Skagafjörður

Börn og umhverfi – Námskeið Rauða krossins

Rauði krossinn í Skagafirði heldur námskeiðið Börn og umhverfi dagana 30. apríl, 2. maí, 6. maí og 8. maí, kl. 17:00 – 20:00 í húsnæði deildarinnar, Aðalgötu 10 á Sauðárkróki. Námskeiðið er fyrir ungmenni fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). Farið verður í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, rætt um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng.
Meira

Uppselt var á Út við himinbláu sundin í gær

Fullt var út úr dyrum á Mælifelli á Sauðárkróki í gærkvöldi þegar „gömlu góðu söngkonurnar“ voru heiðraðar á tónleikunum Út við himinbláu sundin. Flutt voru þekkt lög sem eiga það sameiginlegt að konur gerðu þeim skil fyrr á árum eins og Svanhildur Jakobs, Erla Þorsteins, Erla Stefáns, Hallbjörg Bjarna, Adda Örnólfs, Soffía Karls, Helena Eyjólfs, Mjöll Hólm og fleiri.
Meira

Stólastúlkur í úrslit í Lengjubikarnum

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Völsungs í undanúrslitum C-deildar í Lengjubikarnum á sumardaginn fyrsta. Leikið var á gervigrasinu á Króknum í 16 stiga hita og hlýrri golu. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur fóru illa með gestina frá Húsavík og unnu öruggan 5-0 sigur og eru því komnar í úrslitaleikinn í C-deildinni.
Meira

Tindastólsmenn úr leik í Mjólkurbikarnum

Karlalið Tindastóls heimsótti lið Völsungs á Húsavík sl. miðvikudagskvöld í annarri umferð Mjólkurbikarsins. Ekki bjuggu strákarnir til neinn rjóma í þessari ferð því heimamenn í Völsungi reyndust sterkari og sigruðu 3-1 og geta liðsmenn Tindastóls því farið að einbeita sér að þátttöku í 2. deildinni.
Meira

Ég sigli á logum ljósum- Kveðskapur Erlings Péturs á bók

Þriðjudaginn 30. apríl verður haldið útgáfuhóf á Mælifelli á Sauðárkróki vegna bókar sem innheldur ljóð og stökur Erlings Péturssonar, f.v. kaupmanns í Versluninni Tindastól. Þar má búast við skemmtilegri dagskrá þar sem Brynjar Pálsson mun stjórna dagskrá Valgerður dóttir Erlings spjallar um kveðskap föður síns. Þá munu gamlir kunningjar og vinir Erlings rifja upp kynni sín af honum og sungin verða nokkur við texta hans. Sölvi Sveinsson ætlar að segja frá tilurð bókarinnar en Feykir gat ekki beðið svo lengi og hafði samband við Sölva og forvitnaðist um bókina.
Meira

Nanna systir í Árgarði og Víðihlíð

Leikfélag Hólmavíkur hefur staðið í ströngu undanfarið við uppsetningu á gamanleikritinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, undir styrkri leikstjórn Skúla Gautasonar. Sýningin hefur þegar verið sýnd í Sævangi á Ströndum við mikinn fögnuð og frábærar móttökur.
Meira

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

Nýr kjarasamningur var samþykktur hjá öllum félögum Starfsgreinasambands Íslands en niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði lá fyrir í gær. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta en mjótt var á munum hjá Öldunni stéttarfélagi í Skagafirði þar sem aðeins eitt atkvæði skyldi að.
Meira

Gleðilegt sumar

Nú er sumardagurinn fyrsti og Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl, þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Meira

Afrískur dans á Barnamenningardögum

Eins og undanfarin ár stendur Tónadans fyrir Barnamenningardögum í Skagafirði og verður margt á dagskránni hjá þeim. Meðal annars koma hingað danskennarar frá Dans Afrika Iceland dagana 26. og 27. apríl og halda námskeið í afrískum dönsum í sal FNV. Frítt er á námskeiðin svo það er um að gera að fjölmenna.
Meira

Vel heppnað skíðagöngumót í Fljótum

Ferðafélag Fljóta stóð að vanda fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa. Þar sem snjóa hafði tekið upp í rásmarkinu var tekin ákvörðun um að færa markið upp á Holtsdal og voru keppendur fluttir þangað í rútu ef þeir óskuðu þess en aðrir hituðu upp fyrir keppnina og gengu þangað, um eins kílómeters vegalengd.
Meira