Skagafjörður

Broddborgarar og fleira góðmeti

Í 22. tölublaði Feykis árið 2017 voru það þau Broddi Reyr Hansen og Christine Hellwig sem léku listir sínar við matreiðsluna. Þau búa á Hólum og hefur Broddi búið þar frá árinu 1998 en Christine frá 2004. Broddi er líffræðingur að mennt en starfar sem kerfisstjóri við Háskólinn á Hólum, í frítíma sínum hefur hann m.a. stundað bjórgerð fyrir þyrsta íbúa á Hólum. Christine er grunn- og leikskólakennari og starfar sem deildarstjóri við leikskólann Tröllaborg á Hólum, hennar áhugamál er meðal annars að æfa og syngja í Skagfirska kammerkórnum. Saman eiga þau tvö börn, Janus Æsi og Ylfu Marie. Þau gáfu okkur uppskriftir að einföldum fiskrétti, Broddborgurum sem eru tilvaldir í föstudagsmatinn og risa pönnukökum sem henta vel á laugardegi að þeirra sögn.
Meira

1238 – baráttan um Ísland - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Opnun sýningarinnar 1238 – baráttan um Ísland heppnaðist vel sl. föstudag. Ástandið á þinginu kom í veg fyrir að ég gæti mætt eins og ég hafði ætlað mér að gera. Ég óska aðstandendum sýningarinnar og okkur öllum innilega til hamingju með þessa frábæru viðbót í flóru menningartengdrar afþreyingar á Norðvesturlandi.
Meira

Lífið er golf - Áskorandinn Sigurður Jóhann Hallbjörnsson (Siggi Jói), brottfluttur Króksari

Þar sem ég er fæddur á því herrans ári 1969 mun ég fagna 50 ára afmæli seinna á árinu. Á þessum tímamótum telst ég víst vera miðaldra af jafnöldrum, gamalmenni í augum barnanna og fjörgamall í augum barnabarns.
Meira

Lilja opnaði sýndarveruleikasýninguna með sverðshöggi – Myndasyrpa

Í dag opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hina nýju sýndarveruleikasýningu sem segir frá baráttu Íslendinga um völdin á 13. öld. Sýningin er stærsta sögu- og menningarsýndarveruleikasýning (VR) á Norðurlöndum.
Meira

Kvennahlaup í þrítugasta sinn

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram á morgun, laugardaginn 15. júní. Þetta er í þrítugasta skipti sem hlaupið er haldið og verður nú hlaupið á yfir 80 stöðum á land­inu. Á vefsíðu ÍSÍ segir að markmið Kvennahlaupsins hafi frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu þar sem allir taka þátt á sínum forsendum og áhersla lögð á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafi karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.
Meira

Ragna Árnadóttir næsti skrifstofustjóri Alþingis

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Tekur hún við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.
Meira

Minningarmót um Friðrik lækni

Árlegt minningarmót til heiðurs Friðriki J. Friðrikssyni lækni fer fram á Hlíðarendavelli sunnudaginn 16. júní. Friðrik læknir var fyrsti heiðurfélagi Golfklúbbs Sauðárkróks, GSS. Hann var formaður klúbbsins árin 1977-83 en á þeim árum var völlurinn fluttur að Hlíðarenda að tilstuðlan nokkurra eldhuga úr Rótarý og golfklúbbnum. Friðriki hafði brennandi áhuga á golfi og byrjaði að spila snemma á vorin niður á Borgarsandi þegar ekki var fært uppi á velli. Hann æfði sig óspart heima, svo mikið að stofuloftið varð fyrir barðinu á golfkylfunum svo gera þurfti við það. Þeir sem spiluðu golf með Friðriki lýsa honum sem liprum félaga sem gott var að spila með.
Meira

Byrðuhlaup þann 17. júní á Hólum

Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður á Hólum í Hjaltadal, keppt um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2019. Farið verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál. Samkvæmt tilkynningu frá UMF Hjalta verður keppt í barnaflokki upp í þrettán ára aldur og í fullorðinsflokki 14 ára og eldri. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál og er frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu. Frítt er í hlaupið og allir velkomnir.
Meira

Menntamálaráðherra opnar stærstu sögu- og menningarsýndarveruleikasýningu (VR) á Norðurlöndum - Sýningin 1238 : Baráttan um Ísland opnar á Sauðárkróki

Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar sýndarveruleikasýninguna 1238: Baráttan um Ísland á morgun, föstudaginn 14. júní, við hátíðlega athöfn í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Auk Lilju verða þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, viðstödd og munu ýta sýningunni í sameiningu formlega úr vör.
Meira

Mögnuð leið með mikla möguleika í ferðamannabransanum - Norðurstrandarleið formlega opnuð

Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, var opnuð með formlegum hætti sl. laugardag, í báða enda, annars vegar á mótum Þjóðvegar 1 og Hvammstangavegar þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða og hins vegar við afleggjarann inn á Bakkafjörð þar sem þeir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Árni Bragi Njálsson, fulltrúi sveitarstjórnar Langanesbyggðar munduðu skærin.
Meira