Skagafjörður

Feikna fjör á Hofsós heim um helgina

Hofsósingar og nærsveitungar halda bæjarhátíð sína nú um helgina undir yfirskriftinni Hofsós heim. Hátíðin er arftaki Jónsmessuhátíðar á Hofsósi sem haldin var árlega um margra ára skeið, síðast árið 2017. Dagskráin er þéttskipuð skemmtilegum viðburðum og ættu allar kynslóðir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Nóg framundan í boltanum

Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að skella sér á völlinn, því framundan eru þrír leikir einn í kvöld og tveir á morgun.
Meira

Vinna við nýja sóknaráætlun formlega hafin

Fyrsti formlegi fundurinn í tengslum við gerð nýrrar sóknaráætlunar og sviðsmynda atvinnulífs Norðurlands vestra var haldinn nýlega. Á vef SSNV segir að verkefnisstjórn vinnunnar hafi fundað fyrri hluta dags en hana skipa stjórn SSNV, fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem ekki eiga mann í stjórn sem og starfsmenn samtakanna. Síðari hluta dags bættust aðilar úr atvinnulífinu við. Á fundnum var farið yfir fyrstu niðurstöður netkönnunar sem gerð var í tengslum við vinnuna en þær verða kynntar nánar með haustinu.
Meira

Stuð og stemning framundan á Lummudögum

Á Sauðárkróki mun lummuilmur væntanlega svífa yfir götum um helgina en þá verða Lummudagar haldnir í ellefta skipti. Feykir hafði samband við Steinunni Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Lummudaga og bað hana að segja lesendum eilítið frá Lummudögum.
Meira

Leita að fyrirtækjum til að þróa heildstæða stafræna tækni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa á vef sínum eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlandi vestra sem hafa áhuga á að þróa heildstæða stafræna tækni (e. immersive technology) í markaðslegum tilgangi fyrir fyrirtæki sín.
Meira

Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landsliðinu, þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.
Meira

Úrslitin úr Opna Nýprent barna og unglingamóti í golfi

Á heimasíðu Golfklúbb Sauðárkróks kemur fram að Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni hafi farið fram á Hlíðarendavelli 23. júní.
Meira

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira

Hver verður jólagjöfin í ár?

Sveitarfélagið Skagafjörður ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar kemur að jólagjafakaupunum í ár. Að þessu sinni er ætlunin að versla í heimabyggð og því leitar sveitarfélagið eftir vöru sem unnin er í héraði. Full þörf er á að hefja undirbúninginn snemma þar sem hópurinn er fjölbreyttur og stór, eða um 400 manns, eins og segir í auglýsingu á vef Skagafjarðar. Þar segir:
Meira