Núna um verslunarmannahelgina verður síðan hjá Feyki aðeins öðruvísi. Það verður kannski ekki mikið af fréttum en það mun koma nýir hlutir eins og lag dagsins, grín dagsins og fleira vonandi. Þetta verður bara um verslunarmannahelgina.
Í gærkvöldi fór fram leikur Tindastóls og Víðis í 2. deild karla á Sauðárkróksvelli. Ekki var mikið af færum í þessum leik en gestirnir náðu að skora þrjú mörk og endaði leikurinn 0-3 fyrir Víði.
Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Víðis í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður leikurinn spilaður á Sauðárkróksvelli.
Í gærkvöldi fór fram leikur FH og Tindastóls í Inkasso deild kvenna. Þetta var mikill markaleikur og voru skoruð átta mörk í þessum leik, tvö í fyrri hálfleik og heil sex mörk í þeim síðari. Allt virtist benda til sigurs hjá Tindastól þegar þær voru komnar í 1-4 á 66. mínútu leiksins en heimastúlkurnar skoruðu þrjú mörk á tólf mínútum og endaði leikurinn 4-4.
Stelpurnar í 4. flokki kvenna stóðu sig frábærlega þegar þær lentu í öðru sæti í keppni B-liða á Rey Cup. Mótið var haldið daganna 24. til 28. júlí. Þróttur Reykjavík stendur fyrir þessu móti og hafa erlend lið keppt á mótinu sjálfu.
Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það þarf ekki að kynna Geirmund Valtýsson fyrir neinum. Það kannast allir við sveiflukónginn skagfirska og sennilega langflestir lesendur Feykis sem hafa verið á balli með Hljómsveit Geirmundar, tjúttað, trallað og jafnvel tekið fyrsta vangadansinn undir tónum Geira og félaga. Það er að sjálfsögðu löngu kominn tími til að Geiri svari Tón-lystinni í Feyki og ekki þótti síðra að fá hann til að svara Jóla-Tón-lystinni. Og það er augljóst hverjir voru helstu áhrifavaldar Geira í tónlistinni. „Bítlarnir náttúrulega átu mann upp, Paul McCartney, eins og hann gerir ennþá reyndar,“ segir hann léttur...