Ekki náðu Stólarnir í stig í Garðabænum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.06.2019
kl. 11.52
Tindastólsmenn sóttu heim liðsmenn Knattspyrnufélags Garðabæjar í gær í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Hingað til höfðu Stólarnir ekki enn nælt í stig í deildinni og því miður varð engin breyting á því en strákarnir eru þó farnir að koma boltanum í mark andstæðinganna þannig að það hlýtur að styttast í betri fréttir af liðinu. Lokatölur leiksins voru 4-2.
Meira
