Skagafjörður

Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar

Í síðustu viku léku Arnar Geir Hjartarson, frá Sauðárkróki, og félagar hans í Missouri Valley College, á lokamóti NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í í lok apríl. Er það í fyrsta sinn sem skólinn nær inn á mótið sem er risastórt enda landskeppni þar sem bestu golfspilarar háskólanna mætast en það fór fram í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club.
Meira

Eysteinn Ívar nýr blaðamaður Feykis

Eysteinn Ívar Guðbrandsson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar og hóf hann störf í dag. Eysteinn er fæddur árið 2001 sonur Guðbrands Jóns Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur
Meira

Rjómaböð á Sauðárkróki valin besta viðskiptahugmyndin

Nýlega lauk verkefninu Ræsing Skagafjarðar en það er samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndi til í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð og Kaupfélag Skagfirðinga. Var einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar á morgun

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins verður opnuð á morgun uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí, klukkan 14:00. Sýningin nefnist Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun og er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins.
Meira

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom í gær frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.
Meira

Gleðiganga 2019 - Myndasyrpa

Hin árlega gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki var farin í gær en hún markar lok skólastarfs vetrarins. Gengið er frá Árskóla og upp á Sjúkrahústúnið þar sem gjarnan er gerður stuttur stans. Síðan er haldið í bæinn, sungið fyrir utan Ráðhúsið og endað við Árskóla aftur þar sem grilluðum pylsum eru gerð góð skil.
Meira

Hver elskar ekki mánudaga

„Lagið heitir Mánudagur, er um það hvað mánudagar eru æðislegir,“ segir JoeDubius eða Andri Már Sigurðsson um nýja lagið sitt sem hægt er að nálgast m.a. á YouTube. Kassagítar og söng sér Andri um en upptaka og rest af hljóðfæraleik meistari Fúsi Ben en lagið er einmitt tekið upp í studíó Benmen á Sauðárkróki.
Meira

SSNV og FM Trölli í samstarf um hlaðvarpsþætti

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og FM Trölli á Siglufirði hafa undirritað samstarfssamning um framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum sem jafnframt verða sendir út á útvarpsstöðinni FM Trölli. Hér er um að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Fíkniefnahundar og þjálfarar þeirra útskrifast

Sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra voru útskrifuð fyrir helgi eftir að fjórða og síðasta lotan í náminu lauk það hefur staðið yfir síðan í febrúar. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal.
Meira

Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag“[1] Pistill Byggðasafns Skagfirðinga.

Sumardagurinn fyrsti hefur verið haldinn hátíðlegur um aldir. Hann er á fimmtudegi á bilinu 19.-25. apríl. Dagsins er getið í elstu heimildum, s.s. lögbókunum Grágás og Jónsbók (frá þjóðveldisöld), þá kallaður sumardagur eða sumardagur hinn fyrsti.
Meira