Skagafjörður

Fjórða tap Tindastóls í fjórum leikjum

Leikið var á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í gærkvöldi en mættust lið Tindastóls og Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla í knattspyrnu. Eyfirðingum var spáð sæti um miðja deild í spá þjálfara á Fótbolti.net en Stólunum, eins og áður hefur komið fram, neðsta sæti. Niðurstaðan í leiknum var því eftir bókinni en gestirnir höfðu á endanum betur og sigruðu 1-2.
Meira

100 nemendur brautskráðir af 10 námsbrautum

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum.
Meira

Skagfirðingur í íslenska Team Rynkebyliðinu sem hjólar til Parísar

Um síðustu helgi var íslenska Team Rynkeby hjólaliðið með æfingu á Norðurlandi og hjólaði m.a. í Skagafirði. Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf þar sem þátttakendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson er einn þátttakenda og segist hann hlakka mikið til fararinnar.
Meira

Úrslit í stærðfræðikeppni 9. bekkinga

Í gær var keppt til úrslita í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga. Keppnin fór fram á Ólafsfirði í gær. Á vef Menntaskólans á Tröllaskaga segir að keppnin hefi verið jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin.
Meira

Kaffi í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins á morgun

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun laugardag, en flokkurinn var stofnaður þann 25. maí 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Til að fagna þessum tímamótum stendur flokkurinn fyrir viðburðum víðsvegar um land. Á Norðurlandi vestra verður boðið í kaffi á Sauðárkróki og á Hvammstanga.
Meira

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir nýr leikskólastjóri

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra Ársala á Sauðárkróki en Anna Jóna Guðmundsdóttir lætur af starfinu 31. maí næstkomandi.
Meira

Lista- og vísindasmiðjur á Norðurstrandarleið - Íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefninu

Stefna á þátttakendum í fimm fjörur á Norðurlandi vestra, þann 25. maí næstkomandi. Byrjað verður á því kl. 10 að safna saman rusli og í framhaldinu verða reistar vörður undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands, Nes listamiðstöð á Skagaströnd og Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi. Reiknað er með því að dagskránni verði lokið í síðasta lagi kl. 16. Tvær fjörur eru staðsettar við Sauðárkrók, ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga.
Meira

WR Hólamót um síðustu helgi

Um síðustu helgi var haldið íþróttamót Hestamannafélagsins Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum, svokallað World Ranking mót, að Hólum í Hjaltadal. Um 170 keppendur voru skráðir til leiks og keppt í 19 keppnisgreinum.
Meira

Júdóiðkendur verðlaunaðir á lokahófi Júdódeildarinnar

Í gær komu júdóiðkendur Júdódeildar Tindastóls á Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum saman og gerðu sér glaðan dag á lokahófi þar sem m.a. voru veitt verðlaun. Allir fengu afhentan þakkarskjöld og svo voru veittir bikarar fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar, efnilegustu júdókonu og júdómann og loks fyrir besta júdómanninn.
Meira

Ný vefsjá Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur opnað nýja útgáfu af vefsjá þar sem hægt er að afla sér ýmargvíslegra upplýsinga varðandi hina ýmsu staði víðsvegar um landið. Þar má m.a. finna upplýsingar um áhugaverða viðkomustaði og þá þjónustu sem ferðalöngum stendur til boða.
Meira