Skagafjörður

Fjárgötur myndanna – Hörður Ingimarsson skrifar

Eitt leiðir af öðru. Á liðinni öld eru víða fjölmargar myndir sem varða leiðina og auðvelda okkur að lesa í sögu liðins tíma. Eftir miðja 20. öldina tók almenningur að taka myndir að marki á gömlu filmuvélarnar í svarthvítu. Flestir viðburðir urðu að myndefni. „Bílaútgerð Sleitustaðamanna“, snilldarþáttur Sigtryggs Björnssonar frá Framnesi í Skagfirðingabók sem út kom snemma í vor leiddi okkur Þorvald G. Óskarsson í myndaleit að „fornum“ knattspyrnuhetjum upp úr miðri síðustu öld.
Meira

BBQ kjúlli og Rice Crispies

Róar Örn Hjaltason og Þuríður Valdimarsdóttir voru matgæðingar vikunnar í 27. tbl Feykis 2017. Þau búa á bænum Hamraborg í Hegranesi sem þau keyptu sumarið áður þegar þau fluttu heim frá Noregi. Róar er uppalinn á Sauðárkróki og Þuríður er frá bænum Helguhvammi á Vatnsnesi. Hún er sjúkraliði og vinnur á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Róar er vélvirki og vinnur á Vélaverkstæði KS. Þau gáfu okkur sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum sínum; skötusel sem er mjög góður sem forréttur, BBQ kjúklingi og Rice Crispies. „Annars á ég mjög erfitt með að fylgja einni uppskrift, ég þarf alltaf að bæta þær eitthvað eða skella tveimur til þremur uppskriftum saman svo ég á ekki margar uppskriftir,“ segir Þuríður.
Meira

Ný umferðarlög samþykkt frá Alþingi

Ný umferðarlög voru samþykkt á Alþingi í júní sl. og fela þau í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Meginmarkmið laganna er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda. Nýju lögin nr. 77/2019 munu taka gildi um næstu áramót eða 1. janúar 2020.
Meira

Dramatískur sigur Tindastóls á Akranesi

Í kvöld fór fram leikur ÍA og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Akranesvelli. Leikurinn bauð upp á mörg færi, mörk og rautt spjald. Tindastóll átti gjörsamlega fyrri hálfleikinn en heimastúlkur þann seinni. Þrátt fyrir að ÍA áttu seinni hálfleikinn þá náði Tindastóll að skora tvö mörk og vinna leikinn 2-1.
Meira

„Vonir mínar eru þær að ég nái að hjálpa liðinu mínu að bæta sig eins mikið og hægt er“/Erlendir leikmenn í boltanum

Í 26. tölublaði Feykis fengum við Lauren-Amie Allen í þátt sem kallast Erlendir leikmenn í boltanum.
Meira

Arkarinn Eva á ferð um Skagafjörð og Húnavatnssýslur

Arkarinn Eva, 16 ára stúlka sem þessa dagana er að ganga hringinn í kringum Ísland til styrktar Barnaspítalanum, er nú komin í Skagafjörðinn. Hún leggur af stað frá Varmahlíð í dag og mun ganga í gegnum Blönduós á morgun.
Meira

Leikhópurinn Lotta með sýningu á Blönduósi í kvöld og Sauðárkróki á morgun

Í kvöld klukkan 18:00 verður sýning á Káratúni á Blönduósi og á morgun klukkan 11:00 verður sýningin í Litla skógi á Sauðárkróki.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Skagafjarðarveitur bora eftir köldu vatni - „Nóg í bili en þetta er bráðabirgðaaðgerð“

Skagafjarðarveitur hafa látið bora fjórar holur til að freista þess að auka kaldavatnið fyrir Sauðárkrók en ekki er langt síðan fréttir bárust af vatnsskorti á Króknum. Tvær holanna sem boraðar voru eru í Skarðsdal og tvær á Veðramóti í Gönguskörðum. Að sögn Indriða Þórs Einarssonar, sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs hafa allar holurnar gefið vatn en mismikið og ágætlega lítur út með vatnsmagnið.
Meira

Mark Watsons minnst í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson nk. fimmtudag stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira