feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.08.2019
kl. 12.37
Gæsaveiðitímabilið hófst í gær, þriðjudaginn 20. ágúst. Stendur það til 15. mars og gildir bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Í hádegisfréttum RÚV í gær var rætt við Áka Ármann Jónsson , formann Skotveiðifélags Íslands, sem segir marga hafa beðið dagsins með mikilli eftirvæntingu. Áki segir að 3-4.000 skotveiðimenn stundi gæsaveiðar að jafnaði og sé grágæsaveiðin vinsælust en af henni séu veiddir 40-45.000 fuglar hvert haust. Meira þurfi að hafa fyrir heiðargæsinni sem, eins og nafnið bendir til, heldur til uppi á heiðum og sé mjög vör um sig. Veiðin þar sé 10-15.000 fuglar.
Meira