Skagafjörður

Dagskrá júnímánaðar í Glaumbæ

Gamli bærinn í Glaumbæ opnar dyr sínar alla daga frá kl. 9-18 í sumar og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Áskaffi er opið frá kl. 10-18.
Meira

Opnun Norðurstrandarleiðar

Opnunarhátíð Norðurstrandarleiðar, eða Arctic Coast Way, verður haldin á degi hafsins, laugardaginn 8.júní. Norðurstrandarleið er um 900 kílómetrar og liggur milli Hvammstanga í vestri og Bakkafjarðar í austri. Leiðin liggur um 21 bæ eða þorp meðfram ströndinni og undan landi eru sex eyjar sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Verkefninu er ætlað að virka sem aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem vilja ná betri tengslum við náttúruna og menningarlíf svæðisins.
Meira

Úrslit í félagsmóti Hestamannafélagsins Skagfirðings

Félagsmót Hestamannafélagsins Skagfirðings var haldið þann 1. júní á Fluguskeiði, félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á heimasíðu félagsins segir að mótið hafi farið vel fram þar sem knapar voru prúðir og tímanlegir og endað var á grilli í félagsheimilinu Tjarnabæ að móti loknu.
Meira

Blóðbankabíllinn kemur á Sauðárkrók

Daganna 4.-5. júní mun Blóðbankabíllinn koma á Sauðárkrók. Að sögn Þorbjargar Eddu Björnsdóttur þá gaf Rauði krossinn Blóðbankanum Blóðbankabílinn árið 2002. Í honum eru fjórir söfnunarbekkir og góð aðstaða til blóðsöfnunar.
Meira

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki 2019

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki var haldinn hátíðlegur laugardaginn 1. júní með fínustu dagskrá á hafnarsvæðinu.
Meira

Penninn á lofti hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls. Tess áfram í Síkinu og fleiri heimastúlkur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við fjóra leikmenn til viðbótar hjá meistaraflokki kvenna sem munu spila með liðinu á næsta tímabili.
Meira

Jóhann Björn gat ekki hlaupið vegna meiðsla á síðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna

Frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum 2019 lauk í Svartfjallalandi sl. föstudag með frábærum árangri Íslands. Þrenn gullverðlaun, fern silfurverðlaun og sex bronsverðlaun hjá íslensku keppendunum á lokadegi. Jóhann Björn Sigurbjörnsson hafði unnið sér inn sæti í úrslitum en gat ekki hlaupið vegna meiðsla.
Meira

Stólastúlkur komnar í átta liða úrslitin í Mjólkinni

Í dag fór fram síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Þá mættust lið Augnabliks og Tindastóls innanhúss í Fífu þeirra Kópavogsbúa. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1-2 og eru því komnar í átta liða úrslit í Mjólkurbikarnum sem er frábær árangur. Tvö lið úr Inkasso-deildinni eru í 8 liða úrslitunum, lið ÍA, en annars eru það aðeins Pepsi-deildar lið sem verða í pottinum góða þegar dregið verður á morgun.
Meira

Norðurstrandarleið vörðuð listrænu rusli - Misgóð mæting í fjörurnar

Um síðustu helgi voru íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefni þar sem lista- og vísindasmiðjur fóru í fjörur á hinni nýju Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way upp á enska tungu, og mynduðu vörður úr rusli sem tínt var til.
Meira

Brilli okkar aftur heim í Vesturbæinn

Það var mikil spenna og talsverð gleði hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir um ári síðan þegar ljóst var að áttfaldur Íslandsmeistari og Stólabaninn Brynjar Þór Björnsson, hefði ákveðið að söðla um, segja skilið við lið KR og ganga til liðs við Tindastól. Nú ári síðar hefur Brilli ákveðið að ganga á ný til liðs við sína gömlu félaga en í liðinni viku var tilkynnt að hann væri búinn að semja við lið KR.
Meira