Skagafjörður

Allir á völlinn um helgina

Núna um helgina fara fram þrír leikir, tveir á morgun og einn á sunnudaginn. Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að kíkja á völlinn og styðja liðið sitt.
Meira

Skagafjörður heilsueflandi samfélag

Í gær skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undir samning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og embætti Landlæknis um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Meira

Sirrý Sif ráðin á fjölskyldusvið Skagafjarðar

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA, hefur verið ráðin til starfa hjá fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 1. ágúst sl. Sirrý Sif starfaði áður sem fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi og mun sinna verkefnum er varða faglega og rekstrarlega stjórnun heimaþjónustu, húsnæðismál, félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð og daggæslu barna á einkaheimilum. Tekur hún við af Gunnari Sandholt sem látið hefur af störfum.
Meira

Miðflokkurinn boðar til fundar í kvöld á Sauðárkróki

Sigurður Páll Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Miðflokksins verða frummælendur á opnum stjórnmálafundi í kvöld á Mælifelli á Sauðárkróki.
Meira

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira

Sveitasæla í Skagafirði

Núna um helgina verður haldin hin árlega Sveitasæla í Reiðhöllinni Svaðastaðir. Blaðamaður Feykis hafði samband við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem heldur utan um hátíðina.
Meira

Tindastólssigur í Grafarvoginum

Í gærkvöldi fór fram leikur Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum í Grafarvogi. Leikurinn fer svo sannarlega ekki í sögubækurnar sem skemmtilegasti fótboltaleikurinn en sigur er sigur og náði Tindastóll að setja boltann einu sinni í markið og þannig enduðu leikar 0-1 sigur Tindastóls.
Meira

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á sunnudaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar um allt land

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú á faraldsfæti og funda vítt og breitt um landið. Í dag verða þeir m.a. í Eyvindarstofu á Blönduósi klukkan 17:30 og í Ljósheimum Skagafirði í kvöld kl. 20:00. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og þingmennirnir Birgir Ármannsson, Haraldur Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Meira

Útileikur í kvöld hjá stelpunum í Tindastól á móti Fjölni

Í kvöld mætast lið Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum klukkan 18:00. Tindastóll er í fjórða sæti í deildinni með 19. stig á meðan Fjölni er í næstneðsta sæti með 12. Stig.
Meira