Skagafjörður

Ekki náðu Stólarnir í stig í Garðabænum

Tindastólsmenn sóttu heim liðsmenn Knattspyrnufélags Garðabæjar í gær í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Hingað til höfðu Stólarnir ekki enn nælt í stig í deildinni og því miður varð engin breyting á því en strákarnir eru þó farnir að koma boltanum í mark andstæðinganna þannig að það hlýtur að styttast í betri fréttir af liðinu. Lokatölur leiksins voru 4-2.
Meira

Beikonvafðir þorskhnakkar og uppáhaldsísinn

Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir og Gunnlaugur Agnar Sigurðsson voru matgæðingar í 20. tbl. Feykis 2017. Þau búa á Hvammstanga þar sem Borghildur starfar á leikskólanum Ásgarði og Agnar sem verktaki við ýmis verk. Börnin eru samtals sjö þannig að heimilið er stórt, fjörugt, gefandi og gleðjandi. „Við erum orðin spennt fyrir sumrinu sem er reyndar löngu komið á Hvammstanga og ætlum við að vera dugleg að njóta, grilla og borða ís,“ sögðu þau á vormánuðum 2017.
Meira

Af gömlum bílum og aðdáendum þeirra - Gunni Rögg skrifar um sérvitringafund í Skagafirði

Það er sérstök kúnst að búa til mikið úr litlu, en sumum er það lagnara en öðrum. Því var það að lítil hugmynd sem bryddað var upp á skömmu fyrir jól varð að veruleika laugardaginn 6. apríl þegar hópur áhugafólks um gamla bíla úr Eyjafirði heimsótti samskonar sérvitringa í Skagafirði.
Meira

Ólafur Guðmundsson fór ungur á sjóinn - Lesblindur, lítill og ræfilslegur

Ólafur Guðmundsson býr á Sauðárkróki kvæntur Ragnheiði Ólöfu Skaptadóttur og eiga þau þrjár stelpur. Hann er sjómaður í húð og hár, byrjaði ungur sem háseti en starfar í dag sem annar stýrimaður á Arnari HU1. Feykir hafði samband við Óla og féllst hann á að svara nokkrum laufléttum spurningum. Einnig er gaman að geta þess að hann er mikill myndasmiður og á forsíðumynd Feykis þessa vikuna.
Meira

Jón Gísli á skotskónum í Mjólkurbikarnum fyrir ÍA

Hinn 17 ára gamli Jón Gísli Eyland Gíslason var á skotskónum fyrir ÍA í Mjólkurbikarnum í gær þegar þeir spiluðu á móti FH í 16-liða úrslitunum. Jón Gísli er ungur og efnilegur leikmaður og er sonur þeirra Ingunnar Ástu Jónsdóttur og Gísla Eyland Sveinssonar.
Meira

Sláttur hófst í Skagafirði í vikunni

Bændur í Skagafirði hafa tengt heyvinnuvélar við dráttarvélarnar og farnir að heyja örlítið. Þeir bændur sem Feykir náði tali af vildu ekki kalla það svo, að heyskapur væri byrjaður heldur væri um að ræða þrif á túnum.
Meira

Jóhann Björn og Ísak Óli í hörkukeppni á Smáþjóðaleikunum

Skagfirðingarnir Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Ísak Óli Traustason kepptu í sínum greinum í gær á öðrum keppnisdegi Smáþjóðaleikanna sem fram fara þessa dagana Svartfjallalandi. Jóhann endaði í 5. sæti í 100 metra hlaupi og Ísak Óli í því 4. í langstökki.
Meira

Reiðhestar - Kristinn Hugason skrifar

Nú þegar ég slæ þetta greinarkorn inn í tölvuna er síðasti vetrardagur, framundan er sumarið, mér þykir því ekki úr vegi að birta hér lofkvæði til þess eftir eitt af þjóðskáldum okkar; Steingrím Thorsteinsson rektor (1831-1913), þetta er jafnframt lofkvæði til góðra reiðhesta og þeirrar reiðgleði sem þeir kalla fram í brjóstum þeirra er kunna að njóta. Ég birti hér fjögur af sex erindum kvæðisins, Nú er sumar.
Meira

Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar

Í síðustu viku léku Arnar Geir Hjartarson, frá Sauðárkróki, og félagar hans í Missouri Valley College, á lokamóti NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í í lok apríl. Er það í fyrsta sinn sem skólinn nær inn á mótið sem er risastórt enda landskeppni þar sem bestu golfspilarar háskólanna mætast en það fór fram í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club.
Meira

Eysteinn Ívar nýr blaðamaður Feykis

Eysteinn Ívar Guðbrandsson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar og hóf hann störf í dag. Eysteinn er fæddur árið 2001 sonur Guðbrands Jóns Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur
Meira