Minki fjölgar ár frá ári
feykir.is
Skagafjörður
16.05.2019
kl. 13.49
Á forsíðu nýjasta tölublaðs Bændablaðsins sem út kom í dag er rætt við Jón Númason, bónda og minkaveiðimann á Þrasastöðum í Fljótum um uppgang villiminks í Skagafirði. Að sögn Jóns hefur minki úti í náttúrunni fjölgað mikið undanfarin ár og sé hann að verða stærri og öflugri en áður var. Telur hann að ástæðuna megi fyrst og fremst rekja til þess að minkaveiðum sé ekki sinnt sem skyldi enda séu þær ekki ýkja vel launaðar.
Meira
