið á þriðja leikhluta að gestirnir snéru leiknum sér í hag. Enn eitt tapið var því niðurstaðan en lokatölur leiksins urðu 62-74 fyrir Keflavík b.
Meira

Námskeið um loftslagsvænan landbúnað

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stendur nú fyrir heilsdags námskeiðum um loftslagsvænan landbúnað víða um landið. Á fundunum gefst bændum og öðrum landeigendum kostur á að efla þekkingu sína á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Kennarar á námskeiðinu koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni.
Meira